../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-491
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 2.0
3.04.02.01 Bylta - ítarleg uppvinnsla
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa ítarlegri uppvinnslu þverfaglegs teymis þegar sjúklingur leggst inn vegna bylta eða dettur í legu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Ítarlega uppvinnsla er framkvæmd af þverfaglegum hópi á deild sjúklings sem samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara og lækni og e.t.v. klínískum lyfjafræðingi og/eða næringarfræðingi. Skipulag teymis getur verið mismunandi milli deilda. Það er þó nauðsynlegt að starfsmenn sem mynda þverfaglegan hóp á hverri deild hittist markvisst og fari yfir niðurstöðu eigin athugana og geri sameiginlega meðferðaráætlun m.t.t. byltuhættu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for GLASS BONES minnisreglanGLASS BONES minnisreglan
      Uppvinnsla á sjúkrahúsi vegna byltu heima eða í innlögn á að innihalda mat á eftirfarandi atriðum sem gott er að muna með hjálp af minnisreglu GLASS BONES:
      G - Greiningar
      L - Lyfjarýni, lyfjamælingar
      A - Alkóhól og vímuefni
      S - Saga (Byltusaga)
      S - Skoðun (læknisskoðun og mat sjúkraþjálfara á jafnvægi, vöðvastyrk og göngulagi, mat iðjuþjálfa)

      B – Beinheilsa: mæling á vítamín D og kalsíum, beinþéttnimæling
      O – Ortostatismi (Réttstöðulágþrýstingur)
      N – Næring og vökvainntaka
      E – Endurteknar þvagfærasýkingar og þvagleki
      S – Skynjun: vitræn/andleg geta, sjón, skyn, verkir. Mælingar á B12, fólat og TSH/fT4
      Nánari lýsing á GLASS BONES minnisreglu

      G - Greining
      Margar sjúkdómsgreiningar tengjast aukinni byltuhættu. Mælt er með að fara yfir sjúkdómsgreiningar og endurskoða meðferð. Bæði undir- og yfirmeðhöndlun getur verið óæskileg m.t.t. byltuhættu. Dæmi um sjúkdóma sem tengjast byltuhættu:

      • Taugasjúkdómar (heilablóðfall, heilabilun, extrapyramidal sjúkdómar, flogaveiki, fjöltaugakvilli, mænusjúkdómar, spinal stenosis).
      • Hjartasjúkdómar (ósæðaþrengsli, hjartsláttatruflun).
      • Stoðkerfissjúkdómar (liðbólgur og slit, ástand eftir liðskipti, bak- og fótavandamál).
      • Aðrir sjúkdómar (sjónskerðing af öllum orsökum, bráð þvaglátaþörf og þvagleki, þunglyndi, vannæring, blóðleysi).
      • Bráðir sjúkdómar sem reyna á samvægi (homeostasis) tengjast byltum.
      L - Lyfjarýni, lyfjamælingar
      Mörg lyf auka hættu á byltum, sérstaklega lyf með virkni á miðtaugakerfið eins og benzo-lyf og z-svefnlyf, geðrofslyf, þunglyndislyf (líka SSRI), sterk verkjalyf, lyf við Parkinsonssjúkdómi og æðakerfið (æðavíkkandi lyf), þvagræsilyf, ósértækir beta-blokkerar og lyf við hjartsláttartruflunum. Lyf með andkólínerg áhrif (þricyklisk þunglyndislyf, eldri antihistamin lyf, þvagblöðruhemlarar) geta aukið byltuhættu vegna óráðshættu, blóðþrýstingsfalls eða sjóntruflunar. Fjöllyfjanotkun eykur einnig byltuhættu.
      Mælt er því með yfirferð á lyfjalista sjúklings og eru eftirfarandi atriði höfð í huga:
      • Er lyfjalisti réttur?
      • Hentar meðferðin miðað við almennt ástand, horfur, meðferðarmarkmið, óskir einstaklings og hættu á aukaverkunum?
      • Er ábending fyrir lyfinu enn til staðar? Lyf án ábendingar skyldi stöðva/trappa út.
      • Eru skammtar og tíðni lyfjagjafa eðlileg?
      • Er hætta á milliverkunum?
      • Er óviðeigandi tvöföld lyfjaávísun (tvö lyf úr sama flokki) í lyfjalistanum?
      • Er lyfið að gera gagn við ástandinu?
      • Er til staðar ómeðhöndlað ástand sem þarfnast meðferðar?
      Íhuga þarf að mæla lyf með breytilegri þéttni í plasma (digoxin, lyf gegn flogaveiki)
      Gera þarf áform um lyfjabreytingar og fylgja þeim eftir.

