../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2888
Útg.dags.: 11/06/2020
Útgáfa: 6.0
27.00.06.02 COVID-19 - flutningur sjúklings sem er í einangrun

    Útg. 5 - breytingar yfirstrikaðar með gulu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa flutningi sjúklings sem er í einangrun vegna COVID-19 innanhúss, frá bráðamóttöku til legudeilda, milli legudeilda og í rannsóknir.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur og læknir sem bera ábyrgð á sjúklingi. Sérhæfður starfsmaður frá G2. Gert í samráði við vakthafandi smitsjúkdómalækni.
      Hide details for FlutningsleiðirFlutningsleiðir
      Flutningsleið er valin m.t.t. ástands sjúklings.

      Fossvogur - flutningur á milli deilda og í CT (og aðrar rannsóknir ef nauðsynlegt)
      Mögulegar flutningsleiðir:
      • G2 á E6: Farið um E2 og með lyftu á E-gangi upp á E6.
      • G2 á A7/A6/B5/B7:
        1. Farið um E2 og með lyftu á E-gangi niður í kjallara (E0) og með lyftu í kjallara (E0/B0) upp á viðkomandi deild.
        2. Farið um E2 fram í skála og með skálalyftu upp á viðkomandi deild.
      • A6/A7/B5/B7 í CT á E2:
        1. Farið niður á A0 með lyftu í A-stigagangi og með lyftu frá E0 á E2.
        2. Farið með lyftu í B-álmu niður í kjallara (B0) og með lyftu frá E0 á E2.
        3. Farið fram í skála og með skálalyftu á E2 (möguleiki fyrir B-deildir).
      • A7/B5/B7 í innlögn á E6:
        1. Farið með lyftu í A- eða B-stigagangi niður í kjallara (A0/B0) og með lyftu frá E0 á E6.
        2. Farið fram í skála og með skálalyftu á E6.
      • A6 í innlögn á E6: Farið fram í skála og beint inn á E6.

      Fossvogur - aðkoma utan frá í innlögn eða í CT
      1. Leið um A0 sóttvarnarinngang.
        • Sjúklingur sem leggst inn á A6 og A7 fer upp með lyftu í A stigagangi. Þessi leið er eingöngu fyrir sjúklinga með COVID-19 og öðrum er óheimill aðgangur. Því er ekki þörf á að kalla til öryggisverði.
        • Sjúklingur sem leggst inn á B5/B7 fer upp með lyftu frá B0. Hringja í öryggisverði til að tryggja greiða leið.
        • Sjúklingur sem kemur í hjólastól, rúmi, flutningshúddi og fer í CT á E2 eða leggst inn á E6, fer með lyftu frá E0 upp á viðkomandi deild. Hringja þarf í öryggisverði til að tryggja greiða leið.
      2. Leið um E inngang við gámabyggingu í Fossvogi fyrir sjúklinga á leið í CT sem eru
      rólfærir.
      Ganga þarf upp 10 tröppur. Starfsmaður tekur á móti sjúklingi, afhendir
      honum fínagnagrímu og aðstoðar eftir þörfum og sprittar snertifleti.

      Flutningur milli E6 og 12B
      Farið er fram í skála og með skálalyftu niður á fyrstu hæð (við matsal) og út um vestur inngang í króknum (hjá öryggisvörðum) í sendibíl LSH (matarbíl).
      Á Hringbraut er farið inn um innkeyrsludyr á vörumóttöku, í gegnum vörumóttöku við hlið sjúkrabílainnkeyrslu og inn á gang á jarðhæð. Skv. mati svæfingarlæknis/gjörgæslulæknis er sjúklingur annað hvort fluttur beint á skurðstofu með lyftu hjartaþræðingar/skurðstofugangs eða á gjörgæsludeild.
        Barnaspítali Hringsins - flutningur á Landspítala í Fossvogi
        Farið er út um brunastigagang í vesturenda D/E-álmu og með sjúkrabíl í Fossvog í Birkiborg, um A0 eða E2 til innlagnar á A6/A7/B5/B7/E6 eftir því sem við á.

