../ IS  
Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer: LSH-2990
Útg.dags.: 02/13/2020
Útgáfa: 1.0
27.00.06.03.02 COVID-19 - flutningshúdd
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa notkun á flutningshúddum sem notuð eru við flutning sjúklinga með smitandi sjúkdóma.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur/læknir/sérhæfður starfsmaður á G2 fyrir flutning sjúklings. Tvo starfsmenn þarf við uppsetningu húdda. Skrá skal notkun húdds í skráningarbók sem fylgir húddi, dagsetningu notkunar, fyrir hvern húdd var notað og hver framkvæmdi þrif.
    Hide details for Rautt húdd (LESS)Rautt húdd (LESS)
      Hide details for Um Less flutningshúdd Um Less flutningshúdd
      Less flutningshúdd í rauðri flutningstösku.
        Mál í centimetrum (L/B/H): 200 x 67 x 38
        Hámarksþyngd sjúklings: 135kg

      Skilgreining
      Less flutningshúdd er lítil hreyfanleg einangrunareining sem getur hindrað dreifingu örvera frá sjúklingi við flutnings hans og þar með dregið úr smithættu til starfsmanna og mengun út í umhverfið.

      Virkni loftræstingar í Less flutningshúddinu
      Loftið fer inn í húddið fer í gegnum filtera til fóta sem hreinsar það af örverum og ofnæmisvöldum. Loft í húddinu er sogað út í gegnum filtera við höfðalag og á þann hátt skapast neikvæður þrýstingur í húddinu og hreinu lofti er dælt út.

      Varúð
      Ef súrefnisinnihald húddsins er undir 19,5% skal tengja súrefni við húddið í gegnum sérstakan inngangsstað. Setjið mettunarmæli á sjúkling og gefið súrefni skv. fyrirmælum læknis ef súrefnismettun gefur tilefni til.

      Hide details for Uppsetning og notkunUppsetning og notkun
      Uppsetning á Less flutningshúddi
      • Hafið rúm/vagn til reiðu.
      • Opnið stærri rauðu töskuna og takið húddið úr henni og setjið á vagninn/rúmið.

      • Setjið enda hvítu armana í þar til gerðar festingar og rennið rennilásnum allan hringinn þannig að húddið myndar bragga.


      • Í minni rauðu töskunni eru filterar, útsogsdæla og eitt par af hönskum. Fjarlægið plast og innsigli af filterum.
      • Við höfðalag: Skrúfið 3 filtera á innra byrði á enda húddsins við höfðalag til að sía loftið sem fer úr húddinu og festið útsogsdæluna í þar til gerða festingu úr frönskum rennilás og skrúfið útsogspípur á þar til gerða staði á ytra byrðið.
      • Til fóta: Skrúfið 3 filtera á ytra byrði á enda húddsins til fóta til að sía innöndunarloft.
      • Kannið hvort tengingar séu í lagi og þéttar, kveikið á dælunni og staðfestið að loftið blási upp úr dælunni. Hleðslutækið á að vera í vasa til hliðar við útsogsdæluna ef þarf að grípa til þess meðan sjúklingur er í flutningshúddinu.


      • Varist að skrúfa filtera of fast á húddið, það getur brotið eða afmótað skrúfganginn á filterunum og haft áhrif á virkni þeirra.
      • Eitt par af hönskum fylgir húddinu og það er sett á hentugan stað á húddið í gegnum þar til gerð inngangsop til að hægt sé að sinna sjúklingnum. Festa þarf hanskana með rauðri teygju sem er vafin tvisvar sinnum kringum inngangsopið til að hanskarnir haldist kyrrir.

