../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3291
Útg.dags.: 03/28/2020
Útgáfa: 1.0
27.00.01.03 COVID-19 - móttaka sjúklings í sóttkví á dag- og göngudeild eða bráðamóttöku
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa móttöku sjúklings sem er í sóttkví vegna COVID-19 á dag- og göngudeild eða bráðamóttöku.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Sjúklingar sem eru í sóttkví vegna COVID-19 útsetningar eru einkennalausir. Talið er að sjúklingar geti byrjað að smita sólarhring áður en fyrstu einkenni koma fram. Þess vegna fara þeir í einangrun í snerti- og dropasmitgát til að koma í veg fyrir útsetningu starfsfólks og/eða annarra sjúklinga á 14 daga sóttkvíartímabilinu.

    Koma á dag- og göngudeild
    Metið er hvort hægt er að fresta meðferð á dag- eða göngudeild þar til sóttkví er lokið. Ef það er ekki hægt er eftirfarandi verklagi fylgt:
    1. Deild hefur samband við sjúkling vegna komu á dag- eða göngudeild og lætur hann vita hvenær og við hvaða inngang sjúklingur á að koma. Best er að taka á móti sjúklingi eftir kl. 16 eða eins seint að degi og hægt er.
    2. Starfsmaður móttökudeildar:
      1. Klæðist hlífðarbúnaði (síðerma hlífðarslopp, skurðstofugrímu, andlitshlíf eða hlífðargleraugum, einnota hönskum)
      2. Tekur á móti sjúklingi við inngang
      3. Aðstoðar sjúkling við að setja á sig skurðstofugrímu á réttan hátt
      4. Aðstoðar sjúkling við að spritta hendur
    3. Starfsmaður fylgir sjúklingi stystu leið skv. verklagi deildar beint á skilgreinda stofu á deild.
    4. Sjúklingur er með grímu allan tímann ef hægt er að koma því við, þar til hann er kominn út af spítalanum aftur.
    5. Starfsmenn deildar bera ábyrgð á að spritta snertifleti á flutningsleið þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.

    Útskrift sjúklings
    1. Sjúklingur sprittar hendur þegar hann yfirgefur stofuna og notar skurðstofugrímu.
    2. Starfsmaður
      • Klæðist skurðstofugrímu. Ef sjúklingur þarf aðstoð klæðist starfsmaður hlífðarbúnaði eins og við móttöku.
      • Fylgir sjúklingi stystu leið út skv. verklagi deildar
    3. Starfsmaður deildar ber ábyrgð á að spritta snertifleti á flutningsleið, þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.
    4. Snertifletir á stofu eru sprittaðir eftir brottför sjúklings.

    Bráðakoma
    Sjúklingur í heimasóttkví hefur samband í síma 1700 ef hann þarfnast heilbrigðisþjónustu utan áður bókaðs tíma. Ef heilsugæslulæknir metur að þörf er á frekara mati á Landspítala hefur hann samband við vaktstjóra viðkomandi deildar (G2, 20D, bráðaþjónustu geðdeildar, 21AM eða fæðingarvaktar) og tilkynnir um komu sjúklings.
    Eftirfarandi verklag gildir um bráðakomur:

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
Ólafur Guðlaugsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/20/2020 hefur verið lesið 586 sinnum