../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-166
Útg.dags.: 12/14/2020
Útgáfa: 3.0
1.06.01 Hjúkrunarbréf - skráning
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu hjúkrunarbréfs.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur sjúklings gerir hjúkrunarbréf fyrir útskrift fyrir sjúkling sem flyst á milli stofnana eða fær heimahjúkrun. Bréfið er sent rafrænt þar sem því er við komið.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    1. Hjúkrunarbréf er búið til í eyðublöðum í Sögu og sett í samskipti "Hjúkrun" í legulotunni. Ef samskiptin "Hjúkrun" eru ekki til þarf að búa þau til. Hægt er að stofna eyðublað með eftirfarandi leiðum:
      • Með því að nota hnappastiku
      • Ýta á hnapp hægra megin við eyðublaðaglugga
      • Í fellivallista "Eyðublöð - Nýtt blað"
      • Með flýtileið "Ctrl + N"
      • Velja úr flýtihnöppum hafi þeir verið virkjaðir
    2. Viðtakandi er skráður með því að:
      • Smella á hnapp með þrem punktum og velja úr lista með öllum heilbrigðisstofnunum á landinu.
      • Skrifa beint í reitinn ef viðtakandi er ekki í skránni.
    3. Persónuupplýsingar eru yfirfarnar og uppfærðar.
    4. Að minnsta kosti ein sjúkdómsgreining og hjúkrunargreiningar eru skráðar eins og við á.
    5. Eiginlegt textainnihald hjúkrunarbréfs er skráð í reitinn innihald. Flýtitexti "Hjúkrunarbréf" er valinn úr flýtitexta deildar með því að ýta samtímis á "Ctrl+Shift+T"
    6. Hægt er að afrita upplýsingar úr upplýsingaskrá, útskriftaráætlun, textasýn eða öðrum eyðublöðum.
    7. Eyðublaðið er staðfest:
      • Með því að ýta á lásinn hægra megin við eyðublaðagluggann
      • Með flýtileið "Ctrl + F".
    8. Hjúkrunarbréfið er sent rafrænt. Ef ekki er boðið upp á rafræna móttöku er það prentað út og sent í ábyrgðarpósti eða með sjúklingi.

    Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru í myndbandi Landspítala og í leiðbeiningum Landspítala um útfyllingu hjúkrunarbréfs.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/16/2016 hefur verið lesið 899 sinnum