../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-060
Útg.dags.: 05/14/2024
Útgáfa: 14.0
2.02.96 Veiruræktun

    Heiti rannsóknar: Veiruræktun
    Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending:
    Rannsaka hvort ræktanlega veiru er að finna í sýni frá sjúklingi og stuðla þannig að sjúkdómsgreiningu og etv nánari rannsókn á veirunni sjálfri svo sem stofna-greiningu á enteroveirum og inflúensu. Metið er hvort sýni er sett í veiruræktun og þá farið eftir upplýsingum á beiðni, sjúkrasögu, faraldsfræði o.fl.

    Grunnatriði rannsóknar:
    Veirur geta einungis fjölgað sér innan lifandi frumna og ræktun veira fer því fram í frumuræktum. Hér eins og víðast hvar er einungis ræktað í aðkeyptum vel þekktum frumulínum. Veirur valda skemmdum í ræktinni (CPE= cytopathic effect), sem lesari fylgist með í smásjá. Ýmsar aðferðir eru síðan notaðar til að bera kennsl á veirurnar, sem ræktast. Sumar veirur fjölga sér í ræktunum án þess að valda miklum sjáanlegum skaða – en einnig í þeim tilfellum er hægt að sýna fram á tilvist þeirra í ræktinni með staðfestingaraðferðum. Ýmsar veirur eru óræktanlegar í rannsóknastofu.

    Vægi veiruræktana í sjúkdómsgreiningu hefur minnkað mikið eftir að ýmsar næmari veiruleitaraðferðir hafa verið þróaðar. Rækt er þó að mörgu leyti undirstöðuaðferð og hefur það fram yfir flestar veiruleitaraðferðir að ekki er valið fyrirfram að hverju á að leita. Segja má að rækt sé "catch all" aðferð. Ýmsar rannsóknir á veirustofnum er ekki hægt að gera, nema veiran sé ræktuð upp fyrst.


    Sáning og ræktunarskilyrði:
    Hverju sýni er sáð í nokkrar frumulínur eftir magni sýnis, gerð og sjúkdómssögu. Ef magn sýnis er takmarkað eru valdar frumulínur með tilliti til veiru, sem helst liggur undir grun.
    Ræktað er við 37°C en öndunarfærasýni í MDCK frumulínu eru ræktuð við 33°C (v/inflúensu ).

    Aflestur:
    Lesið er af ræktunum á hverjum virkum degi eða þrisvar í viku eftir aðstæðum.
    Það fer eftir ýmsu hvenær veiruskemmdir koma fram í ræktinni svo sem gerð veiru, magni veiru í sýni o.fl. Notuð eru ýmis greiningarpróf til að bera kennsl á veiru í ræktinni svo sem flúrskinslitun með merktum mótefnum gegn veirum, PCR ofl.
    Ef veirur greinast ekki á 8-14 dögum (eftir veirum) er ræktin talin neikvæð.


    Svar:
    Ef mikið magn er af veiru sem fljótt myndar vel sýnilegar skemmdir (dæmi HSV) í sýninu, getur bráðabirgðasvar legið fyrir við aflestur á fyrsta degi eftir sáningu.
    Ef ekki sjást ummerki um veirur í rækt eftir 8-14 daga (eftir veirum) er ræktin talin neikvæð.

    Túlkun:
    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.

    1. Leland, DS and Ginocchio, CC: The role of cell culture for virus detection in the age of technology. Clinical Microbiology Reviews Jan 2007 p. 49-78.
    2. Murray, PR, Baron EJ, Jorgensen JH, Landry ML and Pfaller MA (eds): Manual of Clinical Microbiology 9th edition ASM Press 2007

    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/16/2011 hefur verið lesið 103006 sinnum