../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3349
Útg.dags.: 10/26/2020
Útgáfa: 4.0
27.00.01.07 COVID-19 - andlát

Útgáfa 4: breytingar gular
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við andlát þegar sjúklingur er með COVID-19 og heimsókn aðstandenda.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    • Morsbakki með hjálpargögnum við umbúnað
    • Elikapoki og línpoki
    • Einnota hárþvottahetta ef þörf er á
    • Vatnsheldur líkpoki. Gott er til séu 1-2 pokar á skilgreindum COVID-deildum. Líkpokar eru pantaðir frá birgðastöð í gegnum Orra. Vörunúmer 1051984.
      • Fossvogur: Auka birgðir eru á bráðamóttöku. Til að fá líkpoka er hringt í síma 825 3657 (Albert).
      • Hringbraut: Auka birgðir eru á gjörgæsludeild 12B
      • Landakot: Birgðir eru á lager.
    • Tuska og Virkon 1% lausn
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Heimsóknir í aðdraganda andláts og eftir andlátHeimsóknir í aðdraganda andláts og eftir andlát
      • Heimilt er að veita undanþágu frá reglum um heimsóknarbann til inniliggjandi sjúklinga með COVID-19 við sérstakar aðstæður eins og t.d. ef sjúklingur er alvarlega veikur, í aðdraganda andláts og þegar um börn er að ræða (1). Sjónarmið um velferð sjúklings og fjölskyldu hans eru höfð að leiðarljósi við ákvörðun um hvort undanþága er veitt.
      • Deildarstjóri, yfirlæknir, vaktstjóri, hjúkrunarfræðingur eða læknir sjúklings sækir um leyfi farsóttanefndar fyrir heimsókn/um til sjúklings. Sendur er tölvupóstur á netfangið farsottanefnd@landspitali.is þar sem fram kemur:
        • Nafn gests/gesta
        • Kennitala gests/gesta
        • Gestur í sóttkví: Ástæða sóttkvíar og hvenær sóttkví hófst
        • Gestur með COVID-19 eða grun um COVID-19: dagsetning greiningar, upphaf einkenna, núverandi einkenni
        • Rökstuðningur fyrir beiðni um undanþágu
        ATHUGIÐ!
        Ef upp koma aðstæður þar sem ekki er hægt að bíða eftir svari farsóttanefndar, t.d. utan vinnutíma farsóttanefndar (frá kl. 23:00-08:00 á virkum dögum og kl. 23:00-09:00 um helgar), tekur deildarstjóri/vaktstjóri/hjúkrunarfræðingur ákvörðun og upplýsir farsóttanefnd um hana eftir á með pósti á farsottanefnd@landspitali.is.
      • Heimsókn er skipulögð með ættingjum áður en andlát verður ef hægt er að koma því við og tímamörkum hliðrað ef þörf er á.
      • Þegar skipulag heimsóknar liggur fyrir lætur starfsmaður deildar gest/gesti vita klukkan hvað heimsókn er og hvaða inngang á að nota. Það er á ábyrgð deildar að tryggja örugga móttöku og brottför gests.
      • Heimsóknargestir þurfa að klæðast sama hlífðarbúnaði og starfsmenn hjá sjúklingi.
      • Hægt er að sækja um undanþágu fyrir gesti sem eru í sóttkví/með einkenni COVID-19/greindir með COVID-19, fylgt er leiðbeiningum um COVID-19 - komur sjúklinga og gesta á Landspítala.
      • Gestum með staðfest COVID-19 smit er heimilt að vera án hlífðarbúnaðar inni hjá sjúklingi, í samráði við hjúkrunarfræðing en þurfa að klæðast hlífðarbúnaði á leið inn og út af deild.
      • Gestur í sóttkví/með einkenni um COVID-19/staðfest COVID-19 má ekki koma í heimsókn á sama tíma og aðrir aðstandendur.

