../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3355
Útg.dags.: 05/20/2021
Útgáfa: 2.0
25.00.06.03 COVID-19 - flutningur í flutningshúddi
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa flutningi sjúklings með COVID-19 veirusýkingu í flutningshúddi.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Starfsmenn eins og lýst er í framkvæmd.
    Flutningshúdd er eingöngu notað ef sjúklingur er:
    1. Með mikinn hósta og fyrirséð að fínagnagríma muni ekki sitja vel.
    2. Með súrefnisgjöf í gegnum maska.
    3. Barkaþræddur og ekki með veirufilter á endoatracheal túbu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Allir starfsmenn sem koma að flutningi sjúklings eða komast í snertingu við menguð svæði klæðast hlífðarbúnaði.

    Undirbúningur flutnings
    1. Flutningur milli húsa:
      • Beðið um flutningshúdd þegar sjúkrabíll er pantaður
    2. Flutningur innan Fossvogs:
    Ábyrgur læknir, hjúkrunarfræðingur eða vaktstjóri:
      • Ákveður flutningsleið.
      • Hringir í aðstoðarmann á bráðamóttöku sem sér um flutningshúdd í síma 620 1691, tekur fram hvaðan og hvert á að flytja sjúkling ásamt því hvort fara eigi með sjúkling í tölvusneiðmynd.
      • Hringir í öryggisverði og lætur vita af tímasetningu flutnings. Öryggisverðir loka flutningsleiðum.
      • Undirbýr sjúkling fyrir flutning
    Starfsmaður á móttökudeild undirbýr komu sjúklings og útbýr einangrunarherbergi.
    Aðstoðarmaður á bráðamóttöku:
      • Kemur með flutningshúdd á deild, tilbúið til flutnings. Ef sjúklingur á að fara í tölvusneiðmynd velur hann húdd sem má fara í tækið ef því er við komið.
      • Aðstoðar við flutning sjúklings í flutningshúdd.
      • Sprittar flutningshúdd að utan áður en flutningur hefst.
    Flutningur
    • Hjúkrunarfræðingur sjúklings gengur frá öllum innrennslisvökva, dreypum, súrefni, þvaglegg og öðrum íhlutum sem sjúklingur er með.
    • Starfsmaður bráðamóttöku ýtir rúmi/bekk í flutningi.
    • Hjúkrunarfræðingur og/eða læknir fylgir sjúklingi í flutningi og ber ábyrgð á eftirliti, meðferð og líðan sjúklings meðan á flutningi stendur.
    • Starfsmaður deildar sem sjúklingur flyst frá ber ábyrgð á sótthreinsun snertifleta á flutningsleið.
      Ef fara á í tölvusneiðmynd
      • Sjúklingur er fluttur í húddi í tölvusneiðmynd.
        1. Húdd sem má fara í CT-tæki: Húdd með sjúklingi er fært á rannsóknarbekk.
        2. Húdd sem ekki má fara í CT-tæki: Húdd opnað og fínagnagríma er sett á sjúkling ef hann þolir það, annars skurðstofugríma. Hendur sjúklings eru sprittaðar. Sjúklingur færður á rannsóknarbekk.
      • Að myndatöku lokinni er sjúklingur settur aftur í húddið og fluttur á deild. Húddið sprittað að utan fyrir flutning.
      • Starfsmaður í CT sprittar alla snertifleti.
    Móttaka á deild
    • Móttökudeild tekur strax við sjúklingi.
    • Hjúkrunarfræðingur sem tekur á móti sjúklingi sér um innrennslisvökva, dreypi, súrefni, þvaglegg og aðra íhluti sem sjúklingur er með.
    • Starfsmenn flytja sjúkling úr flutningshúddi, starfsmaður á bráðamóttöku aðstoðar.

    Frágangur
    Starfsmaður á bráðamóttöku:
    • Sprittar flutningshúdd að utan. Fær spritt og klút á móttökudeild.
    • Starfsmenn afklæðast hlífðarbúnaði skv. leiðbeiningum á móttökudeild.
    • Flytur flutningshúdd á bráðamóttöku.
    • Sótthreinsar flutningshúdd.
    • Gengur frá því þannig að það er tilbúið fyrir næsta flutning.

Ritstjórn

Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - ingsigur
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Útgefandi

Heiða Björk Gunnlaugsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/07/2020 hefur verið lesið 1166 sinnum