../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3489
Útg.dags.: 11/10/2021
Útgáfa: 2.0
25.00.07.02 COVID-19 - viðbúnaður á göngudeild augnsjúkdóma vegna sjúklings í sóttkví
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbúnaði á göngudeild augnsjúkdóma þegar sjúklingur í sóttkví vegna COVID-19 kemur í meðferð.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Undirbúningur komu
    Deildarlæknir:
    • Hringir í sjúkling og ákveður komutíma.
    • Fær staðfestingu á að sjúklingur sé ekki með einkenni COVID-19 smits. Ef sjúklingur er með einkenni og má bíða er honum bent á að fara í sýnatöku. Ef skoðun þolir ekki bið þá er honum bent á að fara á bráðamóttöku.
    • Segir sjúklingi hvar hann á mæta, gefur upp símanúmer til að hringja í og hvernig tekið verði á móti honum.
    • Lætur móttöku á 1. hæð vita af komu sjúklings.

    Móttaka sjúklings og útskrift
    • Ef sjúklingur er á bíl er bifreiðinni lagt fyrir framan Eiríksgötu 5, baka til.
    • Sjúklingur hringir í uppgefið símanúmer og tekur starfsmaður á móti honum við inngang.

    Deildarlæknir:
    1. Klæðir sig í viðeigandi hlífðarbúnað sem er geymdur á lyfjaherbergi á 2. hæð (B-221).
    2. Fer út um aðaldyr sem opnast snertilaust og afhendir sjúklingi skurðstofugrímu sem sjúklingur setur á sig og sjúklingur sprittar hendur.
    3. Fylgir sjúklingi inn um aðaldyr og beint inn á skoðunarstofu 5.
    Að lokinni skoðun
    1. Sjúklingur sprittar hendur þegar hann yfirgefur stofuna.
    2. Deildarlæknir:
      • Fylgir sjúklingi sömu leið út.
      • Sprittar snertifleti á flutningsleið, þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.
    3. Snertifletir á stofu eru sprittaðir eftir brottför sjúklings.
    4. Sjúklingur fær sendan greiðsluseðil í heimabanka.

    Frágangur og þrif
    • Deildarlæknir sprittar slitlampa, linsu og áhöld og snertifleti á skoðunarstofu. Notað er 70% spritt og grænir sprittklútar.
    • Deildarlæknir klæðir sig úr hlífðarfatnaði og hendir í almennt sorp.
    • Meðferð og sótthreinsun áhalda er eins og venja er.

Ritstjórn

Áslaug S Svavarsdóttir
Gunnar Már Zoéga - gunnarmz
Margrét Sjöfn Torp
Kolbrún Gísladóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Áslaug S Svavarsdóttir
Gunnar Már Zoéga - gunnarmz

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/27/2020 hefur verið lesið 470 sinnum