      Ef gestur er í sóttkví, með einkenni eða staðfest COVID-19 þarf að tryggja örugga aðkomu, brottför og réttan hlífðarfatnað við inngang. Fylgt er leiðbeiningum um COVID-19 - komur sjúklinga og gesta á Landspítala.
      Hver deild velur öruggustu leiðina og metur hvort þörf er á aðkomu öryggisvarða. Sjá nánar um flutningsleiðir í skjali um COVID-19 - flutningur sjúklings sem er í einangrun.
      Hide details for Eftir andlát og flutningurEftir andlát og flutningur
      1. Fylgt er verklagi um andlát.
      2. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði sinna umönnun hins látna skv. verklagi Embættis landlæknis.
      3. Aðstandanda er boðið upp á kveðjustund með hinum látna. Boðið er upp á þjónustu prests sé þess óskað.
      4. Vaktstjóri hringir í Útfararstofu Kirkjugarðanna sem sér um flutning látinna COVID-19 smitaðra í síma 551 1266 hvenær sem er sólarhrings.
        • Á Hringbraut (sími 1800) og Landakoti (sími 9888) er einnig hringt í öryggisverði og þeir upplýstir um flutning.
      5. Starfsmenn útfararstofu koma inn um inngang:
        • A0 í Fossvogi
        • Vörumóttöku á Hringbraut
        • Norðurinngang á Landakoti
      6. Starfsmaður deildar klæðist hlífðarbúnaði, tekur á móti starfsmönnum útfararstofu og aðstoðar þá við að klæðast hlífðarbúnaði.
      7. Hinn látni er vafinn í hvítt lak, sem fest er saman að framan með plástri.
      8. Þegar starfsmenn frá Útfararstofu Kirkjugarðanna eru komnir er líkpokinn settur á flutningsbörurnar. Hinn látni er merktur eins og vanalega en til viðbótar er ytra byrði líkpoka einnig merkt.
        1. Smitsjúkdómadeild A7
          • Ytra byrði líkpoka og snertifletir á flutningsbörum eru sótthreinsuð með tusku vættri í Virkon 1% lausn áður en farið er út af herbergi. Sprittað aftur yfir snertifleti á börum við útgang ef hætta á að þeir hafi mengast á leiðinni.
          • Starfsmenn útfararstofu afklæðast hönskum hafi þeir aðstoðað við flutning, spritta hendur og klæðast nýjum hönskum.
          • Starfsmaður í hlífðarbúnaði fylgir starfsmönnum útfararstofu að útgangi, aðstoðar þá við að afklæðast hlífðarbúnaði og sprittar flutningsleið.
        2. Aðrar deildir
        Á mörkum hreina og óhreina svæðis:
          • Ytra byrði líkpoka og snertifletir á flutningsbörum eru sótthreinsuð með tusku vættri í Virkon 1% lausn.
          • Starfsmenn útfararstofu afklæðast hlífðarbúnaði
          • Starfsmaður lokar útgangi og sprittar snertifleti á flutningsleið.
      Hinn látni er fluttur í líkhús Kirkjugarða Reykjavíkur í Fossvogi.

      Upplýsingar til aðstandenda
      Dánarvottorð
      • Hjúkrunarritari hringir í læknaritara sérgreinar á dagvinnutíma, tilkynnir um andlát og gefur upp kennitölu.
      • Ef sjúklingur andast á gjörgæsludeild er hjúkrunarritari á viðkomandi sérgrein (smitsjúkdóma eða lungnalækninga) upplýstur.
        1. Sjúklingur á vegum lyflækna: Læknaritari E7, sími 6567.
          • Starfsmaður deildar sækir vottorðið þegar það er tilbúið, yfirleitt næsta virka dag.
          • Aðstandandi tilkynnir komu á spítalann, starfsmaður deildar (hjúkrunarfræðingur eða hjúkrunarritari) hittir aðstandanda í anddyri hjá vaktmönnum og afhendir dánarvottorð.
        2. Sjúklingur á vegum öldrunarlækna: Læknaritari K4, sími 9410.
          • Læknaritari á Landakoti upplýsir aðstandanda þegar vottorðið er tilbúið og sér um afhendingu.
        Útfararþjónusta
        Aðstandendur hafa samband við Útfararstofu Kirkjugarðanna í síma 551 1266 varðandi val á útfararstofu og næstu skref.

        Annað
        Boðið er að fá prest/djákna til að veita stuðning á sorgarstundu.

        Fræðsluefni
        Aðstandendum er afhent fræðsluefni: Andlát ástvinar (þar eru m.a. upplýsingar um útfararþjónustu), sorg og sorgarviðbrögð og réttindi vegna andláts: Upplýsingar um félagsleg réttindi fyrir eftirlifendur fullorðinna einstaklinga og sálgæslu presta og djákna.

      Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Með samþykki sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar skv. símtali 30. október 2020 kl. 10 við Má Kristjánsson formann farsóttanefndar.

    Ritstjórn

    Ásdís Elfarsdóttir
    Berglind G Chu
    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ásdís Elfarsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/02/2020 hefur verið lesið 765 sinnum