../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-034
Útg.dags.: 12/11/2020
Útgáfa: 12.0
2.02.08.14 Cytomegaloveira (CMV)

Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Mótefnamæling (IgM og IgG). Veiruræktun.
Samheiti: Human Herpesvirus 5 (HHV-5)
Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
Verð: Sjá Gjaldskrár

Ábending
Cytomegaloveira getur m.a. valdið hita, hálsbólgu, þreytu og hækkun á lifrarprófum.
Senda skal sýni til greiningar ef grunur er um nýja sýkingu, endurvakningu, virka sýkingu í ónæmisbældum, meðfædda sýkingu í ungbarni, eða ef kanna á hvort einstaklingur hafi sýkst áður á lífsleiðinni.
Einnig eru mögulegir líffæragjafar skimaðir fyrir CMV.

Grunnatriði rannsóknar
PCR próf og veiruræktun greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu.
Mótefnamæling er gerð annarsvegar til að greina bráðasýkingu (IgM og IgG mótefni) og hinsvegar umliðna sýkingu (IgG mótefni).


Sérstök tímasetning sýnatöku
Best er að taka sýni í veiruleit sem fyrst eftir að sjúklingur veikist.
Ef mæla á mótefni getur verið gott að taka bæði bráða- og batasýni til samanburðar. Mótefni gegn CMV geta verið sein að myndast, jafnvel að þau verði ekki mælanleg fyrr en eftir einhverjar vikur.

Gerð og magn sýnis

  • Blóðsýni, mótefnamæling: Heilblóð með geli (gul miðja) ≥ 4 ml eða án gels
  • Blóðsýni, magnmæling (PCR): EDTA blóð fjólublár tappi ≥ 4 ml
  • Þvagsýni: Dauðhreinsað þvagglas, 5-10 ml
  • Stroksýni frá öndunarfærum: Veiruleitarpinni
    Myndaniðurstaða fyrir sigma vcm
  • Skol- og sogsýni frá öndunarfærum: Dauðhreinsað glas, nokkrir ml
  • Mænuvökvi: Dauðhreinsað glas nr. 2 eða 3, >0,5 ml

Lýsing sýnatöku
Blóðtaka
Þvag - sýnataka
Öndunarfærastrok - sýnataka
Skol úr öndunarfærum - sýnataka
Mænuástunga
Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda


Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Sjá leiðbeiningu: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Geymsla ef bið verður á sendingu
Í kæli

Flutningskröfur
Má flytja við stofuhita
Með fyrstu ferð


Svar
PCR: 1-2 virkir dagar
Mótefnamæling: 1-4 virkir dagar

Túlkun
Heimildum ber ekki saman um viðmiðunarmörk fyrir klíníska túlkun magnmælinga. Margir þættir spila þar inn í, s.s. hvers konar ónæmisbæling (hvaða líffæri var þegið), hversu langur tími hefur liðið frá líffæraflutningi o.fl. Eftirfylgni með fleirum blóðsýnum er í slíkum tilfellum er nauðsynleg.

Sérfræðilæknar í veirurannsóknum meta rannsóknaniðurstöður í samráði við beiðendur rannsóknar.


Ritstjórn

Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk
Arthur Löve
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Arthur Löve

Útgefandi

Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/13/2011 hefur verið lesið 11030 sinnum