      A- Alkóhól og vímuefni
      Taka þarf sögu um áfengisnotkun og notkun vímuefna, e.t.v. staðfesta í samtali við aðstandendur. Óháð því hvort byltur hafi átt sér stað undir áhrifum eða ekki, beina þarf öllum sem eiga við vímuefnavandamál að stríða í viðeigandi meðferðarúrræði. Huga þarf að þíamín gjöf (fyrirbyggjandi gjöf eða meðferð).
      S - Saga, byltusaga
      Mikilvægt er að taka sögu um byltur, hvar og hvernig þær hafa orðið, tala við vitni ef þarf. Helstu áhrifaþættir og ástæður fyrir byltum:
      • Óstöðuleiki/jafnvægistruflun: aldurstengd hrörnun þeirra kerfa er standa að jafnvægi (eins og skynkerfi, stoðkerfi, hjarta- og æðakerfi og taugakerfi), fjöltaugakvillar og æðasjúkdómar í heila.
      • Svimi / hringsvimi: BPPV, vestibular neuritis, cerebellar vandamál, Meniéres sjúkdómur. Aukaverkanir lyfja, hálsvandamál, vöðvabólga og fleira.
      • Rekst utan í: minnkaður vöðvastyrkur, minnkuð sjón, vanstarfsemi í jafnvægiskerfi innra eyra, fjöltaugakvilli, extrapyramidal einkenni, andlegt ástand, skert innsæi og umhverfisþættir.
      • Fætur ”gefa sig”: spinal stenosis (háls- eða lendhrygg), slitgigt, D-vítamínskortur, minnkaður vöðvastyrkur.
      • Yfirlið eða næryfirlið: réttstöðulágþrýstingur, ósæðalokuþrengsli, takttruflanir, carotis sinus hypersensitivity (íhuga carotis sinus örvun).
      • Óljós: Flogaveiki, yfirlið.
      S - Skoðun
      Markviss læknisskoðun:
      • Mat á sjón (þ.m.t. sjónsvið), hjartahlustun, stoðkerfi (liðskoðun og hreyfigeta útlima, fætur og fótbúnaður). Geðlægð (þunglyndi, framtaksleysi).
      • Taugaskoðun:
        • Slen og syfja, cortical einkenni (taltruflun, apraxia, neglekt).
        • Heilataugar m.t.t. symmetríu, augnhreyfingar.
        • Reflexar (þ.m.t. Hoffmans próf), vöðvatonus.
        • Vöðvastyrkur og skyn.
        • Cerebellar próf.
        • Romberg próf.
        • Ef grunur er um svima frá innra eyra, ráðlagt að gera Dix-Hallpike próf og önnur próf, í samvinnu við sjúkraþjálfara eða HNE-lækni.
      Mat sjúkraþjálfara á jafnvægi, vöðvastyrk og göngulagi.
      Mat iðjuþjálfa, þ.m.t. áætlun um heimilisathugun.
      B - Beinheilsa
      Ráðlagt er að mæla D-vítamín og kalsíum/albúmin, meðhöndla D-vítamín skort og rannsaka brenglun á kalsíum. D-vítamín þéttni á helst að liggja milli 75 og 100 nmol/L. Hjá flestum eru þessi gildi að nást með inntöku á 800-1000 einingum af D-vítamíni á dag. Flestum sem eru í byltuhættu á að vísa í beinþéttnimælingu nema hún hafi verið gerð innan tveggja ára.

      O - Orthostatismi
      Mæla þarf blóðþrýsting og púls liggjandi (eftir minnst 5 mínútur), standandi strax, standandi eftir 2 og e.t.v. 4 mínútur, 2 x á dag í 2-3 daga. Meðferð blóðþrýstingsfalls fellst í endurskoðun lyfja og meðhöndlun á undirliggjandi sjúkdómum. Ráðleggja þarf að drekka meiri vökva, stunda þjálfun og líkamsrækt, auka salt inntöku: bollasúpur, kjötseiði, nota teygjusokkar, spenna vöðva áður en staðið er upp. Lyfjameðferð með Florinef® 0,05-0,2mg/dag eða Gutron® 2,5-5mg x 3 kemur til greina.

