../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2888
Útg.dags.: 11/17/2022
Útgáfa: 9.0
25.00.06.02 COVID-19 - flutningur sjúklings sem er í einangrun

    Útg. 9 - Breytingar gular
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa flutningi sjúklings sem er í einangrun vegna COVID-19, frá bráðamóttöku til legudeilda, milli legudeilda og í rannsóknir.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Lækir/hjúkrunarfræðingur/flutningsaðili sem bera ábyrgð á sjúklingi.
    Öryggisvörður skv. lýsingu í framkvæmd.
      Hide details for FlutningsleiðirFlutningsleiðir
      • Flutningsleið er valin m.t.t. ástands sjúklings.
      • Einfaldast er að nota hefðbundnar leiðir við flutning sjúklings á milli deilda en hjúkrunarfræðingur/læknir/flutningsaðili sem bera ábyrgð á sjúklingi ákveða flutningsleið og meta þörf á aðkomu öryggisvarða.
      • Aðkoma öryggisvarða er nauðsynleg þegar verið er að flytja sjúkling í húddi en er annars metin út frá aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig.
      • Ekki skulu aðrir en sjúklingur og flutningsaðilar vera í lyftu ef hennar er þörf við flutning.
      Mögulegar flutningsleiðir í Fossvogi við flutning milli deilda og í CT (og aðrar rannsóknir ef nauðsynlegt)
      • G2 á E6: Farið um E2 og með lyftu á E-gangi upp á E6.
      • G2 á A7/A6/B5/B7:
        1. Farið um E2 og með lyftu á E-gangi niður í kjallara (E0) og með lyftu í kjallara (E0/B0) upp á viðkomandi deild.
        2. Farið um E2 fram í skála og með skálalyftu upp á viðkomandi deild.
      • A6/A7/B5/B7 í CT á E2:
        1. Farið niður á A0 með lyftu í A-stigagangi og með lyftu frá E0 á E2.
        2. Farið með lyftu í B-álmu niður í kjallara (B0) og með lyftu frá E0 á E2.
        3. Farið fram í skála og með skálalyftu á E2 (möguleiki fyrir B-deildir).
      • A7/B5/B7 í innlögn á E6:
        1. Farið með lyftu í A- eða B-stigagangi niður í kjallara (A0/B0) og með lyftu frá E0 á E6.
        2. Farið fram í skála og með skálalyftu á E6.
      • A6 í innlögn á E6: Farið fram í skála og beint inn á E6.

      Fossvogur - aðkoma utan frá í innlögn eða í CT
      1. Leið um A0 sóttvarnarinngang.
        • Sjúklingur sem leggst inn á A6 og A7 fer upp með lyftu í A stigagangi. Þessi leið er eingöngu fyrir sjúklinga með COVID-19 og öðrum er óheimill aðgangur. Ekki þörf á aðkomu öryggisvarða.
        • Sjúklingur sem leggst inn á B5/B7 fer upp með lyftu frá B0.
        • Sjúklingur sem kemur í hjólastól, rúmi, flutningshúddi og fer í CT á E2 eða leggst inn á E6, fer með lyftu frá E0 upp á viðkomandi deild.
      2. Leið um E inngang við gámabyggingu í Fossvogi fyrir rólfæra sjúklinga á leið í CT.
      Ganga þarf upp 10 tröppur. Starfsmaður tekur á móti sjúklingi, afhendir
      honum fínagnagrímu og aðstoðar eftir þörfum og sprittar snertifleti.

      Flutningur milli E6 og 12B
      Farið er fram í skála og með skálalyftu niður á fyrstu hæð (við matsal) og út um vestur inngang í króknum (hjá öryggisvörðum) í sendibíl LSH (matarbíl).
      Á Hringbraut er farið inn um innkeyrsludyr á vörumóttöku, í gegnum vörumóttöku við hlið sjúkrabílainnkeyrslu og inn á gang á jarðhæð. Skv. mati svæfingarlæknis/gjörgæslulæknis er sjúklingur annað hvort fluttur beint á skurðstofu með lyftu hjartaþræðingar/skurðstofugangs eða á gjörgæsludeild.

