../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-007
Útg.dags.: 05/10/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.94 Varicella zoster (VZV, hlaupabóla)
      Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun. Mótefnamæling (IgG og IgM).
      Samheiti: Hlaupabóla (varicella-zoster). Ristill (herpes-zoster). Chickenpox. Shingles.
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending
      • Veldur hlaupabólu (varicella) við frumsýkingu og ristli (zoster) við endurvakningu.
      • Fylgikvillar hlaupabólu og ristils geta verið sýking í augum, lungum og miðtaugakerfi.
      • Endurvakning getur verið án útbrota (zoster sine herpete).
      • Mótefnamæling til að kanna ónæmi gegn VZV

      Grunnatriði rannsóknar
      Oftast er leitað að erfðaefni veirunnar (PCR), en einnig eru mæld IgM og IgG mótefni.

      Svar
      PCR: 1-2 virkir dagar.
      Mótefnamælingar: Endanlegs svars má vænta u.þ.b. viku eftir að sýni berst.

      Túlkun
      PCR: Jákvætt PCR próf staðfestir að veira eða erfðaefni hennar er til staðar í sýninu. Í upphafi sýkingar getur verið varasamt að treysta neikvæðum niðurstöðum úr PCR.
      Mótefnamælingar: Við frumsýkingu myndast bæði IgM og IgG mótefni. IgM mótefni eða hækkun mótefna milli sýna benda til yfirstandandi eða nýlegrar sýkingar. IgG mótefni og engin mælanleg IgM mótefni benda til eldri sýkingar eða bólusetningar.

    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.



    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 12/02/2016 hefur verið lesið 2177 sinnum