../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-480
Útg.dags.: 06/11/2019
Útgáfa: 1.0
12.08 Þrýstingssár
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Ábyrgð á framkvæmd er skilgreind í vinnulýsingum.
    Hide details for SkilgreiningarSkilgreiningar
    Þrýstingssár
    Þrýstingssár er staðbundin vefjaskemmd í húð og/eða undirliggjandi vef, sem orsakast af þrýstingi, núningi, togi eða samblandi af þessu öllu. Þrýstingssár myndast oftast yfir útstæðum beinum og eru stiguð eftir alvarleika vefjaskemmdar.

    Þrýstingur
    Þrýstingur (interface pressure) á líkamsflöt er sá kraftur sem virkar lóðrétt milli líkama og undirlags. Þessi þrýstingur er háður stífleika og þykkt undirlags, vefjagerð og umfangi þess líkamsflatar sem snertir undirlag.

    Tog
    Tog (shear) myndast þegar bein og djúpvefir síga niður vegna áhrifa þyngdaraflsins en húðin situr eftir kyrr á undirlaginu. Þegar slíkt tog, ásamt þrýstingi, verður í undirlögum húðarinnar geta smærri æðar lagst saman og slitnað í sundur og valdið þannig vefjaskemmd. Tog myndast til dæmis þegar sjúklingur sígur niður í rúmi eða stól. Tog getur einnig myndast þegar viðkvæmir staðir eru nuddaðir.

    Núningur
    Núningur (friction) myndast þegar yfirborð tveggja laga, t.d. húðar og laks, hreyfast hvort í sína áttina. Við það getur efsta lag húðarinnar skaddast. Þetta getur gerst þegar verið er að hagræða einstaklingi ef ekki eru notuð rétt handtök. Einnig getur þetta gerst hjá einstaklingum með ósjálfráðar hreyfingar.

    Undirlag
    Þegar talað er um undirlag er átt við þann hluta rúms eða hjálpartækis sem liggur að sjúklingnum, t.d. dýnu, sessu, arm eða höfuðpúða.

    Þrýstingsdreifing
    Með þrýstingsdreifingu er átt við það þegar leitast er við að draga úr eða létta þrýstingi af ákveðnum svæðum líkamans.
    Sá þrýstingur sem veldur því að háræðar lokast er metinn 28-32 mmHg í heilbrigðum einstaklingum, en getur minnkað niður í 12 mmHg hjá einstaklingum í áhættuhópi.
    Undirlag sem dregur úr þrýstingi lækkar þrýsting á afmörkuðum svæðum miðað við það sem venjulegt undirlag gerir. Ekki er þó öruggt að þrýstingur minnki það mikið að hann sé lægri en sá þrýstingur sem lokar háræðum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Mat á þrýstingssárahættu við innlögn og í legu
    1. Hjúkrunarfræðingur og læknir skoða og meta húð sjúklings við innlögn. Ef sár greinist er það stigað og skráð.
    2. Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði framkvæmir áhættumat með Bradenkvarða og skráir niðurstöður í sjúkraskrá undir lífsmörk og mælingar.
      1. Ef ekki er hætta á myndun þrýstingssára skv. Bradenkvarða (>18 stig) er sjúklingur endurmetinn vikulega eða fyrr ef ástand hans versnar.
      2. Ef hætta er á myndun þrýstingssára skv. Bradenkvarða (18 stig) er ástand húðar metið tvisvar á dag og viðeigandi þrýstingssáravörnum beitt.

    Varnir gegn myndun þrýstingssára hjá sjúklingum í áhættu
    Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði
    Meðferð þrýstingssára
    Ef sjúklingur er með þrýstingssár er viðeigandi sárameðferð veitt auk varna gegn myndun þrýstingssára. Fylgt er verklagi HAMUR - þrýstingssáravarnir. Ef þörf er á sérfræðiráðgjöf er beiðni um ráðgjöf send á sáramiðstöð.

    Útskrift eða flutningur milli þjónustustiga
    Hjúkrunarfræðingur útbýr hjúkrunarbréf þar sem eftirfarandi atriði koma fram:
    • Greindir áhættuþættir
    • Ástand húðar fyrir útskrift
    • Stigun, staðsetning, stærð og ástand sára sem eru til staðar
    • Saga um sár og fyrri meðferðir
    • Tegund umbúða og tíðni umbúðaskipta
    • Þörf fyrir viðbótarnæringu (t.d. næringardrykki)
    • Hjálpartæki sem sjúklingur þarfnast, t.d. rúm, dýna, sessa og hælahlíf.
    • Niðurstöður heimilisathugunar og/eða ráðgjafar frá iðjuþjálfa ef hún hefur verið gerð
    • Áætlun um eftirfylgd

    Úttekt
    Á þeim deildum sem öryggiskross hefur verið innleiddur, er skráð daglega hvort ný þrýstingssár hafi myndast. Upplýsingum er safnað reglulega um tíðni þrýstingssára á Landspítala.

    Ritstjórn

    Berglind G Chu
    Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
    Guðný Einarsdóttir - gudnye
    Ingibjörg Sigurþórsdóttir
    Sigrún Sunna Skúladóttir
    Margrét Sjöfn Torp
    Kristrún Þórkelsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Sigrún A Hafsteinsdóttir
    Gunnar Auðólfsson
    Lilja Þyri Björnsdóttir

    Útgefandi

    Kolbrún Gísladóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/03/2017 hefur verið lesið 1649 sinnum