../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3338
Útg.dags.: 12/27/2022
Útgáfa: 10.0
25.00.03.04 COVID-19 - bráð notkun ytri öndunarvéla (V60) við grun um eða staðfest smit
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa notkun ytri öndunarvéla V60 í völdum tilfellum og á ákveðnum sjúkrastofum hjá sjúklingum sem eru innlagðir með öndunarbilun vegna COVID-19 og hefðbundin súrefnismeðferð dugar ekki til.
    Ef val meðferðar stendur á milli þess að nota háflæðisúrefni með háflæðitæki eða ytri öndunarvél þá ráðleggur NIH að nota háflæðisúrefni.

    Þær rannsóknir sem liggja fyrir um notkun ytri öndunarvéla (non-invasive ventilation (NIV)) við öndunarbilun af völdum COVID-19 benda til þess að slík meðferð geti komið að gagni í völdum tilfellum. Ytri öndunarvélar geta bætt súrefnismettun með því að opna lungnablöðrur og í sumum tilfellum komið í veg fyrir barkaþræðingu og meðferð með innri öndunarvél. Meðferð með ytri öndunarvélum eykur mögulega hættu á veirudreifingu.
      Hide details for Hver framkvæmirHver framkvæmir
      Hjúkrunarfræðingar og læknar, sem eru vel þjálfaðir til að veita ytri öndunarvélameðferð.
      Hide details for Efni og áhöld
Efni og áhöld

      Grímur
      Notaðar eru grímur, sem lágmarka veirudreifingu (sbr. a eða b)
      Allir sjúklingar eiga að vera með ''non-vented'' grímur og útöndunarop á barka

      Valið er á milli öndunargríma:
      a. Gríma, sem situr þétt yfir munn og nef
      b. Gríma, sem nær yfir allt andlitið (heilgríma)

      Bakteríu-/veirusía
      Alltaf er notuð bakteríu-/veirusía sem lágmarkar veirudreifingu
      Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Þegar ytri öndunarvélar eru notaðar við öndunarbilun af völdum COVID-19 skal það gert í nánu samráði við lækna á gjörgæslu sem þurfa að vera upplýstir um meðferðina og við því búnir að setja innri barkarennu ef þörf krefur og ekki er um að ræða meðferðartakmarkanir. Einstaklingar á ytri öndunarvél skulu vera í sírita.

      Ekki skal nota ytri öndunarvélar hjá einstaklingum sem eru í sjokki, með fjölkerfabilun eða meðvitundarskertir en íhuga má notkun þeirra hjá:
      1. Völdum sjúklingum með vægan ARDS þegar ekki er brýn þörf á barkaþræðingu og meðferð með innri öndunarvél
      2. Sjúklingum með meðferðartakmarkanir sem ekki eiga að fara á innri öndunarvél. Ef veita á slíka meðferð skal það gert í samráði við lungna- eða gjörgæslulækna

      Ef sjúklingur sýnir ekki merki um bata eða versnar, er mikilvægt að notkun ytri öndunarvéla tefji ekki meðferð með innri öndunarvél. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með svörun við meðferð með ytri öndunarvél.
      Merki um að meðferðin sé ekki fullnægjandi eru:
      1. takmörkuð svörun innan 6. klst. frá því meðferð hefst
      2. ekki batamerki eftir þrjá daga á meðferðinni, vaxandi öndunarerfiðleikar eða ef sjúklingur þolir ekki að koma af vélinni til skamms tíma

      Meðferð fer fram á
      Sjúkrastofum þar sem loftræsting hefur verið skoðuð og er metin ásættanleg.
      • Bráðamóttaka Fossvogi: Stofur 10,11 og 17 (loka þarf þá stofu 16)
      • A7: Stofur 17, 19, 21, 23 og 25
      • Gjörgæsla Fossvogi: Stofur 1, 2, 3 og salurinn
      • Gjörgæsla Hringbraut: Stofur 5, 1 og 3
      • Barnaspítali: Stofur 34, 36 og 39

      Við sérstakar aðstæður og í samráði við farsóttanefnd má meðhöndla sjúklinga á svæði, þar sem samsjúklingar hafa allir staðfestan COVID-19 sjúkdóm
        Búnaður starfsmanna
        Notaður er hlífðarbúnaður en til viðbótar notar starfsmaður FFP3/N99 grímu inni á stofu sjúklings

        Búnaður sjúklings
        1. Gríma, sem situr þétt yfir munni og nefi
        2. Gríma, sem fer yfir allt andlitið (heilgríma)

        Síur
        Sett er bakteríu-/veirusía á milli grímu og útöndunarops á barka (sjá mynd, ör vísar á síu)

        Skipt er um bakteríu-/veirusíu á 24 klst. fresti eða oftar því raki frá útöndunarlofti getur safnast í síuna sem getur aukið mótstöðu við flæði
          Ekki má nota rakatæki með síum

          Ef versnun verður á sjúkdómsástandi, er byrjað á því að skipta um síu strax. Rakamettuð sía getur valdið versnandi einkennum

          Að hefja og stöðva meðferð
          Fylgt er leiðbeiningum um notkun BiPAP respironics ytri öndunarvél
          • Meðferð hafin: Gríma sett á sjúkling, kveikt á ytri öndunarvél
          • Meðferð lokið: Slökkt á ytri öndunarvél, gríma fjarlægð af sjúklingi

          Loftúði
          Loftúða má ekki gefa beint í gegnum öndunarvél
          Ef lungnasérfræðingur telur nauðsynlegt að gefa loftúða, er sjúklingur tekinn úr öndunarvél á meðan að loftúðagjöf stendur, þoli hann það
          Eftirlit
          • Fylgst er náið með sjúklingi í ytri öndunarvél
          • Sjúklingur þarf að vera í sírita
          • Ráðlagt er stutt reynslutímabil í öndunarvél, um 1 klst.
          • Ef teikn eru um versnandi ástand er skipt um meðferð ef hægt er, t.d. yfir á innri öndunarvél

          Að lokinni einangrun
          • Þegar sjúklingur er laus úr einangrun í kjölfar COVID-19 smits, gildir þetta verklag ekki heldur hefðbundið verklag við meðferð með ytri öndunarvél.
          Hide details for HeimildirHeimildir
          1. NIH COVID-19 Treatment Guidelines (last updated December 16, 2021)
          2. ERS Guidelines: Management of hospitalized adults with COVID-19: a European Respiratory Society living guideline.
          3. BTS/ICS Guidance: Respiratory care in patients with Acute Hypoxaemic RespiratoryFailure associated with COVID-19

        Ritstjórn

        Alda Gunnarsdóttir
        Jordan Cunningham - jordan
        Guðrún Bragadóttir - gudbraga
        Sif Hansdóttir - sifhan
        Sigríður Heimisdóttir - sigridhe

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Sif Hansdóttir - sifhan

        Útgefandi

        Guðrún Bragadóttir - gudbraga

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 03/30/2020 hefur verið lesið 2002 sinnum