../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-141
Útg.dags.: 05/14/2024
Útgáfa: 12.0
2.02.86 Rauðir hundar (Rubella)

    Heiti rannsóknar: Mótefnaleit (IgM og IgG). Kjarnsýrumögnun (PCR).
    Samheiti: Rubella
    Pöntun: Beiðni fyrir blóðvatnspróf vegna mæðraskoðunar, Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending
    Rauðir hundar valda oftast vægum einkennum hjá börnum en geta lagst þyngra á fullorðna. Í stöku tilfellum getur þessi veirusýking valdið liðbólgum og heilabólgu hjá heilbrigðum einstaklingum. Veikist kona af rauðum hundum á meðgöngu er hætta á alvarlegum fósturskaða einkum ef það gerist á fyrstu þrem mánuðum meðgöngunnar. Fósturskaði getur verið heyrnarskerðing, blinda, hjartagalli, vaxtarskerðing og jafnvel fósturlát.
    Einkenni geta verið mismunandi eftir einstaklingum en algengustu einkennin eru rauð eða brúnleit útbrot sem byrja oft í kringum eyrun eða í andliti en breiðast síðan fljótt út um líkamann og geta nánast orðið að einni samfelldri hellu. Einnig fylgir oftast vægur hiti, stækkaðir eitlar á hálsi og höfuðverkur. Einkennin ganga vanalega til baka á u.þ.b. þremur dögum. Þessi einkenni geta svipað til annarra veirusjúkdóma eins og mislinga og hlaupabólu. Dæmi eru um að sjúkdómseinkenni geta verið svo væg að viðkomandi verður þeirra ekki var.
    Á meðgöngu er kannað hvort mótefni séu tilstaðar.

    Grunnatriði rannsóknar
    Mótefnamæling er gerð annars vegar til að greina bráðasýkingu (IgM og IgG mótefni) og hins vegar umliðna sýkingu (IgG mótefni).
    PCR próf greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu.


    Svar:
    Mótefnamæling: Endanlegs svars má vænta 1-2 virkum dögum eftir að sýni berst fyrir IgG og u.þ.b. viku fyrir IgM.
    PCR: Að jafnaði innan 24 klukkustunda.

    Túlkun:
    Jákvætt IgM og/eða marktæk (4x) hækkun IgG mótefna bendir til nýrrar/nýlegrar sýkingar. Neikvætt IgM og jákvætt IgG bendir til eldri sýkingar eða ónæmis vegna bólusetningar. Engin mælanleg mótefni er tilefni til bólusetningar.
    Veiruleit (PCR): Jákvæðar niðurstöður benda til nýlegrar eða yfirstandandi sýkingar.

    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.
    Rauðir hundar eru tilkynningaskyldur sjúkdómur.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/02/2013 hefur verið lesið 4016 sinnum