../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3363
Útg.dags.: 07/19/2024
Útgáfa: 25.0
25.00.01.08 COVID-19 - einangrun aflétt hjá sjúklingi - endurkoma starfsmanns til vinnu

    Útg. 24: Bólusetningarstaða tekin út sem forsenda fyrir styttri einangrunartíma og endurkomu til vinnu. Uppsetningu á töflu breytt.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa hvenær má aflétta einangrun hjá sjúklingi með COVID-19 á legudeild Landspítala.
    Leiðbeina starfsmönnum um endurkomu til vinnu eftir COVID-19 veikindi.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Ábyrgur læknir á deild eins og lýst er í framkvæmd.
    Starfsmenn að loknum COVID-19 veikindum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Einangrun aflétt hjá inniliggjandi sjúklingi
    • Ábyrgur læknir afléttir einangrun sjúklings. Aflétting einangrunar byggir á klínísku mati.
    • Ef eitthvað er óljóst í klínísku mati er fengin ráðgjöf frá smitsjúkdómalækni áður en ákvörðun um afléttingu einangrunar er tekin.
    • Upphafsdagur COVID-19 einkenna dagur núll.
    • Einangrun má aflétta á miðnætti á síðasta degi einangrunar (sjá töflu).

    Þegar einangrun er aflétt hjá inniliggjandi sjúklingi, fer sjúklingur í sturtu, bað eða rúmbað og hrein föt á meðan herbergi er þrifið. Rúm er sótthreinsað og búið upp með hreinni sæng og kodda. Lokaþrif í flokki 1 eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala og taka þau um 30 mínútur. Flytja má sjúkling á aðrar deildir Landspítala, útskrifa á aðra stofnun eða heim.


    Aflétting einangrunar hjá inniliggjandi sjúklingi - yfirlitstafla.pdfAflétting einangrunar hjá inniliggjandi sjúklingi - yfirlitstafla.pdf


    Endurkoma starfsmanns til vinnu eftir COVID-19 veikindi
      • Starfsmaður án einkenna með jákvætt COVID-19 próf má mæta til vinnu ef hann er enn einkennalaus 48 klst. síðar en skal nota skurðstofugrímu í öllum samskiptum í 5 sólarhringa frá greiningu.
      • Starfsmaður sem fengið hefur einkenni má mæta til vinnu þegar hann er búinn að vera hitalaus í 48klst. og er orðinn einkennalaus eða einkennalítill. Starfsmaður á að vera með skurðstofugrímu innan um sjúklinga og starfsmenn þar til 5 dagar
        eru liðnir frá upphafi einkenna ef þeim tímapunkti er ekki þegar náð.
      • Starfsmaður fylgir reglum um handhreinsun í hvívetna.


    Fara aftur í verklagsreglu: COVID-19 - sýkingavarnir
    Tengd skjöl: COVID-19 - handbók


Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Anna María Þórðardóttir
Hrönn Guðbjartsdóttir - hronngudb
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
Ólafur Guðlaugsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/15/2020 hefur verið lesið 6956 sinnum