Flokkur 1 | Í mjög góðu formi | Fólk sem hefur styrk, er virkt, orkumikið og áhugasamt. Líkleg til að stunda líkamsæfingar reglulega og eru meðal þeirra sem eru í besta líkamlega formi á þeirra aldri. |
Flokkur 2 | Í góðu formi | Fólk sem ekki er með nein virk sjúkdómseinkenni en eru ekki eins vel á sig komin og í flokki 1. Þau stunda líkamsæfingar eða eru mjög virk stundum t.d. árstíðabundið. |
Flokkur 3 | Góð stjórn á eigin ástandi | Fólk með sjúkdóma sem eru undir góðri stjórn, þó að þau fái sjúkdómseinkenni stöku sinnum. Þau eru oft ekki líkamlega virk umfram það að ganga reglulega. |
Flokkur 4 | Lifa með mjög vægum hrumleika | Áður flokkaðir sem „viðkvæmir“, þessi flokkur einkennir byrjandi breytingu frá því að vera fullkomlega sjálfstæður. Einkenni draga úr virkni þó að viðkomandi þurfi ekki daglega aðstoð frá öðrum. Algeng kvörtun er að vera orðin hægfara og/eða vera þreyttur yfir daginn. |
Flokkur 5 | Lifa með vægum hrumleika | Fólk sem greinilega er orðið meira hægfara og þarfnast aðstoðar við flóknari athafnir daglegs lífs (IADL: fjármál, ferðir, erfið heimilisverk). Dæmigert er að vægur hrumleiki takmarki meir og meir það að versla og ganga einn úti, matartilbúning, lyfjatiltekt og jafnvel er geta til léttra heimilisverk byrjuð að skerðast. |
Flokkur 6 | Lifa með miðlungs hrumleika | Fólk sem þarf aðstoð við allt sem fer fram utandyra og við heimilishald. Innandyra eiga þau oft erfitt með stiga og þurfa aðstoð við böðun og þurfa mögulega smávægilega aðstoð við að klæðast (ábendingar og einhver er til staðar). |
Flokkur 7 | Lifa með miklum hrumleika | Þarf alla aðstoð við persónulega umönnun, af hvaða ástæðu sem er (af líkamlegri eða vitrænni ástæðu). Eru þó ekki talin í bráðri hættu á að deyja (innan 6 mánaða). |
Flokkur 8 | Lifa með mjög miklum hrumleika | Þarf alla aðstoð við persónulega umönnun og er að nálgast lífslok. Venjulega nær fólk sér ekki eftir væg veikindi. |
Flokkur 9 | Að nálgast lífslok | Er að nálgast lífslok. Þessi flokkur á við fólk sem er með lífslíkur sem eru < 6 mánuðir, en býr að öðru leyti ekki við mikinn hrumleika (margir sem eru deyjandi geta enn stundað líkamsæfingar þar til skammt er til andláts). |
Vægur heilabilunarsjúkdómur | Algeng einkenni felast meðal annars í því að gleyma smáatriðum varðandi nýja atburði, þó að munað sé eftir atburðinum, endurtaka sömu spurningar/sögur og draga sig í hlé félagslega. |
Miðlungs heilabilunarsjúkdómur | Skammtímaminni er mjög skert, jafnvel þó að fólk virðist muni liðna atburði í eigin lífi. Fólk getur framkvæmt persónulega umönnun með ábendingum. |
Mikill heilabilunarsjúkdómur | Fólk getur ekki framkvæmt persónulega umönnun án aðstoðar. |
Mjög mikill heilabilunarsjúkdómur | Fólk er oft rúmliggjandi. Margir geta ekki tjáð sig munnlega. |