        Flutningur
        Þeir sem sjá um flutning skulu klæðast hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum hverju sinni.
        Setjið sjúklinginn í flutningshúddið og tryggið að súrefnismettunarmælir sé á honum, rennið rennilásnum alla leið til að loka húddinu, hafið súrefniskút meðferðis á vagninum tengið súrefni og stillið fjölda lítra skv. fyrirmælum læknis.
          Hide details for Að loknum flutningi - þrif og sótthreinsunAð loknum flutningi - þrif og sótthreinsun
          Að loknum flutningi
          Þegar flutningi er lokið skal renna rennilásnum og loka húddinu. Þegar farið er með húddið úr stofu sjúklings skal það þrifið að utan með Virkoni.
          Því næst skal í samráði við sýkingavarnadeild, fara með flutningshúddið í rými þar sem hægt er að þrífa það og sótthreinsa á viðeigandi hátt.
            Þrif og sótthreinsun á Less flutningshúddi
            Hafa þarf í huga hvaða örveru er um að ræða þegar ákvörðun um þrif og sótthreinsiefni er tekin. Ákvörðun í samráði við sýkingavarnadeild.
            • Klæðist hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum.
            • Opnið húddið og fjarlægið útsogsfiltera inni í húddinu og útsogsdæluna og slöngurnar. Þrífið og sótthreinsið með Virkoni, varist að vatn berist inn í dæluna eða hleðslutækið.
            • Fjarlægið filterana á ytri enda húddsins til fóta og þrífið og sótthreinsið með Virkoni.
            • Hanskar eru fjarlægðir og lagðir í virkonlausn eða þeim hent.
            • Þrífið og sótthreinsið húddið að innan með Virkoni, vandið þrifin kringum öll inngangsop og kringum tengingar fyrir filtera.
            • Þrífið og sótthreinsið húddið að utan með Virkoni.
            • Þegar húddið hefur þornað skal ganga frá því í viðeigandi töskur og setja á geymslustað.
            • Þegar þrifin fara fram skal skoða skrúfganga til að staðfesta að þeir séu heilir. Skemmdir skrúfgangar geta haft áhrif á einangrunargetu húddsins.

            Ef húddið hefur verið notað í aðstæðum þar sem um er að ræða óþekkta örveru eða örveru sem er skilgreind sem áhættuörvera getur þurft að farga húddinu sem áhættusorpi. Ákvörðun um þetta er tekin af sýkingavarnadeild.
          Hide details for Grátt húdd (Iso Ark)Grátt húdd (Iso Ark)
            Hide details for Um IsoArk flutningshúddUm IsoArk flutningshúdd
            IsoArk flutningshúdd í grárri flutningstösku.
            Mál í centimetrum (L/B/H): 198 x 52 x 60
              Skilgreining: IsoArk flutningshúdd er hreyfanleg einangrunareining sem getur hindrað dreifingu örvera frá sjúklingi við flutnings hans og þar með dregið úr smithættu til starfsmanna og mengun út í umhverfið.

              Virkni loftræstingar í IsoArk flutningshúddinu
              Loftið fer inn um filterinn til fóta sem hreinsar það af örverum og ofnæmisvöldum. Loft í húddinu er sogað út í gegnum filter við höfðalag og á þann hátt skapast neikvæður þrýstingur í húddinu og hreinu lofti er dælt út.



                Varúð
                Ef súrefnisinnihald húddsins er undir 19,5% skal tengja súrefni við húddið í gegnum sérstakt inngangsop. Setjið mettunarmæli á sjúkling og gefið súrefni skv. fyrirmælum læknis ef súrefnismettun gefur tilefni til.
                Hide details for Uppsetning og notkunUppsetning og notkun
                Uppsetning IsoArk flutningshúdds
                • Hafið rúm/vagn til reiðu.
                • Opnið stærri stóru gráu töskuna og takið húddið úr henni og setjið á vagninn/rúmið. Taskan er þung (30 kg) og það þarf tvo til að lyfta henni og tjalda húddinu.


                • Fjarlægið súlurnar sem eru í vasa á neðanverðum botni húddsins og leggið til hliðar. Öryggisbelti til að festa húddið við bekk eru á neðanverðum botni húddsins og öryggisbelti til að festa sjúklinginn eru í húddinu á innanverðum botni þess.
                • Setjið útsogsfilterinn, dæluna/rafhlöðuna, barkann og gráu töskuna með ýmsum fylgihlutum til hliðar.
                • Þræða skal öryggisbeltin fyrir sjúklinginn í gegnum plasthlífar í innanverðum botni húddsins og draga út plasttjaldið.
                • Filter fyrir innöndunarloft er fastur á enda húddsins til fóta.


