../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-026
Útg.dags.: 10/18/2019
Útgáfa: 4.0
2.02.01 Auðkenni sjúklinga
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa verklagi við merkingar sjúklinga með auðkennisarmbandi. Verklagsreglan tekur til allra sjúklinga sem innritast á Landspítala. Undantekningar eru sjúklingar sem dveljast á geðsviði, koma á göngudeild og fara ekki út af deildinni til rannsóknar og/eða fá enga ífarandi meðferð eða lyfjagjöf.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera ábyrgð á því að fara eftir verklagsreglu.

    Eftirfylgni fer fram með reglulegri könnun á hlutfalli sjúklinga sem eru auðkenndir með auðkennisarmbandi með viðeigandi upplýsingum. Framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar ákveða hvenær könnunin fer fram.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Auðkennisarmband með eftirfarandi upplýsingum er notað til merkinga:
      • Kennitala
      • Fullt nafn
      • Strikamerki
    Auðkennisarmband er prentað í gegnum sjúkraskrá.

    Auðkennisarmband sett á sjúkling
    1. Áður en sjúklingur er merktur með auðkennisarmbandi er hann beðinn um að segja nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á armbandi. Ef sjúklingur er ófær um að veita þær upplýsingar sjálfur er stuðst við auðkenningu frá aðstandendum, skilríkjum eða lögreglu. Sjúklingur er beðinn um að staðfesta auðkenni strax og hann getur.
    2. Auðkennisarmband er sett á vinstri úlnlið sjúklings sé hann rétthentur, annars á hægri úlnlið eða eftir því sem við verður komið. Þess er gætt að armbandið sé ekki of þröngt (þarf að vera hægt að smeygja fingri undir).

    Notkun auðkennisarmbands
    Persónuauðkenna á sjúkling áður en hann fær lyf, blóðinngjöf, fyrir sýnatöku eða rannsókn er framkvæmd (t.d. hjartalínurit, mæling lífsmarka, myndgreining), fyrir skurðaðgerð, svæfingu eða önnur inngrip.

    Persónuauðkenning er alltaf framkvæmd með tvöföldu kerfi:
    1. Strikamerkt armband er skannað og sjúklingur segir fullt nafn og/eða kennitölu
    2. Sjúklingur segir fullt nafn og/eða kennitölu og það er borið saman við persónuauðkenni á beiðni/lyfjaglasi/sýnaglasi. Ef sjúklingur getur ekki sagt nafn og/eða kennitölu er auðkenni staðfest af armbandi og borið saman við persónuauðkenni á beiðni/lyfjaglasi/sýnaglasi/fylgiseðli með blóðhluta

    Við útskrift
    Auðkennisarmband er fjarlægt við útskrift af spítalanum.
    Stuðst er við fyrri leiðbeiningar framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar og gögn frá
    National Patient Safety Agency; http://www.nrls.npsa.nhs.uk. Leiðbeiningar The Joint Commission, Two Patient Identifiers.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Elísabet Benedikz

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigríður Gunnarsdóttir - sigridgu
Ólafur Baldursson

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/28/2015 hefur verið lesið 3238 sinnum