../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3354
Útg.dags.: 07/15/2021
Útgáfa: 4.0
25.00.03.06 COVID-19 - notkun heimaöndunarvéla Stellar eða Astral (lífsbjargandi) við innlögn
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa breytingum á uppsetningu tækjabúnaðar á heimaöndunarvél af tegundinni Stellar eða Astral (life support) hjá fullorðnum sem leggjast inn á sjúkrahús með grun um eða staðfest COVID-19 smit.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    • Hjúkrunarfræðingar og læknar, sem sinna COVID-19 smituðum sjúklingum sem nota Stellar eða Astral heimaöndunarvélar.
    • Fengin er ráðgjöf lungnalæknis ef sjúklingur sem háður er heimaöndunarvél í meira en 16 klst. á sólarhring leggst inn.
    • Heimaöndunarvélateymi (HÖT) veitir ráðgjöf á virkum dögum kl. 8-16 við innlögn sjúklings í síma 825 5171 eða 824 3349. Á öðrum tíma veitir vakthafandi lungnalæknir ráðgjöf.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Stofa sjúklings
    Einangrunarstofa er undirbúin og allt fjarlægt af sjúkrastofu sem þarf ekki nauðsynlega að vera þar.
    Sjúklingur skal vera á einbýli sem er þrýstingsstýrt sé þess nokkur kostur.
    Fylgt er verklagi varðandi smitgát fyrir innlagða sjúklinga í einangrun.

    Starfsmenn
    Starfsmen nota FFP3/N99 fínagnagrímu inni á stofu sjúklings.

    Breyting á búnaði
    Nauðsynlegt er að gera þær breytingar, sem lýst er hér að neðan til að minnka hættu á úðasmiti frá sjúklingi. Breytingar á stillingum vélar sér HÖT um, þegar sjúklings er vitjað.
    Grímur/útöndunarop
    • Skipt er úr ''vented'' grímu yfir í ''non-vented'' grímu.
    • Samhliða er útöndunaropi bætt við barkann.

    Síur
    • Sett er bakteríu-/veiru-/raka sía á milli grímu og útöndunarops á barka (sjá mynd).
    • Skipt er um bakteríu-/veirusíu á 24 klst. fresti eða oftar því raki frá útöndunarlofti getur safnast í síuna sem getur aukið mótstöðu við flæði

    Rakatæki
    Ekki má nota rakatæki og þarf að fjarlægja það.

    Stellar - rakatæki fjarlægt frá vél:
    Stellar öndunarvél: Rakatæki nr. 4 á mynd er fjarlægt
    Rakatækið
    Vél án rakatækis
      Astral - rakatæki fjarlægt frá vél:
      Astral öndunarvél: Rakatæki er fjarlægt
      Rakatækið
      Vél án rakatækis
        Súrefni
        • Gefa má viðbótarsúrefni og er það tengt við heimaöndunarvél.
        • Súrefnisgjöf er stillt á súrefnisflæðimæli á vegg.
        • Gefa má allt að 30 l/mín.
        • Sérstök súrefnistengi eru notuð og eru þau sett aftan á öndunarvél, sjá myndir:
        Barkarauf
        • Ekki er notað rakatæki.
        • Bakteríu-/veiru-/rakasía er sett milli Dead Spaceog útöndunarops. Hún veitir „passífan“ raka, þ.e. sían notar raka frá útöndun til rakagjafar í innöndun.
        • Mælt er með sogun með lokuðu kerfi.

          Bakteríu-/veiru-/rakasía
          ''Dead Space'' bakteríu-/veiru-/rakasía - útöndunarop

      Loftúðar
      Loftúða má ekki gefa beint í gegnum öndunarvél.
      Ef lungnalæknir telur nauðsynlegt að gefa loftúða, er sjúklingur tekinn úr öndunarvél á meðan að loftúðagjöf stendur, þoli hann það.


    Ritstjórn

    Alda Gunnarsdóttir
    Björg Eysteinsdóttir
    Bryndís Halldórsdóttir
    Karin Kristina Sandberg
    Anna María Þórðardóttir
    Guðrún Bragadóttir - gudbraga
    Sif Hansdóttir - sifhan
    Sigríður Heimisdóttir - sigridhe

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Sif Hansdóttir - sifhan

    Útgefandi

    Guðrún Bragadóttir - gudbraga

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/08/2020 hefur verið lesið 4813 sinnum