../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-184
Útg.dags.: 10/08/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.23 Smásjárskoðun - Grams litun
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Smásjárskoðun - Grams litun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um sýkingu.
    Að greina bakteríur eða sveppi í sýnum frá svæðum sem eiga að vera án örvera, eða óeðlilega mikið af einni tegund baktería á öðrum svæðum. Gramslitun er einnig gagnleg til að greina bólgufrumur (hvít blóðkorn) og flöguþekjufrumur til að meta líkur á sýkingu og hversu gott sýnið er. Greining sjúkdóma getur jafnvel byggst meira eða minna á smásjárskoðun á Gramslituðu sýni, sjá skeiðarsýni.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Aðrar litanir og rannsóknir með sérstaka meinvalda í huga.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Ef sýni er fljótandi er einn dropi settur á smásjárgler, ýmist beint eða skilið niður og botnfall sett á gler. Bitar eru skornir niður og látnir snerta glerið, eða marðir og þeim strokið á það. Berist sýnið á ræktunarpinna er honum velt eftir glerinu, að jafnaði eftir að sáð hefur verið á skálar. Ef sérstaklega er beðið um smásjárskoðun með hraði, er sýnið smásjárskoðað um leið og það berst. Annars við fyrsta tækifæri, en alltaf innan sólarhrings frá því að sýnið berst á rannsóknarstofuna.
    Það fer eftir sýnagerð eftir hverju er leitað hverju sinni. Að jafnaði er eingöngu leitað eftir bakteríum, hvítum blóðkornum og hugsanlega flöguþekjufrumum. Það er því ekki hægt að reikna með því að önnur atriði sem geta bent til sjúkdóma greinist.

    Gramslitun var upphaflega þróuð af Dananum Christian Gram árið 1884. Ýmsir hafa þróað aðferðina frekar og eru til nokkur afbrigði litunarinnar. Bakteríur litast annað hvort Gram jákvæðar eða Gram neikvæðar vegna mismunandi efnainnihalds og uppbyggingar frumuveggja þeirra. Gram jákvæðar bakteríur hafa þykkan frumuvegg. Aflitun hefur ekki áhrif á þær þannig að þær halda dökkfjólubláum lit, sem litað er með fyrst. Gram neikvæðar bakteríur eru með einfalt peptídóglýkan lag sem tengist ytri frumuhimnu. Aflitunin skemmir ytri frumuhimnuna þannig að dökkfjólublái liturinn lekur út og mótliturinn litar bakteríuna ljósrauða.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
    Sjá leiðbeiningar sem eiga við hverja sýnategund í lýsingum á almennri ræktun hverrar sýnategundar.
    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Í svari er sagt frá því hversu mikið sést af ákveðnum útlitsgerðum baktería og hvítra blóðkorna. Gefnir eru upp plúsar, (+) þýðir fáar frumur eða á stangli, + fáar, ++ allmargar, +++ margar eða fjölmargar frumur. Ef hvorki bakteríur né frumur sjást er Gramslitun svarað neikvæðri.
      Ef ekki er óskað eftir smásjárskoðun með hraði liggja niðurstöður fyrir næsta dag eftir að sýni berst, fæst sýni eru þó smásjárskoðuð á sunnudögum.
      Ef Gramslitun á blóði, mænuvökva, liðvökva, gollurhússvökva eða brjóstholsvökva sýnir bakteríur er niðurstaðan ávallt hringd.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Til að frumur sjáist við smásjárskoðun verða að vera að minnsta kosti 100.000 (105) frumur í hverjum millilítra af vökva. Myglusveppir greinast oft illa með Gramslitun, einnig Nocardia og Mycobacteria. Treponema, Mycoplasma, Chlamydia og Rickettsia sjást ekki.
      Hvort flöguþekjur sjást eða ekki getur sagt til um það hve gott sýnið er, ef þær sjást bendir það til lélegra sýnis. Þetta á sérstaklega við um hráka- og þvagsýni.
      Ef Gramslitun er jákvæð en ræktun neikvæð getur það verið i) vegna sýklalyfjagjafar, ii) bakteríur vaxa ekki við þau skilyrði (æti, loft, hitastig) sem notuð eru í ræktuninni iii) vegna mengunar í litarefnum og annarri rekstrarvöru.
      Mikilvægt er að standa rétt að sýnatöku og að töf verði ekki á sendingu sýnis til að Gramslitunin verði sem marktækust.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook.

    Ritstjórn

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir
    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 8896 sinnum