      Barnaspítali Hringsins - flutningur á Landspítala í Fossvogi
      Farið er út um brunastigagang í vesturenda D/E-álmu og með sjúkrabíl í Fossvog í Birkiborg, um A0 eða E2 til innlagnar á A6/A7/B5/B7/E6 eftir því sem við á.

      Landakot - flutningur milli deilda og til/frá Landakoti
      Notaðar eru sömu flutningsleiðir og venjulega, bæði á milli deilda og þegar sjúklingur er fluttur til/frá Landakoti.

      Hide details for Undirbúningur flutnings og frágangur eftir flutningUndirbúningur flutnings og frágangur eftir flutning
      Tímasetning flutnings er ákveðin af viðkomandi deildum og öryggisverðir látnir vita ef þörf á aðkomu þeirra
      • Vaktstjóri útskriftardeildar tryggir að allir viðkomandi aðilar viti af tímasetningu flutnings.
      • Vaktstjóri útskriftardeildar hringir í öryggisverði ef þörf er á þeirra aðkomu til að tryggja greiða flutningsleið.

      Öryggisvörður rýmir flutningsleið og tryggir greiða leið ef þörf er á
      Sjá verklag öryggisvarða.

      Varnir sjúklings við flutning eru samkvæmt ástandi sjúklings
      Sjúklingur á að vera með nýsprittaðar hendur fyrir flutning.
      • Flutningur án húdds:
        1. Ef sjúklingur getur verið með fínagnagrímu án ventils sem hylur vit hans og fellur vel að andlitinu. Fínagnagrímu má nota yfir hefðbundin súrefnisgleraugu (glær, 1-5 L) og háflæði súrefnisgleraugu (græn, 1-15 L) hjá samvinnuþýðum sjúklingi sem ekki er með mikinn hósta.
        2. Ef sjúklingur er barkaþræddur og veirufilter er á endotracheal túpu.
      • Flutningur í húddi
        1. Ef ekki er hægt að tryggja að fínagnagríma falli vel að andliti sjúklings t.d. vegna óróleika eða mikils hósta.
        2. Ef sjúklingur getur ekki verið með fínagnagrímu án ventils vegna súrefnisgjafar með öðrum búnaði en hefðbundnum eða háflæði súrefnisgleraugum (t.d. súrefnismaska með/án sarps, BiPap)
        3. Ef ekki er veiruheldur filter á endotracheal túpu hjá barkaþræddum sjúklingi.
      • Ef flutningur er innanhúss er flutningshúdd pantað í síma 620 1691 en ef flutningur er á milli húsa er beðið um flutning í húddi þegar sjúkrabíll er pantaður.

      Undirbúningur starfsmanns
      • Tveir starfsmenn íklæddir hreinum hlífðarbúnaði (síðerma hlífðarslopp, skurðstofuhúfu, fínagnagrímu, hlífðargleraugum/andlitshlíf og hönskum) taka á móti sjúklingi þegar hann kemur út af óhreina svæðinu (fyrir framan millirými á COVID-deildum, á gangi á blönduðum deildum) og flytja hann á móttökudeild/í sjúkrabíl.
      • Taka með spritt til sótthreinsunar á snertiflötum á flutningsleið.
      • Taka með fínagnagrímu/skurðstofugrímu ef sjúklingur er í húddi (öryggisatriði ef þarf að opna húdd).

      Frágangur eftir flutning
      • Starfsmenn í COVID-hlífðarbúnaði sem flytja sjúkling, afklæðast hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum á móttökudeild.
      • Deild sem sjúklingur flyst frá ber ábyrgð á sótthreinsun snertiflata á flutningsleið þegar flutningur er innanhúss nema þegar sjúklingur kemur til innlagnar á A6/A7/B5 um A0 inngang, þá ber móttökudeild ábyrgð á sótthreinsun snertiflata.
      • Ef flutningur er á milli húsa bera deildir ábyrgð á sótthreinsun snertiflata á sinni flutningsleið.
      • Ef notað er flutningshúdd eru þrif og frágangur skv. leiðbeiningum um flutningshúdd.


      Fara aftur í verklagsreglu: COVID -19 (2019-nCoV, SARS-CoV-2)

    Ritstjórn

    Ásdís Elfarsdóttir
    Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
    Ólafur Guðlaugsson
    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ásdís Elfarsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 02/05/2020 hefur verið lesið 4937 sinnum