      N - Næring og vökvainntaka
      Vannæring og þyngdartap tengjast byltum en er líka alvarlegt vandamál út af fyrir sig sem þarf að rannsaka og meðhöndla. Öllum sem ekki eru á vökvatakmörkun er ráðlagt að drekka 6-8 glös af vatni á dag.

      E - Endurteknar þvagfærasýkingar og þvagleki
      Endurteknar þvagfærasýkingar geta valdið óráði og byltum. Það er ekki óálgengt að bráð þvaglátaþörf leiði til bylta á leiðinni á salerni. Gagnreynd þekking á íhlutun vegna þvagleka vantar, en þvagleki er oft læknanlegt ástand sem minnkar lífsgæði. Mælt er með uppvinnslu á endurteknum sýkingum og þvagleka (saga, þvagstix og ræktun, þvaglátaskrá) og meðferð ef við á (staðbundin hormónameðferð, Betmiga® 25-50mg, helst ekki andkólínergar þvagblöðruhemlar, Haiprex).

      S - Skynjun
      Vitræn skerðing
      • Sterk tenging er milli vitrænnar getu og tíðni bylta. Meðal algengra ástæðna byltna þegar vitræn skerðing er til staðar eru: hjálpartæki gleymist, dómgreindarleysi við hreyfingu, trufluð einbeiting og vandamál með að framkvæma líkamlega og huglæga þætti samtímis. Á sjúkrahúsi hefur uppvinnsla og meðferð óráðs forgang, uppvinnsla langvinnrar vitrænnar skerðingar sem var til staðar fyrir innlögn getur eftir atvikum farið fram utan spítala.
      • Þunglyndi tengist byltuhættu. Ef grunur er um þunglyndi er mælt með GDS-prófi, e.t.v. meðferð og eftirfylgd.

      Sjón
      • Meta þarf sjónsvið og skima fyrir versnandi sjón, vísa í viðeigandi úrræði (sjónmæling, augnlæknir) ef vandamál er til staðar. Á meðan á innlögn stendur er tryggt að gleraugu séu tiltæk fyrir þá sem nota slíkt. Tvískipt gleraugu geta þó aukið byltuhættu, sérstaklega við stigagöngu.

      Skyn
      • Meta þarf stöðuskyn í fótum með Rombergprófi og spyrja eftir einkennum fjöltaugakvilla: minnkað skyn (tilfinning að ganga á svampi), dofi, taugaverkir. Útiloka þarf algengustu ástæður fyrir fjöltaugakvillum: mæla B12 (á að vera >300pmol/L), fólat, HbA1c og TSH. Aðrar ástæður geta verið: sjálfvakinn- eða sjálfsofnæmis- fjöltaugakvilli, fjöltaugakvilli í æxlis- og vímuefnasjúkdómum, mýlildi (amyloidosis), nýrnabilun, sarklíki o.s.frv. Íhuga aðra rannsóknir í samvinnu við taugalækna. Meðferð fer eftir orsök + sjúkraþjálfun.
      • Fara yfir verkjamat hjúkrunarfræðings (skimun), greina ástæðu og meðhöndla verki.
      Hide details for Skipulag teymisvinnuSkipulag teymisvinnu
      Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði:
      Læknir:
      • Skoðar sjúkling og framkvæmir rannsóknir samkvæmt GLASS-BONES.
      • Skráir fyrirmæli um réttstöðublóðþrýstingsmælingu í 2-3 daga.
      • Pantar blóðprufur: blóðstatus, Na, K, kreatínín, kalslíum, albúmin, vítamin D, B12, fólat, TSH, fritt-T4, lyfjamælingar. Ef þyngdartap er til staðar skal mæla ALAT, ALP og sökk. EÐA: Pantar blóðprufur: Vítamín D, Ca++, B12, fólat, TSH/fT4, albúmín, , HbA1c.

      Sjúkraþjálfari:
      Iðjuþjálfi:
      • Útvegar hjálpartæki og leiðbeinir um notkun þeirra.
      • Metur ADL færni og vitræna getu með stöðluðum hætti ef þarf.
      • Ráðleggur varðandi heimilisathugun.

      Lyfjafræðingur:
      • Fer yfir lyf sjúklings.

      Næringarfræðingur:
      • Fer yfir næringu og næringarástand sjúklings.

      Hópurinn fer yfir niðurstöður rannsókna í sameiningu og skipuleggur frekari meðferð til að fyrirbyggja byltur sjúklings.


Ritstjórn

Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
Eygló Ingadóttir - eygloing
Konstantín Shcherbak - konstant
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/19/2017 hefur verið lesið 3501 sinnum