../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3297
Útg.dags.: 10/07/2020
Útgáfa: 2.0
25.00.03.18 COVID-19 - samtal við sjúkling eða aðstandanda þegar horfur eru slæmar
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Eftirfarandi upplýsingar eru veittar sjúklingi og/eða aðstandanda. Texti er aðlagaður ef rætt er beint við aðstandanda.

    Ekki er talið gagn af endurlífgun eða stuðningi með öndunarvél
    1. Viðvörun og fengið leyfi til að ræða saman: "Ég hef því miður erfiðar fréttir að færa. Er í lagi að við ræðum þær?”
    2. Erfiðar fréttir veittar: “Rannsókn á sýninu sem var tekið hjá þér sýnir því miður að þú ert með COVID-19 sýkingu. Ég er hrædd/ur um að þú sért komin/n með alvarlega fylgikvilla veirusýkingarinnar sem hafa áhrif á lungun.”
    3. Sýndur stuðningur: “Ég vil að þú vitir að við erum og munum áfram beita öllum tiltækum meðferðum sem við teljum að muni hjálpa þér”.
    4. Þörf á að takmarka meðferð: “Ef sýkingin verður mjög alvarleg þá vitum við að þar sem þú ert með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, er stuðningur með öndunarvél ekki gagnlegur. Sömuleiðis, ef þú færir í hjartastopp með svo mikil alvarleg veikindi þá myndi endurlífgun ekki gagnast. Ég sem læknir vil koma því á framfæri að ef til þess kæmi yrði ekki farið í slík inngrip". [Gefa tíma fyrir sjúkling/fjölskyldu til að meðtaka þessar upplýsingar]. Ég vildi óska þess að aðstæður væru aðrar.”
      Atburðarrás a eða b er fylgt eftir aðstæðum:
      1. Sjúklingur hefur hag af aukinni súrefnismeðferð til dæmis háflæði súrefnisgleraugum 6-10L/min, eða súrefni með sarpmaska 10-15 L/min (FME án endurlífgunar og án öndunarvélar)
        • "Ef þú verður veikari mælum við með að reyna meiri öndunarstuðning með svokölluðum háflæði súrefnisgleraugum í nös eða súrefnisgjöf með sarpmaska. Sú meðferð þarfnast ekki gjörgæsluvistar. Við vonumst til að sú meðferð styðji við öndun þína á meðan lungun jafna sig. Við fylgjumst náið með þér og vonumst til að þú jafnir þig. Versni ástandið þrátt fyrir þennan stuðning og við sjáum fram á að þú munir ekki lifa þetta af, þá breytum við áherslum meðferðar til að tryggja að þú upplifir ekki þjáningar við lífslok. [Gefa tíma fyrir sjúkling/fjölskyldu til að meðtaka þessar upplýsingar]. "Ég vildi óska þess að aðstæður væru aðrar.“
      2. Sjúklingur er augljóslega deyjandi: Lífslokameðferð
        • “ Í ljósi þess hve alvarleg sýkingin er orðin og vegna undirliggjandi sjúkdómsástands X er ég hrædd/ur um að X muni ekki jafna sig og ég held því miður að X sé deyjandi. Við viljum nú leggja alla áherslu að X upplifi ekki þjáningar og tryggja eins góða líðan og hægt er. Ég vildi óska þess að aðstæður væru aðrar"

        Svör við tilfinningauppnámi aðstandenda [Ég vildi óska þess…]
        1. Svar við áhyggjum aðstandenda þegar ekki er möguleiki á gjörgæsluvistun: Ég vildi óska þess að við hefðum meðferðir sem myndu hjálpa X að komast í gegnum þessi veikindi. Við munum leggja okkur öll fram við að annast X með þeim meðferðum sem við höfum. Við höldum áfram að vona það besta en ef hlutirnir fara á versta veg þá munum við gera okkar besta til að tryggja að X upplifi ekki þjáningar við lífslok. [Þögn, leyfa sjúklingi/fjölskyldu að meðtaka upplýsingar]. "Ég vildi óska þess að aðstæður væru aðrar.”
        2. Svör við reiði aðstandenda: "Það er mjög skiljanlegt að ykkur líður illa og upplifið jafnvel reiði. Ég vildi óska þess að við hefðum meðferðir sem myndu gagnast X. Við munum gera okkar allra besta til að sinna X með þeim stuðningsmeðferðum sem við höfum." [Þögn, leyfa sjúklingi/fjölskyldu að meðtaka upplýsingar og biðjast afsökunar ef við á]. "Ég vildi óska þess að aðstæður væru aðrar.”

        Ítarefni
        Upplýsingar um samskiptatækni vegna COVID-19 er einnig að finna á eftirfarandi vefsíðum:
      Hide details for HeimildirHeimildir
      LowenKopf, E., Hurd, C., Diane E. Meier og Rachelle Bernacki. 2020 Communication Skills for COVID-19: Poor Prognosis Triage for the ED v03 24 2020. Þýðing og staðfæring: Þórhildur Kristinsdóttir sérfræðilæknir, Guðríður Kristín Þórðardóttir sérfræðingur í hjúkrun, Kristín Lára Ólafsdóttir sérfræðingur í hjúkrun, Arna Dögg Einarsdóttir sérfræðilæknir, 3. apríl 2020

    Ritstjórn

    Arna Dögg Einarsdóttir
    Kristrún Þórkelsdóttir
    Margrét Sjöfn Torp
    Kristín Lára Ólafsdóttir
    Þórhildur Kristinsdóttir - thorhikr

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Valgerður Sigurðardóttir

    Útgefandi

    Kristrún Þórkelsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/06/2020 hefur verið lesið 764 sinnum