Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Mótefnamæling (IgM og IgG). Veiruræktun.
Samheiti: Human Herpesvirus 5 (HHV-5)
Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
Verð: Sjá Gjaldskrár
Ábending
Cytomegaloveira getur m.a. valdið hita, hálsbólgu, þreytu og hækkun á lifrarprófum.
Senda skal sýni til greiningar ef grunur er um nýja sýkingu, endurvakningu, virka sýkingu í ónæmisbældum, meðfædda sýkingu í ungbarni, eða ef kanna á hvort einstaklingur hafi sýkst áður á lífsleiðinni.
Einnig eru mögulegir líffæragjafar skimaðir fyrir CMV.
Ef grunur um meðfædda sýkingu er hægt að senda PKU filter pappír til SSI í CMV PCR.
Grunnatriði rannsóknar
PCR próf og veiruræktun greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu.
Mótefnamæling er gerð annarsvegar til að greina bráðasýkingu (IgM og IgG mótefni) og hinsvegar umliðna sýkingu (IgG mótefni).
Svar
PCR: 1-2 virkir dagar
Magnmælingar á blóði: að jafnaði gert tvisvar í viku.
Mótefnamæling: 1-4 virkir dagar
Túlkun
0 IU/mL : CMV-DNA greinist ekki
<34,5 IU/mL : CMV-DNA er greinanlegt en undir magnmælingarmörkum
34,5 IU/mL til 1,0 x 107 IU/mL : CMV-DNA greinist, magnmælingu svarað
>1.0 x 107 IU/mL : CMV-DNA greinist í miklu magni, yfir magnmælingarmörkum
Heimildum ber ekki saman um viðmiðunarmörk fyrir klíníska túlkun magnmælinga. Margir þættir spila þar inn í, s.s. hvers konar ónæmisbæling, hversu langur tími hefur liðið frá líffæraflutningi o.fl. Eftirfylgni með fleirum blóðsýnum í slíkum tilfellum er nauðsynleg.
Sérfræðilæknar veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.