../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-006
Útg.dags.: 05/25/2020
Útgáfa: 14.0
2.02.08.01 Adenoveirur
      Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði

      Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Mótefnamæling (komplementsbindingspróf). Veiruræktun.
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending
      Adenoveirur eru algeng orsök öndunarfærasýkinga, hálsbólgu, hita, magakveisu og einnig geta þær valdið augnsýkingum og blöðrubólgu (með blæðingum). Sýnataka og greining miðast því við þau einkenni, sem um ræðir hverju sinni. Stundum eru fleiri en eitt sýni tekið og greiningin þannig studd af nokkrum aðferðum. Adenoveirur eru algengar veirur og skiptast í marga stofna. Fyrstu sýkingar verða oftast um hálfs árs aldur. Nokkuð gott ónæmi fæst gegn hverjum stofni, en vegna fjölda þeirra fá menn margar adenoveirusýkingar um ævina, sérstaklega á barnsaldri.

      Grunnatriði rannsóknar
      PCR próf og veiruræktun greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu.
      Mótefnamælingar með komplementbindingsprófi nýtast best til greiningar þegar marktækur munur finnst milli bráðasýnis (blóðsýni tekið tiltölulega snemma í sjúkdómssögu) og batasýnis (sem tekið er viku/10 dögum síðar) eða í einu sýni greinast há mótefni.

      Svar
      PCR: 1-2 virkir dagar
      Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, lokasvar venjulega eftir 8 daga.
      Mótefnamæling: Endanlegs svars má vænta u.þ.b. viku eftir að sýni berst.

      Túlkun
      PCR: Jákvætt PCR próf fyrir adenoveirum bendir almennt til adenoveirusýkingar. Neikvætt PCR bendir til að ólíklega sé um adenoveirusýkingu að ræða. Öndunarfærasýni og saursýni geta í vissum tilfellum gefið jákvætt svar, þótt adenoveiran sé ekki orsök yfirstandandi sjúkdóms. Adenoveirur leynast oft lengi í hálsi eftir sýkingu og skiljast út með saur og því geta næmar aðferðir greint veirurnar í þessum sýnum, þótt þær séu leifar af fyrri sýkingu. Klínísk þýðing er metin í hverju tilfelli að teknu tilliti til sjúkrasögu og annarra niðurstaðna.
      +
      Veiruræktun: Neikvæð ræktun útilokar ekki adenoveirusýkingu.

      Mótefnaleit: Hækkun mótefna (fjórföld hækkun titers í komplementbindingsprófi) milli bráða og batasýnis bendir til yfirstandandi sýkingar af adenoveirum.
      Titer yfir 64 í komplementbindingsprófi bendir til nokkuð nýlegrar sýkingar af adenoveirum.


    Ritstjórn

    Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Arthur Löve

    Útgefandi

    Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/01/2011 hefur verið lesið 13417 sinnum