../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3066
Útg.dags.: 04/24/2020
Útgáfa: 3.0
25.00.06.04 COVID-19 - flutningur sjúklings - öryggisverðir

Tekin út pdf.skjöl um ákveðnar flutningsleiðir á Landspítala Fossvogi og settur inn texti um verklagið almennt.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi öryggisvarða við flutning sjúklings með COVID-19.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Hlutverk öryggisvarða er að rýma og loka flutningsleiðum og tryggja að flutningur geti átt sér stað án utanaðkomandi truflana og opna leið að flutningi loknum. Þeir taka ekki beinan þátt í flutningi sjúklings.

    Flutningur
    • Vaktstjóri útskriftardeildar hringir í öryggisverði:
      1. Hringbraut: Sími 543 1800
      2. Fossvogur: Sími 543 1850
      3. Landakot: Sími 543 9888
      4. Vífilsstaðir: Sími 825 9406
    • Tímasetning flutnings er ákveðin á samráði við öryggisverði. Tímasetning þarf að vera nákvæm til að leiðir séu ekki lokaðar að óþörfu um lengri tíma.
    • Skýrar upplýsingar um móttökudeild og flutningsleið gefnar.
    • Öryggisvörður:
      1. Tekur niður símanúmer vaktstjóra á útskriftardeild.
      2. Rýmir leið, lokar fyrir umgengni með öryggisbeltum eða varúðarlímborða og tryggir aðgengi að lyftu sé hún notuð.
      3. Hringir í vaktstjóra útskriftardeildar og lætur vita þegar leið hefur verið rýmd.
      4. Opnar aftur fyrir umgengi að loknum flutningi.

    Hlífðarbúnaður öryggisvarða
    Haldi öryggisverðir sig í meira en tveggja metra fjarlægð frá sjúklingi og starfsmönnum er hlífðarbúnaður óþarfur.
    Þurfi þeir af einhverjum ástæðum að vera virkir þátttakendur í flutningi sjúklings nota þeir hlífðarbúnað fyrir COVID-19 eins og aðrir starfsmenn.

Ritstjórn

Ólöf Másdóttir
Ásdís Elfarsdóttir
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Elfarsdóttir

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/11/2020 hefur verið lesið 1009 sinnum