../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-139
Útg.dags.: 09/21/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.84 Parvoveira B19

    Heiti rannsóknar: Mótefnamæling (IgM og IgG). Kjarnsýrumögnun (PCR).
    Samheiti: Faraldsroði, "5th disease", stundum nefnt fimmta veikin.
    Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending:
    Parvo B19 veldur faraldsroða (fifth disease), erythema infectiosum, "slapped cheek syndrome", oftast hjá börnum eða unglingum.
    Veiran getur einnig valdið liðverkjum, einkum hjá fullorðnum, oftar hjá konum en körlum.
    Veiran getur framkallað blóðleysi, sem getur verið alvarlegt hjá ónæmisbældum og einstaklingum með sigðfrumuheilkenni.
    Parvoveirusýking hjá þunguðum konum getur valdið "hydrops fetalis", sem getur orsakað fósturlát eða andvana fæðingu.

    Grunnatriði rannsóknar:
    Mótefnamæling er gerð annars vegar til að greina bráðasýkingu (IgM og IgG mótefni) og hins vegar umliðna sýkingu (IgG mótefni).
    Í sérstökum tilfellum má nota PCR til nánari greiningar t.d. hjá ónæmisbældum og í fóstursýkingum.


    Sérstök tímasetning sýnatöku:
    Hægt er að greina nýja, nýlega eða eldri sýkingu með mótefnaleit gegn Parvo B19.
    PCR er hægt að gera í sérstökum tilvikum. Þegar einkenni sjúkdómsins koma fram, er Parvo B19 veiran sjaldan greinanleg í blóði.

    Gerð og magn sýnis
  • Mótefnamæling: Heilblóð með geli (gul miðja) eða án gels ≥ 4 ml
  • Veiruleit:
  • EDTA blóð fjólublár tappi , ≥ 4 ml
  • Legvatnssýni, ≥1 ml í dauðhreinsað glas nr. 1



    Lýsing sýnatöku:
    Blóðtaka
    Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs.
    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Svar:
    Mótefnamæling: Endanlegs svars má vænta u.þ.b. viku eftir að sýni berst.
    PCR: 1-2 virkir dagar

    Túlkun:
    Jákvætt IgM og/eða marktæk hækkun IgG mótefna bendir til nýrrar/nýlegrar sýkingar. Jákvætt IgG og neikvætt IgM bendir til umliðinnar sýkingar.
    Jákvætt PCR sýnir að erfðaefni Parvo B19 veirunnar sé til staðar í sýninu.
    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta hvernig á að túlka niðurstöður.

Ritstjórn

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney
Arthur Löve
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Máney Sveinsdóttir - maney

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/20/2013 hefur verið lesið 6127 sinnum