../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-4257
Útg.dags.: 01/19/2024
Útgáfa: 1.0
3.02.01.01.01 Óráð - mat og greining með 4AT matstæki (vasaspjald)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skimun og greiningu á óráði með 4AT matstæki.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Notkun mælitækis
    Fjórir þættir eru skoðaðir með 4AT og fyrir hvern þátt eru gefin stig samkvæmt eftirfarandi.

    1. Vökuástand
    Tekur til sjúklinga erfitt að vekja og/eða greinilega syfjaðir eða eru órólegir/ofvirkir. Ef sjúklingur er sofandi er reynt að vekja hann með ávarpi eða léttri snertingu á öxl. Spurt er að nafni og heimilisfangi til að hjálpa við matið.
    • 0 stig ef vakandi, auðvelt að vekja og ekki órólegur.
    • 0 stig ef dálítil syfja í minna en 10 sekúndur eftir að vaknar, síðan vel vakandi.
    • 4 stig ef vökustig er óeðlilegt, sjúklingur getur ekki vaknað eða sofnar í samtali.

    2. Áttun (AMT4)
    Spurt er um aldur, fæðingardag, núverandi staðsetningu og ár.
    • 0 stig ef allt er rétt (fyrir staðsetningu er nóg að segja nafn stofnunar eða heiti byggingar).
    • 1 stig ef eitt atriði er rangt.
    • 2 stig fyrir tvö eða fleiri röng atriði.
    • 2 stig ef sjúklingur getur ekki svarað vegna syfju, sljóleika eða tjáningarerfiðleika.

    3. Athygli
    Sjúklingur er beðinn um að telja upp mánuði ársins aftur á bak frá desember. Ekki má gefa nema eina vísbendingu, til dæmis með því að segja „hvaða mánuður kemur á undan desember?".
    • 0 stig ef sjúklingur getur talið upp að minnsta kosti sjö mánuði aftur á bak.
    • 1 stig ef hann byrjar rétt en telur færri en sjö mánuði.
    • 1 stig ef hann neitar að svara.
    • 2 stig ef hann getur ekki framkvæmt próf sökum syfju, vanlíðunar eða athyglisbrests.

    4. Skyndileg breyting eða sveiflukenndur gangur
    Vísbendingar um marktæka breytingu eða sveiflur á vökuástandi, hugsun eða annarri vitrænni starfsemi (til dæmis ofsóknarkennd, ofskynjanir) sem hófust innan tveggja vikna og eru enn til staðar síðasta sólarhring.
    • 0 stig ef engar breytingu.
    • 4 stig ef breytingar.

    Úrlestur á niðurstöðum
    • 4 stig eða fleiri: Mögulega óráð með eða án vitrænnar skerðingar.
    • 1-3 stig: Mögulega vitræn skerðing.
    • 0 stig: Vitræn skerðing eða óráð eru ólíkleg.

    Niðurstöður eru skráðar í klínískt formblað 4AT.
    Hægt er að setja flýtihnapp fyrir 4AT á skjáborð deilda með því að senda beiðni til 1550.

    Kennslumyndband
    4AT matstækið

    Vasaspjald
    Vasaspjald fæst í vefverslun (vörunúmer 1166668):

    4AT vasaspjald.pdf4AT vasaspjald.pdf

Ritstjórn

Elfa Þöll Grétarsdóttir - elfag
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir - solborgi
Tryggvi Þórir Egilsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/23/2023 hefur verið lesið 305 sinnum