../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3006
Útg.dags.: 10/19/2023
Útgáfa: 8.0
25.00.01.04 COVID-19 - smitgát þegar inniliggjandi sjúklingur er í sóttkví

8. útg. -breytingar yfirstrikaðar með gulu. Slóð í flæðirit um sjúklinga í sóttkví fjarlægð.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa smitgát þegar innlagður sjúklingur er í sóttkví vegna COVID-19.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Almennt eru útsettir sjúklingar í einkennavöktun en geta við ákveðnar aðstæður verið settir í sóttkví skv. mati sýkingavarnadeildar.

    Umgengni við sjúkling
    • Sjúklingar sem eru í sóttkví vegna COVID-19 útsetningar eru einkennalausir. Líklegt þykir að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga áður en einkenni koma fram. Þess vegna eru þeir settir í einangrun í snerti- og dropasmitgát á sóttkvíartímabili til að koma í veg fyrir útsetningu starfsfólks og/eða annarra sjúklinga.
    • Fylgst er með einkennum sjúklings í sóttkví og þau skráð í sjúkraskrá sjúklings.
    • Ef sjúklingur fær einkenni sem samræmast COVID-19 eftir komu á sjúkrahúsið er hann einangraður skv. verklagsreglu um COVID-19.
    • Fjöldi starfsmanna sem umgangast sjúkling er takmarkaður eins og kostur er.
    • Heimsóknir eru samkvæmt reglum Landspítala. Heimsóknargestir nota hlífðarbúnað skv. gildandi reglum Landspítala.
    • Innlit til sjúklings eru vel skipulögð til að draga úr notkun á hlífðarbúnaði. Til dæmis að nýta sama innlit til morgunaðhlynningar, morgunverðar og lyfjagjafar.
    • Almennt eru ytri öndunarvélar (BiPAP, öndunarvélar að heiman, svefnvélar) ekki notaðar vegna hættu á úðasmiti. Notkun BiPAP er íhuguð ef öll önnur úrræði eru á þrotum og þá aðeins í völdum tilfellum. Fylgt er verklagi um notkun BiPAP vegna COVID-19. Ef notkun svefnvélar/heimöndunarvélar er talin nauðsynleg, er sú ákvörðun tekin í samráði við sérfræðing í lungnalækningum og svefndeild og þá er fylgt verklagi um heimaöndunarvél eða svefnvél hjá sjúklingum með COVID sjúkdóm.

    Smitgát
    Hlífðarbúnaður
    Starfsmenn nota eftirfarandi hlífðarbúnað þegar farið er inn til sjúklings. Aðstandandi sjúklings á einnig að nota eftirfarandi hlífðarbúnað þegar farið er inn í herbergi sjúklings:
    • Skurðstofugríma.
    • Síðerma hlífðarsloppur. Svunta yfir hlífðarslopp eða vatnsheldur einnota hlífðarsloppur ef hætta á vætu.
    • Andlitshlíf eða gleraugu.
    • Einnota hanskar.
    Fylgt er vinnulýsingu um notkun hlífðarbúnaðar, sjá einnig myndband um notkun.

    Flutningur sjúklings
    Flutningi sjúklings á að halda í lágmarki.
    Starfsmenn flutningsþjónustu sjá um flutninga sjúklinga í sóttkví.

    Undirbúningur á deild fyrir flutning sjúklings:
      • Tryggja þarf að móttökudeild viti af komu sjúklings og hann sé ekki látinn bíða á gangi eða á biðstofu heldur fari beint á áfangastað móttökudeildar.
      • Sjúklingur á að fara í hrein föt og hreinsa hendur fyrir flutning.
      • Sett er skurðstofugríma á sjúkling.
      • Sjúklingur er fluttur í hreinum hjólastól/vagni. Hjólastóll/vagn er sprittaður eftir flutning. Ef þörf er á að flytja sjúkling í rúmi á það að vera með hreinu líni og snertifletir sprittaðir áður en flutningur hefst.
      • Ef sjúklingur er með umbúðir eiga þær að vera hreinar og þurrar.

    Viðbúnaður starfsmanns við flutning:
      • Starfsmaður flytur sjúkling beint á áfangastað og lætur hann ekki bíða á gangi eða biðstofu.
      • hlífðarbúnaður starfsmanns:
        • Skurðstofugríma.
        • Andlitshlíf/hlífðargleraugu. Andlitshlíf/hlífðargleraugu fjarlægð og hent við lok flutnings og hendur sprittaðar.
        • Sloppur ef hætta á að vinnufatnaður starfsmanns mengist. Afklæðst við lok flutnings og hendur sprittaðar.
      • hendur hreinsaðar/sprittaðar fyrir og eftir snertingu við rúm/hjólastól/sjúkling.
    Flutningur sjúklings í sjúkrabíl
    • Tilkynnt er að sjúklingur sé í sóttkví vegna COVID-19 um leið og sjúkrabíll er pantaður.
    Tímalengd sóttkvíar
    Sóttkví er aflétt með neikvæðu COVID sýni á 4. degi eftir útsetningu.

    Þrif
    • Starfsmaður ræstingar klæðist viðeigandi hlífðarbúnaði.
    • Sjá dagleg þrif í einangrun
    • Ef sóttkvíartímabili lýkur á meðan innlögn varir er ekki þörf á sérstökum lokaþrifum við afléttingu einangrunar.
    • Ef sjúklingur útskrifast heim á sóttkvíartímabili eru pöntuð lokaþrif í flokki 1 í beiðnakerfi á innri vef Landspítala (Lokaþrif - ESBL og aðrar örverur sem eru ekki taldar upp í flokki 2 og 3).

    Skráning
    • Hefðbundin skráning í sjúkraskrá.

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Elfarsdóttir

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/11/2020 hefur verið lesið 2863 sinnum