        Landakot - flutningur milli deilda og til/frá Landakoti
        Notaðar eru sömu flutningsleiðir og venjulega, bæði á milli deilda og þegar sjúklingur er fluttur til/frá Landakoti.
        Hide details for Undirbúningur flutnings og frágangur eftir flutningUndirbúningur flutnings og frágangur eftir flutning
        Tímasetning flutnings er ákveðin af viðkomandi deildum og öryggisverðir látnir vita ef þörf á aðkomu þeirra
        • Vaktstjóri útskriftardeildar tryggir að viðkomandi aðilar viti af tímasetningu flutnings.
        • Vaktstjóri útskriftardeildar hringir í öryggisverði sem tryggja greiða flutningsleið ef þörf er á.

        Öryggisvörður rýmir flutningsleið og tryggir greiða leið ef þörf er á
        Sjá verklag öryggisvarða.

        Varnir sjúklings við flutning eru samkvæmt ástandi sjúklings
        • Sjúklingur er með fínagnagrímu án ventils og sprittaðar hendur.
          1. gríma er mótuð að vitum sjúklings þannig að hún hylji vitin vel. Sjúklingur má vera með súrefni í nös (lágflæði 1-5 L) ef gríman situr vel og sjúklingur er ekki með mikinn hósta.
          2. ef sjúklingur er með háflæðisúrefni, súrefni á maska, mikinn hósta eða gríma situr ekki vel á andliti er sjúklingur fluttur með flutningshúddi.
        • Sjúklingur er barkaþræddur með veirufilter á endoatracheal túpu.
        • Sjúklingur er fluttur í flutningshúddi ef hann er ekki barkaþræddur, ekki er veirufilter á túpu og hann getur ekki verið með fínagnagrímu. Ef flutningur er innanhúss er flutningshúdd pantað í síma 620 1691 en ef flutningur er á milli húsa er beðið um flutning í húddi þegar sjúkrabíll er pantaður.
        Undirbúningur starfsmanns
        • Tveir starfsmenn íklæddir hreinum hlífðarbúnaði (síðerma hlífðarslopp, skurðstofuhúfu, fínagnagrímu, hlífðargleraugum/andlitshlíf og hönskum) taka á móti sjúklingi þegar hann kemur út af óhreina svæðinu (fyrir framan millirými á COVID-deildum, á gangi á blönduðum deildum) og flytja hann á móttökudeild/í sjúkrabíl.
        • Taka með spritt til sótthreinsunar á snertiflötum á flutningsleið.
        • Taka með fínagnagrímu/skurðstofugrímu ef sjúklingur er í húddi (öryggisatriði ef þarf að opna húdd).

        Frágangur eftir flutning
        • Starfsmenn í COVID-hlífðarbúnaði sem flytja sjúkling, afklæðast hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum á móttökudeild.
        • Deild sem sjúklingur flyst frá ber ábyrgð á sótthreinsun snertiflata á flutningsleið þegar flutningur er innanhúss nema þegar sjúklingur kemur til innlagnar á A6/A7/B5 um A0 inngang, þá ber móttökudeild ábyrgð á sótthreinsun snertiflata.
        • Ef flutningur er á milli húsa bera deildir ábyrgð á sótthreinsun snertiflata á sinni flutningsleið.
        • Ef notað er flutningshúdd eru þrif og frágangur skv. leiðbeiningum um flutningshúdd.
        Fara aftur í verklagsreglu: COVID -19 (2019-nCoV, SARS-CoV-2)


      Ritstjórn

      Ásdís Elfarsdóttir
      Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
      Ólafur Guðlaugsson
      Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ásdís Elfarsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 02/05/2020 hefur verið lesið 3506 sinnum