../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3326
Útg.dags.: 09/12/2020
Útgáfa: 2.0
25.00.13.06 COVID-19 - viðbótarskráning á ICD-10 og NCSP-IS kóðum við innritun í legu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu á ICD og NCSP-IS kóðum við innritun í legu eða á innritaða vegna COVID-19 í eininguna Legur í Sögu
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Deildarritari eða hjúkrunarfræðingur þegar sjúklingur:
    • Leggst inn á legudeild með staðfest COVID-19 smit eða grunur er um COVID-19 smit.
    • Er þegar innritaður og grunur vaknar um COVID-19 smit eða það er staðfest.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Opnað hefur verið fyrir möguleikann á að skrá ICD-10 og NCSP-IS kóða við innritun eða á innritaðan sjúkling í Legur í Sögu á öllum legudeildum spítalans. Læknar og læknaritarar sjá ekki þessa einingu í sögu en kóðinn birtist á legunni í eyðublaðaeiningunni og lotueiningunni í Sögu ef hann hefur verið skráður.

    Innritun
    Sjúklingur er innritaður í Legu skv. verklagi. Til viðbótar við innskráningu er hægt að skrá ICD-10 og NCSP-IS kóða við komu:
    • Sjúklingurinn sem setja á kóða á er valinn og smellt á flipann Greiningar og aðgerðir". Valið er „Skrá nýja greiningu eða aðgerð" og opnast þá nýr gluggi.


    • Ýtt er á plús merkið og þá opnast sjúklingakort einstaklingsins sem er valinn, ICD-10 eða NCSP-IS kóðinn sem á að skrá gæti verið kominn þar inn (ef búið er að setja kóðann t.d. á COVID-19 göngudeild) og þá er hægt að velja hann þar. Annars þarf að fara í leit og slá inn kóðann og velja og þá birtist hann.
    • Ýtt er á vista og þá er kóðinn skráður á leguna. Ef skrá þarf fleiri kóða þá er ferlið endurtekið fyrir hvern kóða fyrir sig.

    Skoða kóðaskráningu
    • Hægt er að skoða hvort allir sem eru skráðir innlagðir á deildina í Legur séu með kóða.
    • Neðst til hægri á skjánum eru flipar, einn flipinn heitir Kóðar". Þar sést hvort búið er að skrá kóða á sjúklinginn. Ef rangur kóði hefur verið skráður fyrir mistök er hægt að smella á kóðann, hægri smella á músina og velja eyða greiningu eða aðgerð. Réttur kóði er svo skráður.
    • Ef fleiri enn einn ICD-10 kóði er skráður þarf að fylgjast með að réttur kóði er merktur sem aðalgreining. Þegar merkja á kóða sem aðalgreiningu er bendillinn settur yfir kóðann, hægri smellt og valið "setja sem aðalgreiningu" þá kemur aðalgreiningar hakið við þann kóða.
    ICD-10 og NCSP-IS kóðar sem notaðir eru
    • U07.1 COVID-19 Kransveirusjúkdómur 2019 ef sjúklingur leggst inn með staðfest smit.
    • WAA730 Öndunarvél er skráður NCSP-IS kóði ef sjúklingur fer í öndunarvél.
    • U07.2 Grunur um COVID-19 (óstaðfest smit) ef sjúklingur leggst inn vegna gruns um smit en það er óstaðfest.
    • Z03.8 Athugun vegna gruns um aðra sjúkdóma og kvilla ef sjúklingur reynist ekki með COVID-19 smit og kóðinn merktur sem aðalgreining.
    • Z29.0A Sóttkví vegna COVID-19 - einkennalaus.
    • WAA730 Öndunarvél.
    • WAA731 Tekinn af öndunarvél.

    Ef viðkomandi fékk upphaflega U07.2 Grunur um COVID-19 (óstaðfest smit) og síðan er smit staðfest þá er kóðanum U07.1 COVID-19 (Kransveirusjúkdómur 2019) bætt við og merktur sem aðalgreining. Ekki á að eyða fyrri kóðanum.

    Nánari lýsing á ICD-10 kóðun: COVID-19 - ICD-10 kóðun
    Fara aftur í verklagsreglu: COVID-19 (2019-nCoV, SARS-CoV-2)
    Tengd skjöl: COVID-19 - handbók

      Ritstjórn

      Anna María Þórðardóttir
      Ólafur Baldursson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Útgefandi

      Anna María Þórðardóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/31/2020 hefur verið lesið 811 sinnum