../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3396
Útg.dags.: 05/25/2020
Útgáfa: 1.0
25.00.05.01.02 COVID-19 - hreyfing og þjálfun veitt af starfsmanni deildar
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa þjálfun sjúklings með COVID-19 sem veitt er af starfsmanni deildar.

    Takmarka á fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem koma inn til sjúklings og því fá þessir sjúklingar ekki reglubundna sjúkraþjálfun. Skýr ábending þarf að vera fyrir beinni aðkomu sjúkraþjálfara hjá COVID-19 smituðum sjúklingum
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á legudeild aðstoða sjúkling við að framfylgja áætlun um sjúkraþjálfun eftir að sjúkraþjálfari hefur kynnt sér sjúkrasögu, ástand sjúklings og lagt upp áætlun um þjálfun. Auk þess hefur sjúkraþjálfari umsjón með framkvæmd hennar.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Vægur eða miðlungs alvarlegur sjúkdómur Vægur eða miðlungs alvarlegur sjúkdómur
      • Sjúkraþjálfun fyrir sjúkling með einkenni frá lungum er einstaklingsbundin, oft er markmiðið að bæta starfsemi lungna, draga úr skaðlegum áhrifum rúmlegu á líkamann og auka hreyfigetu og færni.
      • Sjúklingur með litla súrefnisþörf (≤ 5L O2 og mettar yfir 90%), með þurran hósta og getur hreyft sig með aðstoð starfsmanna deildar þarf almennt ekki beina aðkomu sjúkraþjálfara.

      Framkvæmd þjálfunar
      1. Sjúkraþjálfari býr til einstaklingsbundna áætlun fyrir þá sem þurfa og ákveður hvaða æfingar henta sjúklingi. Sjúkraþjálfari velur fræðsluefni: COVID-19 - öndun og hreyfing eða COVID-19 - meðferð með PEP flautu.
      2. Hjúkrunarfræðingur afhendir fræðsluefnið og fer yfir það með sjúklingi og fræðir um mikilvægi uppréttrar stöðu, hvort sem er á stokk eða í stól að lágmarki tvisvar á dag í 20 mínútur í senn.
      3. Sjúkraþjálfari fylgir fræðslunni eftir með símtali við sjúkling.
      4. Sjúkraþjálfari og hjúkrunarfræðingur endurmeta daglega hvort ábending er fyrir beinni aðkomu sjúkraþjálfara
        • Starfsmenn deildar geta ekki aðstoðað sjúkling í upprétta stöðu þrátt fyrir leiðbeiningar sjúkraþjálfara.
        • Hætta á hreyfi- og/eða færnisskerðingu.
        • Sjúklingur er með atelectasa, slímuppgang eða skertan hóstakraft.
        • Sjúklingur er með taugavöðvasjúkdóm eða mænuskaða og skertan hóstakraft
        • Sjúklingur er með undirliggjandi lungnasjúkdóm og erfiðleika við slímhreinsun.
        • Sjúklingur er með undirliggjandi sjúkdóma sem hindrar hreyfigetu.
      Hide details for Alvarleg öndunarbilun eða innlögn á gjörgæsludeildAlvarleg öndunarbilun eða innlögn á gjörgæsludeild
      Legustöður
      • Ef sjúklingur snýr sér ekki sjálfur er honum snúið reglulega til að bæta öndun, koma í veg fyrir atelectasa og þrýstingssár.
      • Hægt er að hækka höfðalag í 30-40° og hækka aðeins undir hnjám til að hindra að sjúklingur renni niður í rúmi.
      • Stundum er sjúklingi snúið á grúfu til að bæta lungnastarfsemi.
      • Góður stuðningur er hafður við háls og höfuð.
      • Hefja hreyfingu í upprétta stöðu sitjandi á rúmstokk þegar ástand sjúklings leyfir, í samráði við gjörgæslulækni/meðferðarlækni.