                • Setja skal súlurnar í þar til gerðar festingar (augu) á húddinu, fyrsta súlan er með op í báða enda og er fest í pinna sem er fastur við tjaldið (augað) til fóta. Önnur og þriðja súlan eru með mjóum enda öðru megin sem fer í gegnum auga og inn í fyrri súluna. Súlan við höfðalag tengist við þriðju súluna eins og áður er lýst en læsist með pinna sem er festur með keðju við síðustu súluna.
                • Lokið rennilásnum allan hringinn. Súlurnar halda húddinu strekktu.


                • Tengja skal filterinn fyrir útsogsloftið í þar til gerða festingu við höfðalag, hliðin með 4 jafn stórum pinnum skal snúa að húddinu. Snúið filternum aðeins til vinstri og setjið pinnana í götin og snúið til hægri þar til þeir festast. Festið filterinn við húddið með svörtu öryggisbandi.
                • Tengið barkann við filterinn (og festið með plastfestingu til öryggis) og dæluna/rafhlöðuna og tryggið að báðar hosurnar séu vel festar. Setjið dæluna/rafhlöðuna í vasa við höfðalagið, hægt er að setja rafhlöðuna í samband ef nota þarf húddið í lengri tíma.


                • Fjögur pör af hönskum eru fastir við húddið og tilbúnir til notkunar, hægt er að skipta um hanska. Op eru á húddinu til að hægt sé að gefa súrefni í húddið, sérstakur vasi er á húddinu við höfðalag þar sem hægt er að færa sjúklingi mat og drykk ef hann þarf að vera lengi í húddinu. Hita og rakamælir er á húddinu.

                Flutningur
              Þeir sem sjá um flutning skulu klæðast hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum hverju sinni.
                Setjið sjúklinginn í flutningshúddið og tryggið að súrefnismettunarmælir sé á honum, rennið rennilásnum alla leið til að loka húddinu, hafið súrefniskút meðferðis á vagninum tengið súrefni og stillið fjölda lítra skv. fyrirmælum læknis.

                Hide details for Að loknum flutningi - þrif og sótthreinsunAð loknum flutningi - þrif og sótthreinsun
                Að loknum flutningi
                Þegar flutningi er lokið skal renna rennilásnum og loka húddinu. Þegar farið er með húddið úr stofu sjúklings skal það þrifið að utan með Virkoni.
                Því næst skal í samráði við sýkingavarnadeild, fara með flutningshúddið í rými þar sem hægt er að þrífa það og sótthreinsa á viðeigandi hátt.
                  Þrif og sótthreinsun á IsoArk flutningshúddi
                  Hafa þarf í huga hvaða örveru er um að ræða þegar ákvörðun um þrif og sótthreinsiefni er tekin. Ákvörðun í samráði við sýkingavarnadeild.
                  • Klæðist hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum.
                  • Fjarlægið rafhlöðuna/dæluna úr töskunni og losið hosuna frá. Þrífið dæluna/rafhlöðuna með Virkoni, leggið á hreint borð.
                  • Aftengið barkann frá filternum og þrífið hann, leggið á hreint borð.
                  • Losið filterinn frá húddinu og þrífið hann, leggið á hreint borð.
                  • Fjarlægið stangirnar af húddinu, byrjið á stöngunum við höfðalagið. Þrífið hverja stöng með Virkoni og leggið á hreint borð.
                  • Opnið húddið og þrífið það að innan með Virkoni, losið öryggisbeltin úr plasthlífunum og þrífið þau einnig með Virkoni og leggið í hreint húddið. Þrífið líka hanskana.
                  • Þrífið húddið að utan með Virkoni og látið það standa vel opið meðan það þornar. Þegar allt er orðið þurrt skal pakka húddinu aftur í gráu töskuna.

                  Ef húddið hefur verið notað í aðstæðum þar sem um er að ræða óþekkta örveru eða örveru sem er skilgreind sem áhættuörvera getur þurft að farga húddinu sem áhættusorpi. Ákvörðun um þetta er tekin af sýkingavarnadeild.

              Ritstjórn

              Ásdís Elfarsdóttir
              Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
              Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

              Samþykkjendur

              Ábyrgðarmaður

              Ásdís Elfarsdóttir

              Útgefandi

              Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

              Upp »


              Skjal fyrst lesið þann 02/05/2020 hefur verið lesið 2229 sinnum