../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-068
Útg.dags.: 03/22/2024
Útgáfa: 5.0
2.02.14 COVID-19 (SARS-CoV-2)
    Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Mótefnamælingar (N og S mótefni).
    Pöntun: Beiðni um veirurannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending:
    SARS-CoV-2 veiran veldur sjúkdómnum COVID-19.
    Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. COVID-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4. - 8. degi veikinda sjá nánar Einkenni COVID-19.

    Grunnatriði rannsóknar:
    Ef grunur er um COVID-19 er beitt kjarnsýrumögnun (PCR).
    Sérstök tímasetning sýnatöku:
    Sýni til veiruleitar þarf að taka sem fyrst eftir að sjúklingur veikist.

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

    Hægt er að gera beiðnir á tvennan hátt.

    Cyberlab leið:
    Sjá: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna
    Takið fram í ástæðu sýnatöku að óskað sé eftir greiningu á COVID-19. Skráið símanúmer beiðanda á beiðni.

    Skimunarleið:
    Senda skal sýni merkt með strikamerki, hægt er að panta sýnatöku í gegnum sögukerfi (eyðublað covid-19 rannsókn) og fær þá einstaklingur strikamerki í síma. Einstaklingar geta pantað skimun vegna ferðalaga í gegnum travel.covid.is


    Gætið þess að sýnaglös séu vel lokuð og í sýnaplasti og ytra umslagi. Sendingarflokkur sýna er UN 3373 (category B).
    ATH: Einungis skal hafa 1 sýni í hverju sýnaplasti.

    Geymsla ef bið verður á sendingu:
    Í kæli.

    Flutningskröfur:
    Með fyrstu ferð.

    Svar:
    PCR: Að jafnaði innan 24 klukkustunda.
    Mótefnamælingar: 1-4 virkir dagar.

    Túlkun:
Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.
    Niðurstöður mótefnamælinga segja til um fyrri sýkingu eða bólusetningu einstaklings.

Ritstjórn

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney
Arthur Löve
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Máney Sveinsdóttir - maney

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/08/2020 hefur verið lesið 1339 sinnum