Hlífðarbúnaður starfsmanns ef grunur um eða staðfest COVID-19 smit | Ástæða |
Sloppur
Síðerma hlífðarsloppur, einnota eða margnota. Svunta yfir hlífðarslopp eða vatnsheldur einnota hlífðarsloppur ef hætta á vætu. | Til að vernda vinnufatnað gegn mengun smitefnis. |
Fínagnagríma FFP2
Þegar hætta er á úðasmiti (s.s. barkaþræðing, sogun með opnu sogkerfi, berkjuspeglun o.fl.) er notuð fínagnagríma FFP3.
Ath. starfsmenn með asthma eða annan öndunarfærasjúkdóm geta átt erfitt með að vinna með fínagnagrímu í langan tíma og geta þurft að auka pústin sín. | Til að verja vitin fyrir dropa- og úðasmiti. |
Einnota hlífðargleraugu eða andlitshlíf
Þegar hætta er á úðasmiti (s.s. barkaþræðing, sogun með opnu sogkerfi, berkjuspeglun o.fl.) veita hlífðargleraugu mögulega betri vörn en andlitshlíf. | Til að verja augnsvæði fyrir smiti.
Viðtakar eru í augum fyrir SARS-CoV-2. |
Hanskar | Til að verja hendur gegn mengun. Skipt er um hanska milli mishreinna verka hjá sama sjúklingi. Hendur eru sprittaðar eftir hanskanotkun. Handspritt drepur SARS-CoV-2. |
Hlífðarbúnaði er klæðst fyrir framan fordyri. Prófa þarf þéttleika grímu. Æskilegt að staðfesta að hlífðarbúnaður sitji rétt (spegill eða aðstoðarmaður). Hlífðarbúnaði er afklæðst í fordyri. Æskilegt að aðstoðarmaður fylgist með því að rétt sé farið úr hlífðarbúnaði.
Ef fordyri er ekki til staðar eru hlífðargleraugu/andlitshlíf og fínagnagríma fjarlægð þegar komið er út úr einangrunarherbergi. |