../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3037
Útg.dags.: 06/08/2021
Útgáfa: 3.0
25.00.05.01 COVID-19 - sjúkraþjálfun
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa sjúkraþjálfun heima og á spítala hjá sjúklingi með grun um eða staðfesta COVID-19 veirusýkingu.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirsjúkraþjálfari ber ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera ábyrgð á að fara eftir verklagi.
    Hide details for Skilgreining á alvarleika veikindaSkilgreining á alvarleika veikinda
    Væg veikindi
    Einkenni frá efri öndunarfærum vegna sýkingar, hiti, þurr hósti, hálssærindi, nefrennsli, höfuðverkur, stoðkerfisverkir, vanlíðan og slappleiki. Stundum fylgja einkenni frá meltingarfærum, t.d. niðurgangur. Þessir sjúklingar eru heima hjá sér, fylgt eftir af COVID-19 göngudeild á Birkiborg.

    Miðlungs veikindi
    Öndunarfæraeinkenni eins og mæði og þurr hósti (oföndun hjá börnum) án merkja um alvarlega lungnabólgu. Þessir sjúklingar eru heima hjá sér, fylgt eftir af COVID-19 göngudeild á Birkiborg og eru kallaðir inn til læknisskoðunar ef ástæða þykir.

    Alvarleg lungnabólga
    Hár hiti, mikil mæði, oföndun (ÖT > 30 andadrættir/mín), hypoxia (SpO2 < 90% á andrúmslofti), blámi (hjá börnum) og öndunarbilun. Sumir geta þó verið hitalausir. Þessir einstaklingar þarfnast oft innlagnar á COVID-19 legudeild. ARDS getur komið í kjölfar alvarlegrar lungnabólgu og öndunarbilunar.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Almennt um sjúkraþjálfun COVID-19 smitaðra
    • Birtingamynd sjúkdómsins og einkenni geta verið misalvarleg. Klínísk versnun getur átt sér stað viku til 10 daga eftir upphaf einkenna. Eftirfarandi hópar fólks eru taldir í meiri áhættu á að þróa alvarleg einkenni og/eða skert þol og færni eftir sjúkrahúsdvöl: Eldri en 70 ára og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma svo sem háþrýsting, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, langvarandi öndunarfærasjúkdóma og krabbamein
    • Sjúkraþjálfun fyrir sjúkling með COVID-19 er einstaklingsbundin og byggist á mati sjúkraþjálfara á núverandi ástandi sjúklings, auk fyrra heilsufars sem gæti haft áhrif. Markmiðið er að bæta starfsemi lungna, draga úr skaðlegum áhrifum rúmlegu á líkamann og auka hreyfigetu og færni.
    • Takmarka á fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem koma inn til sjúklings og því fá þessir sjúklingar ekki reglubundna sjúkraþjálfun. Skýr ábending þarf að vera fyrir beinni aðkomu sjúkraþjálfara hjá COVID-19 smituðum sjúklingum. Mælt er með því að nota fræðsluefni og símtal/fjarfund til þess að koma fræðslu til sjúklinga sem þurfa ekki beina aðkomu sjúkraþjálfara.
    • Ekki er mælt með notkun hóstavélar fyrir sjúklinga með bráðan lungnaskaða vegna hættu á að valda loftbrjósti. Sjúklingar sem notuðu hóstavél fyrir COVID-19 veikindi gætu þurft að nota hana áfram en þá í samráði við lækni. Starfsmaður þarf að nota FFP3/N99 grímu til viðbótar við hefðbundinn hlífðarbúnað.

    Hlífðarbúnaður við beina aðkomu sjúkraþjálfara
    Notaður er hlífðarbúnaður en til viðbótar notar starfsmaður FFP3/N99 grímu inni á stofu sjúklings ef meðferð beinist að öndunarvegi eða leiðir til aukningar á loftbornu smiti.

    Sjúklingur er í eftirliti hjá COVID-19 göngudeild
    Starfsmaður á COVID-19 göngudeild sendir:
    Sjúklingur er inniliggjandi
    • Sjúkraþjálfari kynnir sér sjúkrasögu og ástand sjúklings, leggur upp áætlun um þjálfun og hefur umsjón með framkvæmd hennar. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á legudeild aðstoða sjúkling við að framfylgja áætlun.
      1. Sjúklingur með litla súrefnisþörf (≤ 5L O2 og mettar yfir 90%), með þurran hósta og getur hreyft sig með aðstoð starfsmanna deildar þarf almennt ekki beina aðkomu sjúkraþjálfara en afhent er fræðsluefni um öndun og hreyfingu.
      2. Sjúklingur með meiri súrefnisþörf fær einstaklingsbundna þjálfunaráætlun frá sjúkraþjálfara. Hjúkrunarfræðingur afhendir áætlun og fræðsluefni: COVID-19 - öndun og hreyfing og fer yfir það með sjúklingi. Sjúkraþjálfari fylgir fræðslunni eftir með símtali við sjúkling.
      3. Sjúklingur í öndunarvél er metinn af sjúkraþjálfara sem leggur upp meðferðaráætlun.
    • Allir sjúklingar eru metnir daglega með tilliti til versnunar, hvort þeir þrói með sér slím í lungum, atelectasa eða aukna færni- og/eða hreyfiskerðingu.

