../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-203
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.15 Ígerðir - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Ígerðir - almenn ræktun, Ígerðir - svepparæktun, Ígerðir - berklaræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurannsókn. Ígerð (kýli), djúp eða grunn.
    Ígerð er algengust í húð eða út frá húðinni, en getur myndast nánast hvar sem er í líkamanum. Það fer mjög eftir staðsetningu hvaða sýkla er líklegast að finna og hvaða aðferðum skal beita við að rækta þá. Þess vegna er mjög mikilvægt að fá greinagóðar upplýsingar með sýninu.
    Best er að senda gröft, tekinn með ástungu, sé þess mögulega nokkur kostur.
    Svepparannsókn. Grunur um sveppaígerð í innri líffærum, oftast lungum, lifur, nýrum, heila og augum. Sveppaígerðum er helst lýst í einstaklingum með ónæmisbælingu eða skertar varnir, t.d. eftir skurðaðgerðir, og hjá fyrirburum. Æskilegt að framkvæma svepparæktun á öllum ígerðarsýnum frá áhættusjúklingum. Bæði gersveppir s.s. Candida og Cryptococcus, og myglusveppir s.s. Aspergillus, Mucor og svartir sveppir geta valdið sveppaígerðum.
    Mýkóbakteríurannsókn. Grunur um sýkingu af völdum mýkóbaktería úr M. tuberculosis komplex eða annarra mýkóbaktería.
    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Actinomycesræktun, Ræktun með óvanalegar bakteríur í
    huga (til dæmis Francisella spp., Brucella spp. eða Bartonella spp).
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn. Sýnið er smásjárskoðað og ræktað almennri ræktun í andrúmslofti og án súrefnis.
    Ef kýlin eru í andliti, á hálsi, í brjóstum eða í neðri hluta kviðarhols er einnig ræktað með tilliti til Actinomyces spp. Líklegir sýkingarvaldar eru tegundagreindir og gert næmispróf.
    Svepparannsókn. Sýni er smásjárskoðað eftir Gramslitun. Ræktun fer fram í 3 vikur. Sveppagróður er greindur til ættkvíslar eða tegundar.
    Mýkóbakteríurannsókn. Sýnið er afmengað, smásjárskoðað eftir sýrufasta litun og ræktað í fljótandi og á föstu æti. Ræktað er í 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast eru magnaðar upp kjarnsýrur í gróðrinum til að greina mýkóbakteríur til tegundar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Biðja þarf sérstaklega um frekara næmispróf, bæði á M. tuberculosisog á öðrum mýkibakteríutegundum.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Aðgerðarsýni, ástunga eða dren: Sýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki. Setja má nokkra dropa af dauðhreinsuðu saltvatni í glasið ef sýni er lítið, til að hindra að það þorni. Einnig má senda sprautu með sýni í, en þá skal alltaf taka nál af og loka sprautu með tappa.
      Strok: Ef ekki er mögulegt að senda gröft er notaður bakteríuræktunarpinni fyrir almenna- og svepparæktun. Ekki skal taka stroksýni fyrir berklaræktun; of lítið er af sýni og fituríkur veggur mýkóbaktería hindrar að bakakteríurnar losni af pinnanum þegar sáð er á æti og í broð.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Aðgerðarsýni, ástunga eða dren: Senda skal senda 2-3 ml af greftri, helst ekki minna er 0,5 ml.
      Strok í bakteríurannsókn: Ef sýni er tekið á strokpinna skal tekið eins mikið og hægt er á pinnann.
      Strok í svepparannsókn: Ef tekið er stroksýni fyrir svepparæktun er æskilegt að senda 2 pinna, einn fyrir smásjárskoðun og annar fyrir ræktun.
      Stroksýni eru ónothæf í berklarannsókn
      Sjá ílát fyrir sýnatökur
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Undirbúningurinn fer eftir því hvar kýlið er staðsett. Það gæti þurft að deyfa áður en stungið er. Oft er stungið á dýpri kýli með hjálp myndgreiningartækja, eða þá að þörf er aðgerða með svæfingu eða deyfingu. Sýni skal sent með hraði á sýklafræðideildina.
      Skurðaðgerð: Ef sýni er tekið í skurðaðgerð skal leitast við að senda bæði gröft og vefjasýni úr ígerðarvegg til sýklarannsóknar.
      Ástunga: Ef stungið er í gegnum húð skal þvo húðsvæðið með sótthreinsandi efni og láta þorna fyrir sýnatöku (annars gæti það haft áhrif á bakteríuræktunina). Sýni er síðan sogið upp í sprautu. Náist ekki út gröftur er reynandi að sprauta inn örlitlu af dauðhreinsuðu saltvatni og draga það síðan út aftur.
