../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-084
Útg.dags.: 05/14/2024
Útgáfa: 13.0
2.02.43 Herpes 6 veira (HHV-6)
      Heiti rannsóknar: Mótefnamælingar eru ekki gerðar hérlendis lengur, sent til útlanda ef þurfa þykir. Kjarnsýrumögnun (PCR).
      Pöntun: Beiðni um veirufræðirannsókn eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending:
      Frumsýking með HHV-6 veldur m.a. roseola infantum (exanthem subitum) hjá ungbörnum. Auk þess er uppvakning HHV-6 algeng hjá líffæraþegum og getur meðal annars valdið heilabólgu, beinmergsbælingu og pneumonitis.

      Grunnatriði rannsóknar:
      PCR prófið er notað til að greina hvort Herpes 6 veira (HHV-6) eða erfðaefni hennar er til staðar í sýninu.

      Sérstök tímasetning sýnatöku:
      Ef greina á yfirstandandi sýkingu er heppilegast að taka sýni til veiruleitar sem fyrst eftir byrjun einkenna.

      Gerð og magn sýnis
      • Blóðsýni (PCR): Plasma (EDTA blóð fjólublár tappi , ≥ 4 ml)
      • Stroksýni frá munni eða koki: Veiruleitarpinni.
          Myndaniðurstaða fyrir sigma vcm

      Svar:
      PCR: 1-2 virkir dagar.
      Mótefnamælingar: Erfitt er að áætla biðtíma eftir svari, vegna þess að sýnin eru prófuð erlendis. Að jafnaði innan 2 vikna.


      Túlkun:
      Vegna þess hve algengar HHV-6 sýkingar eru, getur verið erfitt að túlka t.d. hvort jákvæðar niðurstöður eru vegna frumsýkingar, uppvakningar eða veiru í dvala.
Sérfræðilæknir veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.

    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/05/2017 hefur verið lesið 1974 sinnum