../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-1100
Útg.dags.: 08/09/2023
Útgáfa: 3.0
2.01.07.03 Ráðgjöf sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræðum
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa verklagi við ráðgjöf sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræðum varðandi þjónustu við sjúklinga sem eru á ábyrgð Landspítala.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Framkvæmdastjóri sviðs eða deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Ráðgjöf ákveðin og pöntuð
    1. Ábyrgur hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir óskar ráðgjafar:
      1. með símtali við sérfræðing
      2. með tölvupósti án persónugreinanlegra upplýsinga til sérfræðings
      3. sem erindi í Heilsugátt til sérfræðings
    2. Forgangur ráðgjafar er ákveðinn:
      1. tafarlaus ráðgjöf er veitt innan tveggja klukkustunda. Gildir um bráðveika sjúklinga og þegar flýta þarf ákvörðun um innlögn, meðferð eða útskrift sjúklings.
      2. áríðandi ráðgjöf er veitt samdægurs. Gildir um flest tilvik.
      3. ráðgjöf veitt síðar samkvæmt samkomulagi. Gildir um tilvik þar sem ekki er þörf á ráðgjöf samdægurs.
      4. símaráðgjöf.
    3. Umbeiðandi skráir beiðni um ráðgjöf í sjúkraskrá. Valin er deildin ráðgefandi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður og viðtakandi valinn.

    Ráðgjöf veitt
    1. Sérfræðingur í hjúkrun eða ljósmóðurfræðum veitir ráðgjöf.
      1. Við símaráðgjöf ritar beiðandi hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir niðurstöður símtals í ráðgjafabeiðni og sendir til samþykktar.
      2. Við samráðskvaðningu framkvæmir ráðgefandi sérfræðingur í hjúkrun eða ljósmóðurfræðum skoðun og mat á sjúklingi innan skilgreinds tíma frá því beiðni berst.
    2. Ráðgefandi sérfræðingur getur þess í ráðgjafasvari hvort hann hyggst fylgja sjúklingi eftir eða ekki. Hann og umbeiðandi ákveða hvernig eftirfylgd verður háttað.
    3. Ráðgefandi sérfræðingur skráir niðurstöður og ráðleggingar í eyðublaðið ráðgjöf í sjúkraskrá.
    4. Eyðublaðið er staðfest og við það sendist tölvupóstur á umbeiðanda í sjúkraskrá. Sá sem veitir ráðgjöf ritar einnig í Meðferðaryfirlit í framvindu við viðeigandi hjúkrunargreiningu að ráðgjöf hafi verið skráð í Eyðublaðið "Ráðgjöf".
    5. Umbeiðandi les niðurstöðu í sjúkraskrá.
    6. Ef ráðgefandi hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir ákveður að taka yfir meðferð er ráðgjafabeiðninni svarað sbr. að ofan en áframhaldandi meðferð er skráð í meðferðarseðil í samskiptin hjúkrun í ferli- eða legulotu. Ef veita þarf frekari meðferð á legudeild leggur sérfræðingur upp meðferðaráætlun í Meðferðareiningu.

    Sjúklingur ekki inniliggjandi á legudeild
    1. Ef ráðgefandi sérfræðingur ráðleggur áframhaldandi meðferð á göngu- eða dagdeild ritar hann það í ráðgjafasvar og skráir sjúkling í Afgreiðslukerfi. Áframhaldandi meðferð er skráð í Meðferðarseðil eða Göngudeildarnótu. Ef sjúklingur á lotu á viðkomandi göngudeild er sú lota notuð, annars er stofnuð ný ferlilota og hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir skráir sig ábyrgan á þá lotu.
    2. Fari ráðgefandi sérfræðingur í vitjun heim til sjúklings ritar hann það í ráðgjafasvar og skráir vitjun í Afgreiðslukerfi. Meðferð er skráð í Meðferðarseðil eða Göngudeildarnótu. Ef sjúklingur á lotu á viðkomandi göngudeild er sú lota notuð, annars er stofnuð ný ferlilota og hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir skráir sig ábyrgan á þá lotu.
    3. Ef ráðgefandi sérfræðingur hringir í sjúkling ritar hann það í ráðgjafasvar og skráir símtalið í Afgreiðslukerfi. Símtalið er skráð í eyðublaðið Símtal/tölvupóstur. Ef um meðferðarsamtal var að ræða er það skráð í Meðferðarseðil. Ef sjúklingur á opna lotu á viðkomandi göngudeild er skráningin sett í síðustu komu í lotunni, annars eru samskiptin sett niður í "Samskipti".

    Ritstjórn

    Anna María Þórðardóttir
    Hanna K Guðjónsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk

    Útgefandi

    Anna María Þórðardóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/18/2018 hefur verið lesið 535 sinnum