../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-135
Útg.dags.: 05/14/2024
Útgáfa: 13.0
2.02.85 Polyoma veirur (JCV/BKV)

    Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR)
    Samheiti: JCV og BKV tilheyra ættinni polyomaveirur (polyomaviridae). Áður tilheyrðu polyomaveirur ættinni papovaviridae ásamt papillomaveirum.
    Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending
    Um það bil 80% fullorðinna hafa mótefni gegn JCV og BKV veirum, en fólk með heilbrigt ónæmiskerfi heldur veirunum í skefjum. Veirurnar liggja í dvala (latent) í eitilfrumum, þvagfærakerfi og heila, en geta virkjast við ónæmisbælingu.
    • JCV getur valdið progressive multifocal leukoencephalopathy (PML) í mikilli ónæmisbælingu. JCV getur líka valdið nýrnaskemmdum í nýrnaþegum. Mikilvægt er að fylgjast með virkni veirunnar til að geta metið hvort ástæða sé til að létta á ónæmisbælingu og e.t.v. lyfjagjöf. Magnmæling með PCR skiptir þar miklu máli.
    • BKV getur valdið hemorrhagic cystitis og nephritis, einkum í nýrnaþegum, og er talinn valda höfnun ("graft failure") í 2-5% tilvika. Mikilvægt er að fylgjast með virkni veirunnar til að geta metið hvort ástæða sé til að létta á ónæmisbælingu og e.t.v. lyfjagjöf. Magnmæling með PCR skiptir þar miklu máli.

    Grunnatriði rannsóknar
    PCR getur greint sýkingar hjá ónæmisbældum. Sýni sem eru jákvæð í PCR prófi eru sett í magnmælingu.


    Svar
    Magnmælingar á blóði: að jafnaði gert tvisvar í viku.

    Túlkun
    Klíníska þýðingu þarf að meta út frá veirumagni og undirliggjandi sjúkdómi einstaklingsins.
Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.

      Ritstjórn

      Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
      Máney Sveinsdóttir - maney
      Arthur Löve
      Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
      Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
      Guðrún Erna Baldvinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

      Útgefandi

      Máney Sveinsdóttir - maney

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 09/22/2011 hefur verið lesið 9345 sinnum