../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2966
Útg.dags.: 06/15/2022
Útgáfa: 11.0
25.00.01.09 COVID-19 - hlífðarbúnaður

Útg. 11: breytingar yfirstrikaðar með gulu. Sett inn nýtt veggspjald fyrir hlífðarbúnað starfsmanns þegar grunur er um eða staðfest COVID-19 smit.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa notkun hlífðarbúnaðar starfsmanns hjá sjúklingi sem er greindur með eða grunur er um COVID-19 eða hjá sjúklingi í sóttkví.

    COVID-19 smitast með snerti- og dropasmiti. Smitefni eru dropar frá öndunarvegi sjúklings. Smit getur orðið ef droparnir berast í öndunarveg (um slímhúð í munni og nefi) eða í augu móttækilegs einstaklings:
    • beint með dropum frá sýktum einstaklingi (t.d. hósti, hnerri)
    • með höndum sem hafa mengast af smitefni og eru bornar að vitum eða augum

    Þegar grunur er um eða COVID-19 smit er staðfest er notaður hlífðarbúnað skv. snerti- og úðasmitgát sem er umfram það sem þörf er á.
    Þegar sjúklingur er í sóttkví vegna útsetningar fyrir COVID-19 er notaður hlífðarbúnaður fyrir snerti- og dropasmitgát til að verjast smiti ef sjúklingur fær einkenni á meðan dvöl á Landspítala varir.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Hlífðarbúnaður starfsmanns þegar grunur er um eða staðfest COVID-19 smit
Hlífðarbúnaður starfsmanns þegar grunur er um eða staðfest COVID-19 smit


      Hlífðarbúnaður starfsmanns ef grunur um eða staðfest COVID-19 smitÁstæða
      Sloppur
      Síðerma hlífðarsloppur, einnota eða margnota. Svunta yfir hlífðarslopp eða vatnsheldur einnota hlífðarsloppur ef hætta á vætu.
      Til að vernda vinnufatnað gegn mengun smitefnis.
      Fínagnagríma FFP2
      Þegar hætta er á úðasmiti (s.s. barkaþræðing, sogun með opnu sogkerfi, berkjuspeglun o.fl.) er notuð fínagnagríma FFP3.
      Ath. starfsmenn með asthma eða annan öndunarfærasjúkdóm geta átt erfitt með að vinna með fínagnagrímu í langan tíma og geta þurft að auka pústin sín.
      Til að verja vitin fyrir dropa- og úðasmiti.
      Einnota hlífðargleraugu eða andlitshlíf
      Þegar hætta er á úðasmiti (s.s. barkaþræðing, sogun með opnu sogkerfi, berkjuspeglun o.fl.) veita hlífðargleraugu mögulega betri vörn en andlitshlíf.
      Til að verja augnsvæði fyrir smiti.
      Viðtakar eru í augum fyrir SARS-CoV-2.
      HanskarTil að verja hendur gegn mengun. Skipt er um hanska milli mishreinna verka hjá sama sjúklingi. Hendur eru sprittaðar eftir hanskanotkun. Handspritt drepur SARS-CoV-2.
      Hlífðarbúnaði er klæðst fyrir framan fordyri. Prófa þarf þéttleika grímu. Æskilegt að staðfesta að hlífðarbúnaður sitji rétt (spegill eða aðstoðarmaður). Hlífðarbúnaði er afklæðst í fordyri. Æskilegt að aðstoðarmaður fylgist með því að rétt sé farið úr hlífðarbúnaði.
      Ef fordyri er ekki til staðar eru hlífðargleraugu/andlitshlíf og fínagnagríma fjarlægð þegar komið er út úr einangrunarherbergi.

      Veggspjöld

      Myndband
      Myndband um hlífðarbúnað í snerti- og úðasmitgát. - COVID-19
      Hide details for Hlífðarbúnaður starfsmanns hjá sjúklingi í sóttkvíHlífðarbúnaður starfsmanns hjá sjúklingi í sóttkví

      Hlífðarbúnaður starfsmanns hjá innliggjandi sjúklingi í sóttkvíÁstæða
      Sloppur
      Síðerma hlífðarsloppur, einnota eða margnota. Svunta yfir hlífðarslopp eða vatnsheldur einnota hlífðarsloppur ef hætta er á vætu.
      Til að vernda vinnufatnað gegn mengun smitefnis.
      Skurðstofugríma
      Þegar hætta er á úðasmiti (s.s. barkaþræðing, sogun með opnu sogkerfi, berkjuspeglun o.fl.) er notuð fínagnagríma FFP3.
      Ath. starfsmenn með asthma eða annan öndunarfærasjúkdóm geta átt erfitt með að vinna með fínagnagrímu í langan tíma og geta þurft að auka pústin sín.
      Til að verja vitin fyrir dropasmiti.
      Einnota hlífðargleraugu eða andlitshlíf
      Þegar hætta er á úðasmiti (s.s. barkaþræðing, sogun með opnu sogkerfi, berkjuspeglun o.fl.) veita hlífðargleraugu mögulega betri vörn en andlitshlíf.
      Til að verja augnsvæði fyrir smiti.
      Viðtakar eru í augum fyrir SARS-CoV-2.
      HanskarTil að verja hendur gegn mengun. Skipt er um hanska milli mishreinna verka hjá sama sjúklingi. Hendur eru sprittaðar eftir hanskanotkun. Handspritt drepur SARS-CoV-2.
      Hlífðarbúnaði er klæðst fyrir framan einangrunarherbergi eða í fordyri sé það til staðar. Hlífðarbúnaði er afklæðst í fordyri.

      Veggspjöld
      Klæðast hlífðarbúnaði
      Hlífðarbún-klæðst_sóttkví-COVID19.pdfHlífðarbún-klæðst_sóttkví-COVID19.pdf

      Afklæðast hlífðarbúnaði - fordyri til staðar
      Hlífðarbún-afklæðst_fordyri_sóttkví-Covid19.pdfHlífðarbún-afklæðst_fordyri_sóttkví-Covid19.pdf

      Afklæðast hlífðarbúnaði - fordyri ekki til staðar
      Hlífðarbún-afklæðst_ekki.fordyri_sóttkví_skref1-Covid19.pdfHlífðarbún-afklæðst_ekki.fordyri_sóttkví_skref1-Covid19.pdf
      Hlífðarbún-afklæðst-ekki.fordyri_sóttkví_skref2-Covid19.pdfHlífðarbún-afklæðst-ekki.fordyri_sóttkví_skref2-Covid19.pdf

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Ólöf Másdóttir
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/01/2020 hefur verið lesið 8867 sinnum