../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-624
Útg.dags.: 02/02/2022
Útgáfa: 8.0
2.02.24 Umhverfi endaþarmsops - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Umhverfi endaþarmsops - bakteríur, sveppir
Samheiti: Anus-almenn ræktun, svepparæktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um sýkingu í húð umhverfis endaþarmsop.
    Bakteríur. Óþægindi í kringum endaþarmsopið getur verið af margvíslegum toga. Húðin á þessu svæði getur sýkst af bakteríum eins og húð annarsstaðar á líkamanum og sýkingavaldarnir eru að mestu þeir sömu.
    Sveppir. Candida sýking á venjulega upptök sín í saurflórunni og sést því oftast hjá bleiubörnum og fullorðnum einstaklingum með hægðaleka sem ekki fá fullnægjandi umhirðu. Húðsveppasýkingar sjást í nára, oft í tengslum við samskonar sýkingar á fótum (neglur, táfitjar, iljar), og geta breiðst út til svæðis kringum endaþarm.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn. Sýninu er sáð á æti í leit að algengum húðsýkingarvöldum. Að auki er sáð á valæti fyrir Gram jákvæðar bakteríur. Þetta svæði er að jafnaði þakið bakteríum sem eru að eðlilegu í ristlinum, Gram neikvæðum stöfum, enterókokkum og loftfælnum bakteríuim. Hætt er við að Gram neikvæðu bakteríurnar yfirgnæfðu hugsanlega Gram jákvæða sýkingarvalda væri ekki notað valæti sem hindraði vöxt þeirra. Leitað er sérstaklega vel að gr.A streptókokkum sem eru aðal sýkingarvaldarnir.
    Svepparannsókn. Rannsókn er framkvæmd eins og fyrir önnur húðsýni, sjá Húð, hár og neglur - sveppir.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Bakteríurannsókn. Strok tekið af sýktu svæði.
      Svepparannsókn. Skrapa skal húðflögur úr jaðri hins sýkta svæðis, eftir að hafa hreinsað húðina með alkóhóli. Ef sýking er rök og ekki unnt að skrapa húðflögur skal nudda jaðarsvæðið þétt með bómullarpinna.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríurannsókn. Neikvæðri ræktun er svarað eftir tvo sólahringa, jákvæð gæti tekið lengri tíma.
      Svepparannsókn. Neikvæð svör fást eftir 3 vikur fyrir ræktanir. Jákvæð svör geta borist fyrr.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríur. Vaxi bakteríur sem eru þekktar af því að valda sýkingum í húð, eru þær unnar. Hafi sjúklingur einkenni má gera ráð fyrir að þær valdi einkennunum.
      Grúppu A streptókokkar eru algengustu sýkingarvaldarnir. Enterókokkar, anaerobar og Enterobacterales teljast vera hluti eðlilegs gróðurs á þessu svæði.
      Sveppir. Húðsveppir í húð, hári og nöglum teljast alltaf meinvaldar. Candida albicans býr í meltingarvegi og skeið og aðrar Candida tegundir finnast í eðlilegri húðflóru og því þarf að túlka niðurstöður ræktunar út frá smásjárskoðun, magni sem ræktast og einkennum sjúklings. Neikvæð rannsókn útilokar ekki sveppasýkingu; niðurstöður rannsóknar eru háðar gæði sýnis. Almennt gildir að taka húðsýni á réttum stað í sýkingu og fá nægilegt magn (sjá "Lýsing sýnatöku").


    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 06/06/2011 hefur verið lesið 13805 sinnum