Sending og geymsla
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Hægt er að gera beiðnir á tvennan hátt.
Cyberlab leið:
Sjá: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna
Takið fram í ástæðu sýnatöku að óskað sé eftir greiningu á COVID-19. Skráið símanúmer beiðanda á beiðni.
Skimunarleið:
Senda skal sýni merkt með strikamerki, hægt er að panta sýnatöku í gegnum sögukerfi (eyðublað covid-19 rannsókn) og fær þá einstaklingur strikamerki í síma. Einstaklingar geta pantað skimun vegna ferðalaga í gegnum travel.covid.is
Gætið þess að sýnaglös séu vel lokuð og í sýnaplasti og ytra umslagi. Sendingarflokkur sýna er UN 3373 (category B).
ATH: Einungis skal hafa 1 sýni í hverju sýnaplasti.
Geymsla ef bið verður á sendingu:
Í kæli.
Flutningskröfur:
Með fyrstu ferð.