../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3027
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 1.0
3.02.02 Óráð - lyf og óráð
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að leiðbeina við lyfjanotkun hjá sjúklingum í óráði og þeim sem eru í áhættu fyrir óráði.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Lyfjameðferð við óróleika í óráðiLyfjameðferð við óróleika í óráði
      Engin lyfjameðferð er til við óráði. Hægt er að gefa lyf við óróleikaeinkennum í óráði, en það er aldrei fyrsta val. Ef gefa á sefandi lyfjameðferð er mælt með að halda skömmtum eins lágum og hægt er og gefa lyfið í stuttan tíma, að hámarki sjö daga.

      Lyf eru ekki fyrsta val við óróleika í óráði. Einungis á að gefa lyf við óróleikaeinkennum ef einstaklingur er hættulegur sjálfum sér eða öðrum.

      Ábending

      • Sjúklingur sýnir ógnandi tilburði.
      • Rífur úr sér íhluti eða er sjálfum sér skaðlegur.
      • Ofskynjanir og ranghugmyndir sem valda hræðslu, kvíða eða angist.

      Frábending
      • Sjúklingur ráfar um en truflar ekki aðra.
      • Sjúklingar með utanstrýtueinkenni (parkinsonism) mega ekki fá lyf með extrapyramidal verkun svo sem Haloperidol.

      Lyfjafyrirmæli
      Ef gefa þarf lyf á föstum lyfjagjafatímum eða eftir þörfum við óróleikaeinkennum er aðeins einu lyfi ávísað í senn og lyfjameðferð metin daglega, ástæður skráðar og einkenni metin með DOS.

      Lyfjameðferð við óróleikaeinkennum í óráði
      Lyf
      Lyfjaflokkur
      Skammtar*
      Gjafaleið
      Slæving
      Athugasemdir
      Haloperidol**
      1. kynslóðar geðrofslyf
      U: 0,25 - 0,5 mg
      H: 3 mg
      Um munn og
      í vöðva
      +
      Fyrsta val. Mest reynsla í óráði.
      Quetiapine
      2. kynslóðar geðrofslyf
      U: 12,5 mg
      H: 50 mg
      Um munn
      ++/+++
      Má nota í Parkinsonisma
      Risperidon
      2. kynslóðar geðrofslyf
      U: 0,25 - 0,5 mg
      H: 3 mg
      Um munn, undir tungu og í vöðva
      +
      Svipuð virkni og Haloperidol
      Olanzapine
      2. kynslóðar geðrofslyf
      U: 2,5 - 5 mg
      H: 20 mg
      Um munn og
      í vöðva
      ++
      Lyfjagjafaleið um munn virkar minna en í vöðva til að slá á einkenni
      Lorazepam
      Benzodiazepine
      U: 0,25 – 0,5 mg
      H: 2 mg
      Um munn, í vöðva og í æð
      ++++
      Notað í óráði tengt lyfja- og áfengisfráhvörfum eða ef sjúklingur er með frábendingar fyrir geðrofslyfjanotkun
      Oxazepam
      Benzodiazepine
      U: 5 mg
      H: 30 mg
      Um munn
      ++++
      Notað í óráði tengt lyfja- og áfengisfráhvörfum eða ef sjúklingur er með frábendingar fyrir geðrofslyfjanotkun
      U = Upphafsskammtur, H = Hámarksskammtur á sólarhring
      * Skammtur er miðaður við fullorðinn sjúkling. Ef um aldraðan sjúkling er að ræða er mælt með að gefa lægri skammta.

      **Skammtíma lyfjagjöf með haloperidol:
      Ef sjúklingur er örvæntingarfullur, með ofskynjanir, ranghugmyndir eða er órólegur og í hættu á að skaða sig og/eða aðra og tilraunir til að róa sjúkling hafa ekki skilað árangri.

        • Oft nægir 2-4 daga meðferð, helst styttri en viku, nota sem lægsta skammta.
        • Frábendingar eru utanstrýtueinkenni (extrapyramidal), lengt QT-bil og fleira.
        • Ef meðferð er gefin endurtekið er æskilegt að taka hjartalínurit og útiloka jónefnatruflanir.
      Hide details for Svefn og svefnlyfSvefn og svefnlyf
      Eftirfarandi má að hafa í huga varðandi svefnvanda og óráð:
      • Styðja við heilbrigða svefnrútínu og bæta svefn á sjúkrahúsi.
      • Forðast slævandi svefnlyf vegna hættu á byltu og ávanabindingu.
      • Hægt er að gefa sjúklingi 2 mg – 5 mg af melatonini fyrir svefn á meðan dægurvilla stendur yfir.
      • Langtímanotkun svefnlyfja sem geta verið skaðleg, sérstaklega eldra fólki.
      • Svefn- og róandi lyf geta jafnvel ýtt undir óráð.
      Hide details for Lyfjarýni klínísks lyfjafræðingsLyfjarýni klínísks lyfjafræðings
      Mælt er með að leita aðstoðar við yfirferð á lyfjalista sjúklings hjá klínískum lyfjafræðingi ef eitt eða fleiri eftirfarandi atriði eiga við sjúkling:
      • Er í aukinni hættu á óráði vegna aldurs, heilabilunar eða nýlegs beinbrots.
      • Er á fjöllyfjameðferð.
      • Er fjölveikur.
      • Ef inngrip til að laga undirliggjandi orsakir hafa ekki skilað árangri.
      • Ef grunur er um að óráð sé lyfjatengt eða vegna lyfjafráhvarfa.

      Ef óskað er eftir þessari þjónustu er hægt að hafa samband við klínískan lyfjafræðing á viðkomandi deild eða hjá Miðstöð lyfjaupplýsinga í spjallrás í Heilsugátt (Ráðg. lyfjafræðingur. Miðstöð lyfjaupp.) eða í síma: 825 3525.

Ritstjórn

Bergdís Elsa Hjaltadóttir - bergdihj
Ingibjörg Gunnþórsdóttir
Kristjana Kristinsdóttir - Kristjana
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
Tryggvi Þórir Egilsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/25/2023 hefur verið lesið 225 sinnum