../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-005
Útg.dags.: 06/27/2022
Útgáfa: 14.0
2.02.08.29 Hepatitis B (lifrarbólga B)
      Heiti rannsóknar: Mótefnaleit (anti-HBc IgG, anti-HBc IgM, anti-HBs IgG, anti-HBe IgG) og mótefnavakaleit (HBsAg og HBeAg). Magnmæling með kjarnsýrumögnun (PCR).
      Samheiti: HBV blóðvatnspróf (mótefna- og mótefnavakaleit). HBV DNA (magnmæling).
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn eða Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending
      • Grunur um nýja (HBsAg, Anti-HBc IgM) eða langvinna (HBsAg) sýkingu af völdum lifrarbólguveiru B.
      • Skimun til þess að koma í veg fyrir smit með blóði og blóðhlutum/afurðum (HBsAg).
      • Ef þarf að fylgjast með framvindu sjúkdóms í einstaklingum með bráða eða króníska sýkingu og ef nauðsynlegt er að meta árangur af antiviral meðferð (HBeAg, Anti-HBe).
      • Skimun fyrir fæðingu (prenatal) svo hægt sé að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir til að minnka líkur á að barn smitist af HBV (HBsAg).
      • Eftirlit með myndun hepatitis B mótefna í kjölfar sýkingar (Anti-HBc) og (Anti-HBs), eða bólusetningar (Anti-HBs).
      • Til að meta þörf fyrir meðferð og árangur hennar er magn HBV DNA mælt.

      Grunnatriði rannsóknar
      6 aðalpróf eru notuð, það eru HBsAg (yfirborðs antigen, eða Ástralíu antigen), anti HBs, HBeAg, anti HBe, anti HBc, og magnmæling á erfðaefni veirunnar.
      Skimað er með ELISA aðferð fyrir mótefnum gegn HBc (IgM og/eða IgG), HBs og HBe, og fyrir mótefnavökunum HBsAg og HBeAg með hvarfefnum frá Cobas (Roche). Við úrvinnslu á vafasvörum eru einnig hvarfefni frá BIORAD notuð fyrir HBsAg og anti-HBc mælingar.
      Fyrir magnmælingu er gerð kjarnsýrumögnun á erfðaefni veirunnar.

      Hide details for SýnatakaSýnataka
      Sérstök tímasetning sýnatöku

      Ef um stunguslys eða aðra hættu á smiti með blóði eða líkamsvessa er að ræða, þarf strax að taka sýni til mælinga á lifrarbólgum B og C, og HIV.
      Fyrir viðbrögð við stunguóhöppum, sjá gæðaskjal Stunguóhöpp.


      Gerð og magn sýnis
      • Mótefna- og mótefnavakaleit: Heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels , ≥ 4 ml eða EDTA blóð/plasma , ≥ 4 ml.
      • Magnmæling: EDTA blóð , ≥ 9 ml.


      Lýsing sýnatöku
      Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs
      Blóðtaka
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

      Svar
      Mótefna- og mótefnavakaleit: 1-3 virkir dagar. Um helgar eru einnig unnin sýni vegna vessamengunar eða stunguslysa.
      Magnmæling: Yfirleitt 1-3 vikur.

      Túlkun
      Sérfræðilæknar veirurannsókna meta hvernig á að túlka niðurstöður.

      Myndin hér að neðan sýnir einkennandi feril fyrir bráða sýkingu (mynd A) og fyrir þráláta sýkingu (mynd B).
      Við bráða sýkingu mælist HBsAg 1-2 mánuðum eftir sýkingu, og nær hámarki um það leyti sem einkennin koma í ljós. Fyrsta mótefnið sem mælist er anti-HBc. Erfðaefni veirunnar (DNA) og HBsAg verður mælanlegt á svipuðum tíma og anti-HBc, en anti-HBc er mælanlegt í lengri tíma. Anti-HBs verður ekki mælanlegt fyrr en eftir að HBsAg er ógreinanlegt og bata er náð (yfirleitt innan eins árs). Það getur liðið einhver tími frá því að HBsAg er horfið og þangað til að anti-HBs verður mælanlegt.
      Þrálát sýking einkennist m.a. af því að HBsAg er mælinlegt í 6 mánuði eða lengur, og anti-HBs mælist ekki, en anti-HBc mælist í miklu magni.
      HBeAg er mælanlegt í bæði bráða sýkingu og þrálátri sýkingu á meðan að veiran er virk (deilir sér).
      Heimild: White & Fenner
      Taflan hér að neðan sýnir viðmiðunarmörk fyrir magnmælingu á lifrarbólguveiru B:
Niðurstaða mælingar
Túlkun og svar
HBV DNA greinist ekki
Ct gildi fyrir HBV yfir mörkum prófsins eða ekkert Ct gildi fyrir HBV fengið.
<10 IU/mL
Reiknaðar IU/ml eru lægri en neðri mörk fyrir magngreiningu prófsins. Svarað út sem: <10 IU/ml. HBV DNA er greinanlegt en undir magnmælingarmörkum.
≥ 10 IU/mL og
≤1.000.000.000 IU/mL
Reiknað gildi meira eða jafnt og 10 IU/ml og minna en eða jafnt og 1.000.000.000 IU/ml. Svarað út sem: “(talnagildi) IU/ml”
>1.000.000.000 IU/mL
Reiknaðar IU/ml eru yfir efri mörkum fyrir magnmælingu. Svarað út sem “Meira en 1.000.000.000 HBV DNA IU/ml. Ef óskað er eftir nákvæmari niðurstöðum, er hægt að þynna sýnið með neikvæðu serum eða plasma.

      Ritstjórn

      Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
      Arthur Löve
      Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
      Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
      Guðrún Erna Baldvinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Arthur Löve

      Útgefandi

      Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 04/01/2011 hefur verið lesið 16773 sinnum