../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-006
Útg.dags.: 04/15/2024
Útgáfa: 18.0
2.02.01 Adenoveirur
      Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði

      Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun.
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending:
      Adenoveirur eru algeng orsök öndunarfærasýkinga, hálsbólgu, hita, magakveisu og einnig geta þær valdið augnsýkingum og blöðrubólgu (með blæðingum). Sýnataka og greining miðast því við þau einkenni, sem um ræðir hverju sinni. Adenoveirur eru algengar veirur og skiptast í marga stofna. Fyrstu sýkingar verða oftast um hálfs árs aldur. Nokkuð gott ónæmi fæst gegn hverjum stofni, en vegna fjölda þeirra fá menn margar adenoveirusýkingar um ævina, sérstaklega á barnsaldri.

      Grunnatriði rannsóknar:
      PCR próf og veiruræktun greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu.

      Svar
      PCR: 1-2 virkir dagar.
      Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, lokasvar venjulega eftir 8 daga.

      Túlkun
      Öndunarfærasýni og saursýni geta í vissum tilfellum gefið jákvætt svar, þótt adenoveiran sé ekki orsök yfirstandandi sjúkdóms. Adenoveirur leynast oft lengi í hálsi eftir sýkingu og skiljast út með saur og geta því greinst með PCR í þessum sýnum.

      Sérfræðilæknir veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/01/2011 hefur verið lesið 14833 sinnum