../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2341
Útg.dags.: 10/19/2023
Útgáfa: 3.0
1.06.01 Saga - innritun í legu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa innritun sjúklings í leguhluta Sögu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Innritun
    1. Innritun og aðgerðir tengdar henni eru aðgengilegar eftir þremur leiðum:
      1. Í fellivalmynd, velja "Skráning" og "Innritun..."
      2. Smellt á flýtihnappinn
      3. Hægrismella í töflunni og velja þar "Innritun..."
    2. Kennitala eða nafn sjúklings er sett í leitargluggann og smellt á "finna"
    3. Innritunargluggi með forskráðum persónuupplýsingum sjúklings úr þjóðskrá opnast. Ef sjúklingurinn er að koma í fyrsta skipti á Landspítala opnast glugginn "Persónuupplýsingar". Fyllt er út í reiti um:
      • Heimilislækni
      • Ofnæmi og aðvaranir
      • Aðstandendur
      • Tryggingalega stöðu
      • Samskiptamál ef sjúklingur talar ekki íslensku
    4. Ef sjúklingur hefur komið áður þarf að staðfesta ofangreindar upplýsingar
      • Við hverja innritun í legu
      • Þegar ný lota (legu- eða ferillota) er stofnuð
      • Á sex mánaða fresti innan hverrar lotu.
    5. Í innritunargluggann er skráð:
      • Dagssetning og tími innritunar. Hægt er að innrita fram í tímann (t.d. við innköllun af biðlista).
      • Viðeigandi atriði eru valin úr fellilistum hvers glugga fyrir sig
      • Tekin er afstaða til hvort heimsóknir eru leyfðar og hvort veita má upplýsingar um að sjúklingur sé á deildinni en taka þarf hakið úr kassanum ef það er ekki leyfilegt. Þessar upplýsingar varpast í Upplýsingabúrið "hvarer" sem sýnir staðsetningu sjúklings og má heimila/hafna heimsóknum eða gefa upplýsingar um hvort sjúklingurinn er á spítalanum eða ekki út frá því
    6. Smellt á "Áfram" þegar búið er að skrá allar upplýsingar og næsti innritunargluggi opnast
    7. Þjónustuflokkur og ábyrgur læknir er skráður ásamt heiti lotu, innritunarlækni, ábyrgum hjúkrunarfræðingi og öðrum starfsmönnum
      1. Ef verið er að innrita í legulotu er ýtt á "Áfram" til að halda skráningu áfram (sjá lið 7)
      2. Ef verið er að innrita í legulotu fram í tímann er ýtt á "Vista" og skráningu haldið áfram þegar mæting sjúklings er staðfest
      3. Ef verið er að innrita í ferillotu er ýtt á "Vista"
    8. Valið er úr fellilista herbergi og rúm
    9. Ýtt er á "Vista"

    Mæting staðfest
    Ef sjúklingur hefur verið innritaður fram í tímann þarf að staðfesta mætingu þegar hann kemur.
    1. Hægrismellt er á valinn sjúkling sem merktur er með og valið "Staðfesta mætingu"
    2. Velja "Skráning" í fellivalmynd, þá opnast gluggi og þar sem herbergi og rúm er valið

    Eyða innritun
    Aðeins er hægt að eyða innritun ef ekki er búið að skrá gögn eða flytja sjúkling á milli deilda. Nánari leiðbeiningar eru á vefsíðu Origo

    Leiðrétta innritun
    Hægt er að leiðrétta almennar upplýsingar sem skráðar voru við innritun. Hægt er að leiðrétta:
    • Innritunardagssetningu og tíma
    • Þjónustuflokk og ábyrgan meðferðaraðila
    • Flutning milli þjónustuflokka

    Nánari leiðbeiningar um innritun og leiðréttingu á innritun á vefsíðu Origo og handbók legu


    Ritstjórn

    Anna María Þórðardóttir
    Hanna K Guðjónsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Elísabet Benedikz

    Útgefandi

    Anna María Þórðardóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/02/2019 hefur verið lesið 502 sinnum