../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3358
Útg.dags.: 09/10/2020
Útgáfa: 2.0
25.00.01.30 COVID-19 - sýkingavarnir á líknardeild
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa sýkingavörnum á líknardeild ef sjúklingur er með COVID-19 smit eða grun um smit.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Undirbúningur fyrir komu sjúklings á deild
    Einangrunarherbergi er undirbúið og allt fjarlægt af herberginu sem þarf ekki nauðsynlega að vera þar.

    Móttaka sjúklings
    • Starfsmaður í viðeigandi hlífðarbúnaði tekur á móti sjúklingi fyrir utan deild.
    • Sjúklingur fær aðstoð við að setja á sig fínagnargrímu án ventils, klæðast hlífðarsloppi og spritta hendur áður en hann kemur inn á deildina.
    • Gangar eru rýmdir áður en farið er með sjúklinginn þar um og öllum hurðum lokað (sjúklingarými og starfsmannarými).
    • Sjúklingi er fylgt stystu leið inn á stofu.
    • Allir snertifletir á flutningsleið eru sprittaðir þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.
    Umgengni við sjúkling
    • Reynt er að takmarka fjölda starfsmanna sem umgangast sjúkling eins og hægt er.
    • Í allri umgengni og meðferð er fylgt snerti- og dropasmitgát og klæðst viðeigandi hlífðarbúnaði. Klæðst er hlífðarbúnaði fyrir framan stofu sjúklings. Þar sem ekki er fordyri á líknardeild, er hlífðarbúnaði afklæðst (nema grímu og húfu) inni á stofu í dyragættinni áður en farið er fram. Gríma er fjarlægð um leið og komið er út af stofu og sett í poka fyrir sóttmengað rusl sem staðsettur er fyrir utan stofu.
    • Innlit til sjúklings eru vel skipulögð til að draga úr notkun á hlífðarbúnaði. Til dæmis að nýta sama innlit til morgunaðhlynningar, morgunverðar og lyfjagjafar.
    • Við frágang mataráhalda er fylgt verklagi: Einangrun - frágangur á mataráhöldum.

    Meðhöndlun á sorpi og líni
    • Fyrir utan herbergi sjúklings: Grind með poka fyrir sóttmengað rusl og grind með línpoka.
    • Inni á herbergi sjúklings: Taugrind með elikapoka og ruslapoki.
    • Rusl og úrgangur frá stofu sjúklings er meðhöndlaður skv. leiðbeiningum um sóttmengaðan úrgang.
    • Allt óhreint lín er sett í vatnsuppleysanlega poka (elikapoka) og meðhöndlað skv. verklagi um óhreint lín. Við frágang er pokinn réttur út um dyr á herbergi og settur beint ofan í línpoka.
    • Sorp og lín og flutt eins og venjulegt rusl.

    Smitgát
    • Ef grunur vaknar um COVID-19 er strax sett fínagnagríma (FFP2) án ventils á sjúkling. Sjúklingur er með grímu þar til hann er kominn í dropa- og snertismitseinangrun. Notaður er hlífðarbúnaður eins og staðfest COVID-19 smit er að ræða þar til niðurstaða fæst.
    • Beita má hópeinangrun ef fleiri en einn sjúklingur eru með staðfestan COVID-19. Þá er skipt um hanska milli sjúklinga og hendur sprittaðar en ekki annan hlífðarbúnað nema um líkamsvessamengun sé að ræða.
    • Notaður er einnota búnaður eins og hægt er við umönnun sjúklinga. Margnota sameiginlegur búnaður er hafður á herbergi sjúklings á meðan einangrun varir ogsótthreinsaður með virkoni áður en hann er fjarlægður af herbergi eða fluttur á öruggan hátt til sótthreinsunar í áhaldaþvottavél/skolpotti.
    • Ef upp koma stórvægileg frávik (t.d. rifinn hlífðarsloppur) í notkun hlífðarbúnaðar á starfsmaður að fara í sturtu og fara í hrein vinnuföt.

    Hlífðarbúnaður
    Starfsmenn nota eftirfarandi hlífðarbúnað þegar tekið er á móti sjúklingi á Landspítala og þegar farið er inn til sjúklings. Aðstandandi sjúklings á einnig að nota eftirfarandi hlífðarbúnað þegar farið er inn í herbergi sjúklings:
    • Fínagnagríma með eða án ventils, FFP2 að lágmarki
    • Fínagnagríma FFP3 við inngrip í öndunarveg
    • Hlífðargleraugu (lokuð allan hringinn) eða andlitshlíf
    • Skurðstofuhúfa
    • Einnota vatnsheldur hlífðarsloppur
    • Einnota hanskar
    Sjá nánar um notkun hlífðarbúnaðar á veggspjaldi og í myndbandi um hlífðarbúnað í snerti- og úðasmitgát.

    Heimsóknir
    Heimsóknir til sjúklinga eru takmarkaðar.
    1. Ef sjúklingur er í einangrun en ekki deyjandi má einn aðstandandi heimsækja sjúkling í eina klukkustund á dag.
    2. Ef sjúklingur er deyjandi má einn aðstandandi vera hjá sjúklingi eins og óskað er eftir.
    Flutningur
    Flutningi á inniliggjandi sjúklingi er haldið í lágmarki. Ef flytja þarf sjúkling eru skipulagðar flutningsleiðir notaðar.

    Tímalengd einangrunar
    Til að aflétta megi einangrun þurfa að vera liðnir 14 dagar frá greiningu COVID-19 og sjúklingur að vera án einkenna í a.m.k. 7 daga. Ef sjúklingur útskrifast fyrir þann tíma á hann að fara í heimaeinangrun skv. leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Einangrun á Landspítala er ekki aflétt nema í samráði við smitsjúkdómalækni. Ef sjúklingur útskrifast ekki að lokinni einangrun fer hann í bað og hrein föt á meðan herbergi er þrifið. Rúm er sótthreinsað og búið upp með hreinni sæng og kodda. COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala og taka þau um 30 mínútur.

    Andlát
    Ef andlát verður er fylgt verklagi: COVID-19 - andlát. Ekki er boðið upp á kveðjustund með presti.

    Þrif og frágangur
    • Einnota vörum er hent í glæran poka. Áður en herbergi er þrifið er lokað fyrir glæra pokann og hann settur í gulan sóttmengunarpoka sem ekki á að koma inn á stofu.
    • Sóttmengunarpokinn er settur á skol.
    • Starfsmaður ræstingar klæðist viðeigandi hlífðarbúnaði, sjá veggspjald.
    • Sjá dagleg þrif í einangrun
    • Lokaþrif: COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala.

    Skráning
    • Hefðbundin skráning í sjúkraskrá.
    • Sjúklingur er merktur á skjáborði í COVID-19 einangrun ef hann er með staðfest smit en í COVID-19 sóttkví ef slíkri smitgát er beitt.
    • Skráð eru nöfn allra sem fara inn í herbergi sjúklings (starfsmenn og aðstandendur) á sérstakt eyðublað sem geymt er fyrir utan stofu.

Ritstjórn

Margrét O Thorlacius
Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/09/2020 hefur verið lesið 691 sinnum