../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-435
Útg.dags.: 05/07/2024
Útgáfa: 3.0
12.08.01 Þrýstingssár - skráning
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu varðandi þrýstingssár og hættu á myndun þrýstingssára í sjúkraskrá og í atvikaskrá.
    Skráning gildir bæði um þrýstingssár sem sjúklingur er með við komu á spítalann og um þrýstingssár sem sjúklingur fær í legu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    • Hjúkrunarfræðingur skráir í:
      • Upplýsingaskrá við innlögn og í legu hvort merki eru um þrýstingssár við húðskoðun.
      • Lífsmörk og mælingar niðurstöðu áhættumats.
      • Meðferðareiningu viðeigandi hjúkrunargreiningar, meðferðir og verkþætti ásamt framvindu.
    • Læknir eða hjúkrunarfræðingur skráir viðeigandi sjúkdómsgreiningu.
    • Heilbrigðisstarfsmenn skrá í atvikaskráningarkerfi.
    • Gæðastjóri áhættumetur og flokkar atvik.
    • Stjórnendur vinna úr atviki og koma af stað umbótum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for UpplýsingaskráUpplýsingaskrá
      Hjúkrunarfræðingur
      • Skráir upplýsingar um að sjúklingur sé með þrýstingssár í upplýsingaskrá sjúklings innan átta klst. frá komu og/eða þegar þrýstingssár myndast í legu.
      • Valið er ,,Þrýstingssár” í fellivalglugga í kaflanum Öryggi og varnir", sjá mynd 1.

      Lýsing á þrýstingssári er skráð í frjálsan texta í reitinn fyrir aftan fellivalgluggann. Skráð eru einkenni þrýstingssárs og staðsetningu þess. Einnig er tekið fram hvort þrýstingssárið var til staðar við innlögn, sjá mynd 2.
      Hide details for HjúkrunarferliHjúkrunarferli
      Hætta á þrýstingssári
      Ef sjúklingur reynist í áhættu fyrir myndun þrýstingssára, samkvæmt áhættumati eða klínísku mati, er hjúkrunargreiningin „Hætta á þrýstingssári“ skráð í meðferðareiningu sjúkraskrár.
      • Valdir eru allir verkþættir undir meðferðinni „Varnir gegn myndun þrýstingssára“ og einstaklingshæfð áætlun skráð í athugasemdadálk (info) undir hverjum verkþætti. Hver verkþáttur undir þessari meðferð snýr að einum verkþætti í HAMUR, sjá nánar á mynd 3.
      • Valinn er verkþátturinn „Endurmat áhættu“ undir meðferðinni „Greining áhættuþátta“, sjá dæmi á mynd 3.
      Þrýstingssár
      Ef sjúklingur er með þrýstingssár er hjúkrunargreiningin „Þrýstingssár“ valin í meðferðareiningu. Staðsetning þrýstingssárs er skráð í athugasemdadálk (info).
      • Meðferðin „Sárameðferð“ er valin og einstaklingshæfð áætlun skráð í athugasemdadálk (info) undir þeim verkþáttum sem valdir eru.
      • Verkþátturinn „Þrýstingi aflétt af sári“ er ávallt valinn.
      Sjúklingur getur haft báðar hjúkrunargreiningar virkar samtímis.
      Hide details for Sjúkdómsgreining ICD-10Sjúkdómsgreining ICD-10
      Læknir eða hjúkrunarfræðingur skráir sjúkdómsgreiningu um þrýstingssár og velur einn af eftirfarandi ICD-10 kóðum:
      • L89 Legusár og þrýstingssvæði
      • L89.0 Legusár stig I og þrýstingssvæði
      • L89.1 Legusár, stig II
      • L89.2 Legusár, stig III
      • L89.3 Legusár, stig IV
      • L89.9 Legusár og þrýstingssvæði, ótilgreint
      Hide details for AtvikaskráningAtvikaskráning
      Öll þrýstingssár sem myndast á Landspítala eru skráð sem atvik.
      Allir heilbrigðisstarfsmenn geta skráð atvik.

      Valinn er kjarni og deild þar sem þrýstingssárið er uppgötvað.


      Undir flipanum Stöðluð lýsing" er hakað í atriði númer 7 Atvik tengd umhverfi/aðstæðum". Hakað er við Annað" og skrifað Þrýstingssár í dálkinn þar fyrir aftan, sjá mynd 6.



      Neðst í flipanum stöðluð lýsing er skráð í reitinn „Nánari lýsing á atvikinu“, sjá dæmi á mynd 7. Þar er skráð nánari lýsing á aðdraganda þess að þrýstingssárið myndaðist ásamt lýsingu á þrýstingssárinu sjálfu. Ef sjúklingur er að koma frá annarri deild og talið er að þrýstingssárið hafi myndast þar, er það skráð hér.



      Undir flipanum „Afleiðingar" er hakað í „Já" fyrir aftan textann „Voru afleiðingar vegna atviks“, síðan er hakað í lið númer 1 „Áverkar" og að lokum hakað við „Þrýstingssár", sjá mynd 8.



      Undir flipanum „Viðbrögð deildar“ er skráð í frjálsum texta í reitinn „Viðbrögð við atviki“, sjá mynd 9. Viðbrögð lýsa því hvernig brugðist var við atvikinu t.d. að settar hafi verið hælahlífar á sjúkling. Tekið er fram hvort gera þurfi aðrar ráðstafanir eins og framkvæma nýtt áhættumat, nota HAMUR þrýstingssáravarnir hjá sjúklingi, endurskoða hjúkrunargreiningar o.s.frv.
      Hide details for Úrvinnsla atviksÚrvinnsla atviks
      • Gæðastjóri áhættumetur og flokkar atvik.
      • Stjórnandi á deild:
        • Sér um úrvinnslu atviks og skráir niðurstöður í atvikaskrá.
        • Fylgir því eftir að umbætur verði gerðar til að fyrirbyggja frekari myndun þrýstingssára á deild.
        • Skráir hvaða úrvinnsla var viðhöfð á deildinni hafi það ekki komið áður fram í dálkinn „Niðurstaða" undir flipanum „Útfyllist af yfirlækni/deildarstjóra“, sjá mynd 10. Dæmi um viðbrögð, úrvinnslu og niðurstöður eru: Unnið er skv. eyðublaðinu HAMUR-þrýstingssáravarnir, loftdýna tekin í notkun og hjúkrunargreining endurskoðuð.
        • Skipuleggur umbótavinnu varðandi þrýstingssáravarnir á deild til að læra af atviki og fyrirbyggja myndun frekari þrýstingssára á deild. Því er lýst í niðurstöðum hvernig þeirri vinnu verður háttað og hver sé ábyrgðaraðili umbótavinnu.
        • Hakar við að úrvinnslu atviks sé lokið þegar ofangreindum þáttum er lokið.

Ritstjórn

Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Guðrún Bragadóttir - gudbraga
Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
Hulda Margrét Valgarðsdóttir - huldamv
Margrét Sjöfn Torp
Kristrún Þórkelsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/03/2017 hefur verið lesið 632 sinnum