../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-040
Útg.dags.: 03/08/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.08.70 Moskítóbornar veirur (Chikungunya, Dengue, West Nile, Zika)

    Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR) (sent utan til staðfestingar). Hrað-PCR (FilmArray) (einnig notað til staðfestingar). Mótefnamæling (IgG og IgM) (sent utan).
    Samheiti: Dengue fever kallast beinbrunasótt á íslensku.
    Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending
    Veikindi eftir nýleg ferðalög til svæða þar sem greinst hafa chikungunya, dengue, West Nile eða zika veirur.
    West Nile veiran berst með culex moskítóflugum, en chikungunya, dengue og zika veirur berast með aedes moskítóflugum.
    (Sjá nánar í leiðbeiningum Landlæknis).

    Grunnatriði rannsóknar
    PCR greinir hvort veiran eða erfðaefni hennar er til staðar í sýninu. Mótefnaleit greinir hvort IgG og IgM mótefni eru til staðar í sýninu.


    Svar
    PCR svör fyrir chikungunya, dengue, zika veirur eru að jafnaði tilbúin eftir 1-2 virka daga. Staðfest svör (frá tilvísunarrannsóknastofu) og West Nile PCR svör eru að jafnaði komin eftir 1-2 vikur.
    Niðurstöður mótefnamælinga eru að jafnaði komin eftir 1-2 vikur.

    Túlkun
    Jákvæðar niðurstöður í PCR staðfestir að sjúklingur hafi sýkst af veirunni.
    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 12/02/2016 hefur verið lesið 1316 sinnum