    Bak- og helgarvaktir sjúkraþjálfara
    • Sjúkraþjálfari gjörgæsludeildar eða legudeildar ákveður hvort þörf er á sjúkraþjálfun um kvöld eða helgar.
    • Slímsöfnun í öndunarvegi getur verið ábending fyrir bráðaútkalli sjúkraþjálfara. Þurr hósti vegna vökva eða bólgusvörunar í lungnavef er ekki ábending fyrir sjúkraþjálfun.
    • Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar geta aðstoðað flesta sjúklinga með hreyfingu í upprétta stöðu án aðkomu sjúkraþjálfara.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Cascella M, Rajnik M, Cuomo A, Dulebohn SC, Di Napoli R. Features, Evaluation and Treatment Coronavirus (COVID-19). Update March 8, 2020. Sótt 23. mars 2020.
    2. Kofod LM, Hansen MB, Philipsen LKD, Brocki BC. Anbefalet fysioterapi til patienter med COVID-19. Paa vegna af Dansk Selskap for Hjerte- og Lungefysiotherapy. 19.mars 2020. https://www.fysio.dk/globalassets/documents/nyheder/2020/fysioterapi-covid19-anbefalinger.pdf Sótt 24. mars 2020.
    3. Karin M. Felten-Barentsz, Roel van Oorsouw, Emily Klooster, Niek Koenders, Femke Driehuis, Erik H.J. Hulzebos, Marike van der Schaaf, Thomas J. Hoogeboom, Philip J. van der Wees. Recommendations for Hospital-Based Physical Therapists Managing Patients With COVID-19. Physical Therapy, 100(9).2020. DOI: 10.1093/ptj/pzaa114
    4. Lazzeri M, Lanza A, Bellini R, Bellofiore A, Cecchetto S, Colombo A, D´Abosca FD, Del Monaco C, Gaudiello G, Paneroni M, Privitera E, Retucci M, Rossi V, Santambrogio M, Sommariva M, Frigerio P. Respiratory physiotherapy in patients with COVID-19 infection in acute setting: A Position Paper of the Italian Association of Respiratory Physiotherapists (ARIR). Monaldi Archives for Chest Disease. 2020;90:1285
    5. Main E and Denehy L. Cardiorespiratory Physiotherapy, Adults and Paediatrics. Elsevier, 2016.
    6. Moses R. Physioplus course on Corona Disease Program. https://members.physio-pedia.com/2020/03/15/coronavirus-disease-programme/ Sótt 23. mars 2020.
    7. Spruit MA, Holland AE, Singh SJ, Troosters T. Report of an ad-hoc international task force to develop an expert-based opinion on early and short-term rehabilitative interventions after the acute hospital setting in COVID-19 survivors. Version April 3rd.2020.https://ers.app.box.com/s/npzkvigtl4w3pb0vbsth4y0fxe7ae9z9 Sótt 17. apríl 2020.
    8. Thomas P, Baldwin C, Bissett B, Boden I, Gosselink R, Granger CL, Hodgson C, Jones AYM, Kho ME, Moses R, Ntoumenopoulos G, Parry SM, Patman S, van der Lee L. Physiotherapy management for COVID-19 in the acute hospital setting. Recommendations to guide clinical practice. Journal of Physiotherapy. 2020;66(2)73-82. https://doi.org/10.1016/j.jphys.2020.03.011
    9. World Health Organisation (WHO): Clinical Management of severe acute respiratory infection when novel coronavirus (2019-nCoV) infection is suspected. Interim Guidance V1.2.13.Mars 2020. https://www.who.int/publications-detail/clinical-management-of-severe-acute-respiratory-infection-when-novel-coronavirus-(ncov)-infection-is-suspected Sótt 24 mars 2020.
    10. Wu Z and McGoogan JM. Characteristics of and Important Lessons From the Coronavirus Disease 2019 (COVID-19) Outbreak in China: Summary of a Report of 72314 Cases From the Chinese Center for Disease Control and Prevention. JAMA. 2020;323(13):1239-1242.
    11. Zhu C. Wu Y, Liu H. Early pulmonary rehabilitation for SARS-CoV-2 pneumonia. Experience from an intensive care unit outside of the Hubei province in China. Heart & Lung. (2020). Sótt 20.04.20 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0147956320301412?via%3Dihub

Ritstjórn

Harpa H Sigurðardóttir
Anna María Þórðardóttir
Guðrún Bragadóttir - gudbraga
Ólöf R Ámundadóttir
Sólveig Steinunn Pálsdóttir - solveipa

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ragnheiður S Einarsdóttir

Útgefandi

Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/11/2020 hefur verið lesið 1167 sinnum