../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3339
Útg.dags.: 08/17/2021
Útgáfa: 3.0
5 COVID-19 - ferli við innlögn og meðferð barns
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa ferli þegar barn með staðfest COVID-19 smit þarf meðferð á Landspítala. Skjalið er uppfært reglulega þegar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga með COVID-19 veirusýkingu breytast. Breytingar milli útgáfa eru litaðar gular.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Skilgreindir aðilar bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Ákvörðun um innlögn
    • Ef ekkert barn er innilinggjandi með COVID-19 á barnadeild og barn á aldrinum 15-18 ára með COVID-19 þarfnast innlagnar, þá meta smitsjúkdómalæknir barna/yfirlæknir á barnadeild og vakthafandi smitsjúkdómalæknir hvort barn leggst inn á sérútbúna COVID deild í Fossvogi eða barnadeild.
    • Barn með jákvætt COVID-19 smit er lagt inn á deild 22E (stofu 34) á Barnaspítala.
    • Ákvörðun um innlögn á barni með COVID-19 smit er tekin af vakthafandi sérfræðilækni á Barnaspítala í samráði við barnasmitsjúkdómalækna, yfirlæknir og deildarstjóra á barnadeild.
    • Ef ákveðið er að leggja barn inn hefur innlagnarlæknir samband við vaktstjóra á barnadeild í síma 824 5683.

    Flutningur barns
    • Yngri börn og börn með lága súrefnismettun og/eða hækkað koldíoxíð getur verið mjög erfitt að flytja í húddi vegna hræðslu. Ef flutningur í húddi er ekki talinn framkvæmanlegur er barnið flutt með fínagnagrímu án ventils og öðrum varnarbúnaði sem við er komandi.
    • Foreldri fær fínagnagrímu án ventils, veitt er aðstoð við að setja grímuna á og spritta hendur.
    • Starfsmenn klæðast viðeigandi hlífðarbúnaði við móttöku, flutning og meðferð barns og viðhefur snerti- og dropasmitgát.
    • Starfsmenn fylgja barni stystu leið innanhúss skv. verklagi deildar beint á skilgreinda stofu á deild.
    • Starfsmaður tekur frá forgangslyftu og heldur opinni fyrir flutning.
    • Starfsmenn deildar bera ábyrgð á að spritta snertifleti á flutningsleið þ.e. allt sem barn, foreldri eða starfsmaður snertir.

    Undirbúningur fyrir komu barns
    Þeir starfsmenn sem eru staðsettir í húsi fara strax að undirbúa komu barns og meta mönnnarþörf.
      Móttaka og meðferð barns
      Teymi á COVID deild:
      • Skráir barn inn í Sögukerfi á barnadeild á viðeigandi stofu. Fyrsta barn sem lagt er inn fer á stofu 34. Næstu börn fara á stofu 36 og 33.
      • Prentar út límmiða og auðkennisarmband.
      • Tekur til búnað sem þarf í einangrunarstofu skv. gátlista og hann miðaður við aldur barns.
      • Hefur samband við ræstingu og lætur vita að búið sé að leggja inn barn, ef ekki er annað barn með COVID-19 smit á deildinni fyrir.
      • Klæðist viðeigandi hlífðarbúnaði við móttöku og meðferð barns og viðhefur snerti- og dropasmitgát.
      • Við skoðun og meðferð barns er fylgt verklagi: COVID-19 rannsóknir og meðferð barns með bráða og alvarlega öndunarfærasýkingu.
        Versnun á einkennum hjá barni
      • Ef það stefnir í að barn þurfi gjörgæslumeðferð er haft samband við gátteymið sem fyrst. Reynt er eins og kostur er að forðast að flytja barnið mikið veikt.
      • Yngri börn og börn með lága súrefnismettun og/eða hækkað koldíoxíð getur verið mjög erfitt að flytja í húddi vegna hræðslu. Ef flutningur í húddi er ekki talinn framkvæmanlegur er barnið flutt með fínagnagrímu án ventils og öðrum varnarbúnaði sem við er komandi.
      • Gjörgæslulæknar taka ákvörðun um hvort barnið leggst inn á gjörgæsludeild á Hringbraut eða á gjörgæsludeild í Fossvogi. Barn sem þarf gjörgæslumeðferð og er undir 3ja mánaða aldri er sinnt af starfsmönnum Vökudeildar.
      Foreldri eða aðstandandi
      • Eitt foreldri getur fylgt barni í innlögn.
      • Foreldrið er þá í einangrun inni á stofu með barni og fær upplýsingar um smitleiðir og smitgát. Foreldrar gæta þess að halda tveggja metra fjarlægð við aðra á stofunni en sitt barn.
      • Foreldri getur lagt sig rúm eða lazy boy stól inni á stofu hjá barni.
      • Foreldrar geta skipst á einu sinni á sólarhring en það foreldri sem er heima verður að fylgja reglum Embættis landlæknis um sóttkví í heimahúsi ef það er ekki með einkenni eða staðfest COVID-19 smit. Foreldri með staðfestan COVID-19 sjúkdóm má ekki heimsækja barn. Við þau vaktaskipti þá klæðist starfsmaður viðeigandi hlífðarbúnaði og viðhefur snerti- og dropasmitgát.
      • Foreldri er fylgt stystu leið skv. verklagi deildar út af spítalanum. Foreldri sprittar hendur áður en farið er út af stofu og er með fínagnagrímu án ventils. Lyfta er ekki notuð nema í undantekningartilvikum.
      • Tekið er á móti því foreldri sem er að koma fyrir utan spítalann.
      • Foreldri fær fínagnagrímu án ventils, veitt er aðstoð við að setja grímuna á og spritta hendur. Starfsmaður fylgir sjúklingi stystu leið skv. verklagi deildar beint á skilgreinda stofu á deild.
      • Starfsmenn deildar bera ábyrgð á að spritta snertifleti á flutningsleið þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.


    Ritstjórn

    Henný Hraunfjörð
    Ingileif Sigfúsdóttir
    Jóhanna L Hjörleifsdóttir
    Kolbrún Gísladóttir
    Margrét Sjöfn Torp
    Ragnar Bjarnason
    Sigurbergur Kárason
    Valtýr Stefánsson Thors - valtyr

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Dögg Hauksdóttir - dogghauk

    Útgefandi

    Kolbrún Gísladóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/02/2020 hefur verið lesið 926 sinnum