../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-050
Útg.dags.: 04/25/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.21 Epstein-Barr veira (EBV)
      Heiti rannsóknar: Mótefnamælingar (VCA IgG, VCA IgM, EBNA IgG). Kjarnsýrumögnun (PCR).
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending
      Epstein Barr veiran getur valdið margskonar sjúkdómum.
      • Algengust er einkirningasótt (infectious mononucleosis). Helstu einkenni eru hiti, særindi í hálsi, bólgnir eitlar, stundum með bólgum í milta eða lifur.
      • Oral hairy leukoplakia (OHL) hjá alnæmissjúklingum.
      • Lymphoproliferative disease (LPD) eftir líffæraflutninga.
      • Lifrarbólga og lifrarskemmdir.
      • Möguleg tengsl við tiltekin form krabbameins, einkum Burkitt's lymphoma, nasopharyngeal carcinoma og lymphoma í miðtaugakerfi hjá ónæmisbældum og hugsanlega Hodgkins's lymphoma.

      Grunnatriði rannsóknar
      Mótefnamælingar eru einkum notaðar til að greina nýjar sýkingar hjá að öðru leyti heilbrigðu fólki, eða til að meta hvort ónæmi sé til staðar.
      PCR getur greint virkar krónískar sýkingar hjá ónæmisbældum. Sýni sem eru jákvæð í PCR prófi eru sett í magnmælingu.

      Sérstök tímasetning sýnatöku
      Til að staðfesta nýja sýkingu eða ónæmi nægir yfirleitt eitt sýni (sermi eða plasma), tekið snemma í veikindum, til mælinga á VCA-IgM, VCA-IgG og EBNA.
      Ef á að fylgjast með veirumagni í krónískri sýkingu er best að taka EDTA blóðsýni til PCR magnmælinga.

      Gerð og magn sýnis
      • Mótefnamæling: Heilblóð með geli (rauður tappi með gulri miðju) eða án gels (rauður tappi með svartri miðju) ≥ 4 ml

      • PCR: EDTA blóð , ≥ 4 ml.


      Lýsing sýnatöku
      Blóðtaka
      Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
      Sjá: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

      Geymsla ef bið verður á sendingu
      Sýni til mótefnamælinga geymist í kæli, en EDTA-heilblóð til kjarnsýrumælinga geymist hámark 24 klst við 2-25°.

      Flutningskröfur
      Má flytja við stofuhita við eðlilegan sendingartíma.
      Með fyrstu ferð.
      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður

      Svar
      Mótefnamælingar (ELISA): Endanlegs svars má vænta u.þ.b. viku eftir að sýni berst.
      PCR: 1-2 virkir dagar.

      Túlkun
      Mótefnamælingar:
      Ef mótefni gegn viral capsid antigeni (VCA) greinast ekki, telst einstaklingurinn móttækilegur fyrir EBV-sýkingu.
      Frumsýking: Ef IgM mótefni gegn VCA mælast, en engin EBNA mótefni, bendir það til frumsýkingar. Hækkandi eða há VCA IgG mótefni, en engin EBNA mótefni benda líka til nýlegrar frumsýkingar.
      Eldri sýking: Ef bæði IgG mótefni gegn VCA og EBNA eru til staðar, bendir það til eldri ( 4 mánaða) sýkingar.

VCA IgGVCA IgMEBNA IgGTúlkun
---Engin merki fyrri sýkingar
++-Ný eða nýleg sýking
+-+Merki fyrri sýkingar
+--Merki fyrri sýkingar
(EBNA mótefni greinast ekki í vissum tilfellum)
+++Merki fyrri sýkingar og mögulega merki endurvakningar eða ósérhæfð IgM-svörun



      PCR:
      Jákvætt PCR staðfestir að DNA Epstein Barr veiru er til staðar í sýninu.
      Magnmæling gefur vísbendingar, sem geta verið gagnlegar til að meta árangur af lyfjameðferð gegn EBV í ónæmisbældum. Jákvæðar niðurstöður úr magnmælingu eru skráðar sem fjöldi eintaka af veiru/ml.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/21/2013 hefur verið lesið 4296 sinnum