../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3579
Útg.dags.: 07/19/2024
Útgáfa: 13.0
25.00.01.10 COVID-19 - smitvarnir starfsmanna

12. Skjal endurvirkjað vegna aukinnar tíðni COVID í samfélaginu og innihald aðlagað núverandi aðstæðum.
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa smitvörnum starfsmanna til að fyrirbyggja útbreiðslu COVID-19 (Corona virus disease-2019; SARS-CoV-2) innan Landspítala.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Verklagsreglan er byggð á núverandi vitneskju um COVID-19. Farsóttanefnd og sýkingavarnadeild bera ábyrgð á því að uppfæra upplýsingar og leiðbeiningar eftir því sem þekking á eiginleikum veirunnar eykst og umfangi COVID-19 í samfélaginu.

    Yfirlæknir og deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Smitvarnir fela í sér að smitleið sýkils er rofin á milli manna.
    • Starfsmenn viðhafa grundvallarsmitgát við öll störf.

    Á vinnustað
    • Allir starfsmenn nota vinnufatnað sem spítalinn leggur til. Undantekning á því eru starfsmenn á skrifstofum.
    • Óheimilt er að vera með skart á höndum (þar með talið úr) og neglur eiga að vera stuttar og án naglalakks.
    • Fylgt er reglum um handhreinsun, notkun hlífðarbúnaðar og reglum um grímuskyldu skv. ákvörðun farsóttanefndar á hverjum tíma.

    Allir starfsmenn viðhafa góða einkennavöktun
    • Starfsmaður með einkenni sem geta bent til öndunarfæraveirusmits, þ.m.t. COVID-19, á ekki að mæta í vinnu.

    Notkun greiningaprófa fyrir COVID-19
    • Ekki er mælt með COVID prófi hjá einkennalausum starfsmanni. Slík próf er erfitt að túlka. Liggi engu að síður fyrir jákvætt heimapróf hjá einkennalausum starfsmanni ætti að staðfesta það með PCR prófi (svar kemur samdægurs sé sýni skilað á veirufræðideild fyrir kl.14:00).
    COVID smit á heimili starfsmanns
    • Starfsmaður án einkenna getur mætt í vinnu en á að nota skurðstofugrímu í öllum samskiptum í 5 sólahringa.
    • Fái starfsmaður einkenni og veikist á hann ekki að mæta í vinnu meðan á veikindum stendur.
    Endurkoma starfsmanns til vinnu eftir COVID-19 veikindi
      • Starfsmaður án einkenna með jákvætt COVID-19 próf má mæta til vinnu ef hann er enn einkennalaus 48 klst. síðar en skal nota skurðstofugrímu í öllum samskiptum í 5 sólarhringa frá greiningu.
      • Starfsmaður sem fengið hefur einkenni má mæta til vinnu þegar hann er búinn að vera hitalaus í 48klst. og er orðinn einkennalaus eða einkennalítill. Starfsmaður á að vera með skurðstofugrímu innan um sjúklinga og starfsmenn þar til 5 dagar
        eru liðnir frá upphafi einkenna ef þeim tímapunkti er ekki þegar náð.
Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Hildur Helgadóttir - Verkefnastjóri
Ólafur Guðlaugsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 12/02/2020 hefur verið lesið 3066 sinnum