../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-085
Útg.dags.: 05/14/2024
Útgáfa: 13.0
2.02.46 Hettusótt
      Sérstök tímasetning sýnatöku
      Tímasetningu þarf að meta í hverju tilviki. Veiruleit er vænlegust í upphafi sýkingar. Fyrir mótefnamælingar ber að taka blóðsýni (bráðasýni) sem fyrst og batasýni 2-3 vikum seinna.

      Gerð og magn sýnis
      • Blóðsýni (mótefnamæling): Heilblóð með geli (rauður tappi með gulri miðju) eða án gels (rauður tappi með svartri miðju) ≥ 4 ml
      • Strok innan úr kinn / munnstrok: veiruleitarpinni
      • Háls-/nefkoksstrok: veiruleitarpinni
          Myndaniðurstaða fyrir sigma vcm
      Svar
      Mótefnamæling: Endanlegs svars má vænta u.þ.b. viku eftir að sýni berst.
      PCR: Að jafnaði innan 24 klukkustunda.
      Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, lokasvar venjulega innan 8 daga.

      Túlkun
      Mótefnaleit: IgM mótefni eða hækkun mótefna milli sýna benda til yfirstandandi eða nýlegrar sýkingar. IgG mótefni og engin mælanleg IgM mótefni benda til eldri sýkingar eða bólusetningar.
      Veiruleit (PCR eða ræktun): Jákvæðar niðurstöður benda til nýlegrar eða yfirstandandi sýkingar.
      Hettusótt er tilkynningaskyldur sjúkdómur.

      Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/29/2013 hefur verið lesið 9678 sinnum