../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-125
Útg.dags.: 04/15/2024
Útgáfa: 13.0
2.02.13 Coronaveirur (MERS, SARS og almennar kvefveirur)
      Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Hrað-PCR (FilmArray).

      Pöntun: Beiðni um veirufræðirannsókn eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending:
      Kvefeinkenni, öndunarfærasýking.

      Grunur um alvarlega öndunarfærasýkingu, ef viðkomandi sjúklingur er að koma frá þeim löndum þar sem MERS-CoV er að finna. Ef grunur er um MERS skal hafa samband við vakthafandi lækni á veirufræðihluta SVEID og fær sýni þá forgangsmeðferð.

      Grunnatriði rannsóknar
      PCR prófið er notað til að greina hvort veiran eða erfðaefni hennar er til staðar í sýninu. Þekktar Coronaveirur sem sýkja menn eru öndunarfæraveirurnar:
      • HCoV-OC43
      • HCoV-229E
      • HCoV-NL63
      • HCoV-HKU1
      • SARS-CoV (severe acute respiratory syndrome)*
      • MERS-CoV (middle east respiratory syndrome)
      • SARS-CoV-2 (COVID-19)

      Á veiruhluta Sýkla- og veirufræðideildar eru tiltæk PCR próf fyrir þekktu kvefveirunum OC43, 229E, NL63 og HKU1. Einnig eru tiltæk próf fyrir MERS-CoV.
      Sýni þar sem grunur er um MERS verða send utan til staðfestingar.
      Önnur sýni eru send út til greininga ef þurfa þykir.

      *Á íslensku hefur SARS verið nefnt heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL).

      Svar:
      PCR: Að jafnaði innan 24 klukkustunda.

      Túlkun:
      Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.
      MERS, SARS og Covid-19 eru tilkynningaskyldir sjúkdómar.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/02/2013 hefur verið lesið 5038 sinnum