      Strok: Fyrir bakteríurannsókn skal stroksýni tekið djúpt úr ígerð; forðast ber að snerta húð eða slímhúðir umhverfis ígerðina. Fyrir svepparannsókn skal taka 2 strok, eitt fyrir smásjárskoðun og annað fyrir ræktun.
      Dren (til dæmis frá gallvegum, fleiðru, kviðarholi): Vökvi soginn upp í sprautu eða látinn renna í glas. Ekki skal taka sýni úr drenpoka. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á sýnum sem eru tekin frá ígerðum sem nýbúið er að setja dren í og sýnum sem er tekin úr drenum sem hafi verið til staðar í einhvern tíma. Sýni sem tekin eru úr drenum sem hafa verið til staðar í 2 daga eða lengur geta gefið misvísandi niðurstöður samanborið við sýni sem eru tekin við ástungu eða opna aðgerð (sjá heimild 3).

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Bakteríurannsókn. Sýnið skal senda sem allra fyrst, gröftur þolir illa geymslu, en bakteríuræktunarpinna má geyma mest í sólarhring í kæli eða við stofuhita.
      Svepparannsókn. Geyma við stofuhita og flytja á rannsóknastofu innan 2 klst. og í síðasta lagi innan 24 klst.
      Mýkóbakteríurannsókn. Ef flutningur tefst um meira en 1 klst. skal geyma í kæli í allt að sólarhring.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríurannsókn. Neikvætt svar berst skriflega eftir tvo til fimm daga. Jákvætt svar getur tekið lengri tíma.
      Gefin eru upp nöfn baktería sem ræktast, oftast með næmisprófi. Loftfælnar bakteríur vaxa oft margar tegundir saman og oft hefur það ekki þýðingu að greina þær í sundur. Því er oft talað um blandaðan gróður loftfælinna baktería og hugsanlega gefið upp sameiginlegt næmi.
      Svepparannsókn. Neikvæð svör fást eftir 3 vikur. Jákvæð svör: Ef sveppir sjást við smásjárskoðun á aðgerðar- eða ástungusýni frá djúpum líffærum er hringt til meðferðaraðila; endanlegar niðurstöður ræktunar með greiningu sveppa fylgja. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.
      Mýkóbakteríurannsókn. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja fyrir eftir 1 – 2 virka daga. Fyrstu niðurstöður úr jákvæðri ræktun fást oftast innan þriggja vikna frá sáningu. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur.
      Þegar sýrufastir stafir sjást í sýni eða ræktast eru niðurstöður hringdar til meðferðaraðila.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríurannsókn. Allar bakteríur sem ræktast frá djúpum ígerðum eru taldar skipta máli. Aðrar bakteríur en loftfælnar eru tegundargreindar og gert á þeim næmispróf. Vaxi margar tegundir loftfælinna baktería getur verið mjög erfitt að greina þær í sundur sem getur tafið niðurstöðuna. Því er stundum sagt frá því að margar tegundir ræktist og hugsanlega gert sameiginlegt næmi.
      Um grunnar ígerðir gegnir öðru máli. Þýðing loftfælinna baktería er óljós, sem og kóagúlasa neikvæðra stafýlókokka (annarra en S. lugdunensis) og corynebaktería. Flestar aðrar bakteríur eru tegundagreindar og gert næmi.
      Svepparannsókn. Sveppir sem finnast í aðgerðar- og ástungusýnum frá líffærum sem venjulega eru örverufrí teljast sýkingarvaldar þar til annað sannast. Í slíkum tilvikum getur verið um einangraða sveppaígerð að ræða en einnig getur sjúklingur haft útbreidda sýkingu. Hið síðara á sérstaklega við þegar sýking hefur borist blóðleiðina til viðkomandi líffæris, og sést það einkum hjá ónæmisbældum og í kjölfar skurðagerða á meltingarvegi. Þegar sveppir greinast í stroksýnum úr ígerðum eða úr drenvökva sem gætu hafa mengast af húðflóru þarf að meta hlutverk þeirra. Sveppir geta borist í slík sýni frá húðflóru og tákna ekki alltaf sveppasýkingu.
      Mýkóbakteríurannsókn. M. tuberculosis telst alltaf sjúkdómsvaldur. Greining annarra mýkóbaktería verður að túlka í samræmi við tegund og bakteríumagn, einkenni og undirliggjandi ástand sjúklings og gerð sýnis. Neikvæð smásjárskoðun og ræktun útiloka ekki sýkingu af völdum mýkóbaktería.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leberl. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.
    3. Everts et al. Validity of Cultures of Fluid Collected through Drainage Catheters versus Those Obtained by Direct Aspiration. J Clin Micro 2001, Vol. 39, No. 1, 66–68. DrainFluids-JCM2001.pdfDrainFluids-JCM2001.pdf

    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 33117 sinnum