../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-127
Útg.dags.: 03/08/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.72 Mycoplasma pneumoniae mótefni

    Heiti rannsóknar: Mótefnamæling er gerð á veiruhluta SVEID. Sýklahluti SVEID gerir kjarnsýrumögnun (PCR) á öndunarfærasýnum fyrir Chlamydia pneumoniae, Legionella pneumophila og Mycoplasma pneumoniae.
    Samheiti: Atýpisk lungnabólga
    Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending:
    Grunur um öndunarfærasýkingu, t.d. lungnabólgu, af völdum Mycoplasma pneumoniae.
    M. pneumoniae er algengur lungnabólguvaldur, hún er talin valda um fimmtungi allrar lungnabólgu utan sjúkrahúsa. Um tveir þriðju þeirra sem sýkjast af bakteríunni fá einkenni frá berkjum og efri öndunarfærum, um þriðjungur fær lungnabólgu. Einkennin koma oft hægt með vaxandi hóstakjöltum, oft með talverðum slappleika. Meðgöngutími sjúkdómsins er tvær til þrjár vikur. Kjörrannsókn fyrir Mycoplasma pneumoniae á neðri öndunarfærasýnum. linka í gæðaskjal úr sýklahluta

    Grunnatriði rannsóknar:
    Mótefnamælingar til að sýna fram á yfirstandandi (IgM-ELISA) eða fremur nýlega mycoplasmasýkingu.


    Svar:
    Mótefnaleit: Endanlegs svars má vænta u.þ.b. viku eftir að sýni berst.

    Túlkun:
    IgM mótefni eða hækkun mótefna milli sýna benda til yfirstandandi eða nýlegrar sýkingar.
    Sérfræðilæknir veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/02/2013 hefur verið lesið 4395 sinnum