      Kreppuvarnir
      • Settur er stuðningur við iljar þannig að ökkli er í 0° til að koma í veg fyrir styttingar í kálfum.
      • Úlnliðir eru hafðir í hvíldarstöðu (30° extension).
      • Handleggur er hreyfður varlega um öxl út frá líkamanum um 80-90° þannig að lófinn snúi upp þegar þegar holhönd er þvegin.

      Aðkoma sjúkraþjálfara
      Endurmetið er daglega hvort ábending er fyrir beinni aðkomu sjúkraþjálfara:
      • Öndunarvélameðferð sem varir lengur en 5-6 daga
      • Starfsmenn deildar geta ekki aðstoðað sjúkling í upprétta stöðu þrátt fyrir leiðbeiningar sjúkraþjálfara.
      • Hætta á færnisskerðingu eða vöðvaveikleika.
      • Sjúklingur er með atelectasa, slímuppgang eða skertan hóstakraft.
      • Sjúklingur er taugavöðvasjúkdóm eða mænuskaða og skertan hóstakraft,
      • Sjúklingur er með undirliggjandi lungnasjúkdóm og erfiðleika við slímhreinsun.
      • Sjúklingur er með undirliggjandi sjúkdóm sem hindra hreyfigetu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Kofod LM, Hansen MB, Philipsen LKD, Brocki BC. Anbefalet fysioterapi til patienter med COVID-19. Paa vegna af Dansk Selskap for Hjerte- og Lungefysiotherapy. 19.mars 2020. https://www.fysio.dk/globalassets/documents/nyheder/2020/fysioterapi-covid19-anbefalinger.pdf Sótt 24. mars 2020.
    2. Lazzeri M, Lanza A, Bellini R, Bellofiore A, Cecchetto S, Colombo A, D´Abosca FD, Del Monaco C, Gaudiello G, Paneroni M, Privitera E, Retucci M, Rossi V, Santambrogio M, Sommariva M, Frigerio P. Respiratory physiotherapy in patients with COVID-19 infection in acute setting: A Position Paper of the Italian Association of Respiratory Physiotherapists (ARIR). Monaldi Archives for Chest Disease. 2020;90:1285
    3. Main E and Denehy L. Cardiorespiratory Physiotherapy, Adults and Paediatrics. Elsevier, 2016.
    4. Moses R. Physioplus course on Corona Disease Program. https://members.physio-pedia.com/2020/03/15/coronavirus-disease-programme/ Sótt 23. mars 2020.
    5. Spruit MA, Holland AE, Singh SJ, Troosters T. Report of an ad-hoc international task force to develop an expert-based opinion on early and short-term rehabilitative interventions after the acute hospital setting in COVID-19 survivors. Version April 3rd.2020.https://ers.app.box.com/s/npzkvigtl4w3pb0vbsth4y0fxe7ae9z9 Sótt 17. apríl 2020.
    6. Thomas P, Baldwin C, Bissett B, Boden I, Gosselink R, Granger CL, Hodgson C, Jones AYM, Kho ME, Moses R, Ntoumenopoulos G, Parry SM, Patman S, van der Lee L. Physiotherapy management for COVID-19 in the acute hospital setting. Recommendations to guide clinical practice. Journal of Physiotherapy. 2020;66(2)73-82. https://doi.org/10.1016/j.jphys.2020.03.011
    7. Zhu C. Wu Y, Liu H. Early pulmonary rehabilitation for SARS-CoV-2 pneumonia. Experience from an intensive care unit outside of the Hubei province in China. Heart & Lung. (2020). Sótt 20.04.20 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0147956320301412?via%3Dihub

Ritstjórn

Harpa H Sigurðardóttir
Anna María Þórðardóttir
Guðrún Bragadóttir - gudbraga
Ólöf R Ámundadóttir
Sólveig Steinunn Pálsdóttir - solveipa

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ragnheiður S Einarsdóttir

Útgefandi

Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/17/2020 hefur verið lesið 870 sinnum