Um Less flutningshúdd
Less flutningshúdd í rauðri flutningstösku.
Mál í centimetrum (L/B/H): 200 x 67 x 38
Hámarksþyngd sjúklings: 135kg
Skilgreining
Less flutningshúdd er lítil hreyfanleg einangrunareining sem getur hindrað dreifingu örvera frá sjúklingi við flutnings hans og þar með dregið úr smithættu til starfsmanna og mengun út í umhverfið.
Virkni loftræstingar í Less flutningshúddinu
Loftið fer inn í húddið fer í gegnum filtera til fóta sem hreinsar það af örverum og ofnæmisvöldum. Loft í húddinu er sogað út í gegnum filtera við höfðalag og á þann hátt skapast neikvæður þrýstingur í húddinu og hreinu lofti er dælt út.
Varúð
Ef súrefnisinnihald húddsins er undir 19,5% skal tengja súrefni við húddið í gegnum sérstakan inngangsstað. Setjið mettunarmæli á sjúkling og gefið súrefni skv. fyrirmælum læknis ef súrefnismettun gefur tilefni til.